Stóriðjan og verðbólguskattur

Ég skrifaði grein um afleiðingar stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í Fréttablaðinu í dag. Stóriðjustefnan hefur alið af sér það sem ég kýs að kalla verðbólguskatt. Greinina má lesa hér: Það vakti eðlilega nokkra athygli þegar breska ríkisstjórnin lýsti því yfir að til stæði að fá Al Gore sem ráðgjafa í umhverfismálum, enda nokkuð snjall leikur. Umræða um umhverfismál verður einnig stöðugt fyrirferðarmeiri í íslenskum stjórnmálum sem er tvímælalaust af hinu góða. Nú eru menn óðum að átta sig á mikilvægi málaflokksins.

Tenging umhverfismála við efnahagslega afkomu hefur sennilega mikið um þetta að segja - þó það verði að teljast einkennilegt að umhverfismálin hafi ekki vigt í sjálfu sér hjá mörgum. En vonandi að það verði til þess að auka vægi í umhverfismálum að nú er æ ofan í æ verið að benda mönnum á þær alvarlegu afleiðingar sem aðgerðarleysi getur haft í þessum málum, ekki síst á efnahaginn.

Stóriðjustefna íslensku ríkisstjórnarinnar hefur valdið miklum efnahags- og umhverfisvanda. Þetta blasir við okkur jafnvel þó að stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft talsvert minni bein áhrif á hagkerfið en búist var við.

Áhrifin fólust ekki síst í því að framkvæmdirnar höfðu mikil áhrif á væntingar sem er lykilþáttur í efnahagskerfinu.

Fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Kárahnjúka urðu einnig aldrei að veruleika. Nú hvetur ríkisstjórnin hins vegar til enn frekari stóriðjuframkvæmda.

Áætlaðar framkvæmdir eru helmingi meiri að umfangi en þær sem nú eru í gangi, en þær eru miklu stærri en framkvæmdir síðasta áratugar.

Mistök ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum hafa fætt af sér nýjan verðbólguskatt sem er ein mesta skerðing á kjörum almennings í langan tíma. Reynslan sýnir að það er ekki hægt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir hagstjórninni og það er kominn tími á nýja forystu í íslenskum stjórnmálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband