Forgangur hinna efnameiri að heilbrigðiskerfinu

Umræða um forgang hinna efnameiri að heilbrigðisþjónustu var nýverið á Alþingi. Ég tók þátt í þeirri umræðu fyrir hönd flokksins og þar tók ég fram að stefna Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum væri skýr.

Ekki tvöfalt kerfi
Við höfnum forgangi hinna efnameiri að heilbrigðiskerfinu. Við viljum ekki sjá tvöfalt kerfi í heilbrigðiskerfinu þar sem fólk getur borgað sig fram fyrir röðina á kostnað annarra. Það kemur einfaldlega ekki til greina. Ef við leyfum fólki að kaupa sig fram fyrir aðra sem bíða eftir heilbrigðisþjónustu þá verður niðurstaðan sú að heilbrigðisstarfsfólk nýtist ekki öðrum á meðan. Þá er komin mismunun eftir efnahag og það mun Samfylkingin aldrei sætta sig við.

Skýr stefna Samfylkingarinnar
Það er hins vegar rétt að kalla eftir umræðu um þetta stóra grundvallarmál. Almenningur fær þá kost á því að sjá hvernig línur liggja. Það er nefnilega ekkert víst að aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi geti svarað þessari spurningu jafnskýrt og Samfylkingin. Samfylkingin hefur sett sér ákveðin skilyrði fyrir öllum endurbótum í heilbrigðisþjónustunni. Það er t.d. að markmið jafnaðarstefnunnar um jafnan aðgang óháð efnahag standi óhaggað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband