Árni Mathiesen staðfestir aukna skattbyrði

Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, er í stökustu vandræðum þessa dagana við að sannfæra þjóðina um eitthvað sem enginn vill staðfesta nema hans eigin embættismenn, það er að skattbyrðin hafi ekki aukist. Nú hefur ríkisskattstjóri, félag eldri borgara, Stefán Ólafsson, stjórnarandstaðan og fjölmiðlarnir fengið það út að skattbyrðin hafi aukist. Fjármálaráðherrann segir hins að þessir aðilar kunni bara ekki að reikna. Það er því ráð að benda á einn aðila til viðbótar því til stuðnings að skattbyrðin hafi aukist -það er fjármálaráðherrann Árni M. Mathiesen.

Í nýlegu skriflegu svari Árna við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar um skattbyrði er beinlínis sagt að skattbyrði allra tekjuhópa hafi þyngst frá árinu 2002 að einum hópi undanskildum. Það eru þeir 10% einstaklinga sem hafa hæstu tekjurnar. Skattbyrði þess eina hóps hefur minnkað.

Ef Árni trúir því ekki að hann hafi sent þetta frá sér þá má sjá þetta á http://www.althingi.is/pdf/thingskjal.php4?lthing=132&skjalnr=561 Skoðið sérstaklega töflu 2.

Í öðru skriflegu svari og þá frá þáverandi fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, frá árinu 2002 kom þetta einnig fram. Þar stendur að 95% hjóna og sambúðarfólks og 75% einstaklinga greiddu hærra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt en árið 1995 þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Sjá http://www.althingi.is/pdf/thingskjal.php4?lthing=128&skjalnr=1312

Það þarf því ekki að þræta um það hvort skattbyrði einstaklinga hafi þyngst eða ekki. Skattbyrðin hefur þyngst og ríkisstjórnin hefur sjálf staðfest það, þar á meðal Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 144256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband