Slćm fjármálastjórn sjálfstćđismanna

Reynslan sýnir ađ ţađ er lítiđ mark takandi á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks, hvort sem litiđ er á meintan afgang ríkissjóđs eđa ríkisútgjöld.

Ţađ er komiđ nóg af ţjóđsögunni um hina styrku hönd Sjálfstćđisflokksins á ríkisfjármálunum. Reyndin sýnir ađ slök fjármálastjórn hefur ráđiđ ríkjum síđan Geir H. Haarde tók viđ ríkisfjármálunum.

Bođađur afgangur á ríkissjóđi breytist undantekningarlítiđ í halla. Útgjöld ríkissins vaxa og handhófskenndum og vanhugsuđum niđurskurđartillögum er slengt fram međ reglulegu millibili. Viđ skulum hins vegar ekki láta orđ stjórnarandstöđuţingmanns nćgja heldur líta á sjálfar tölurnar.
Tugmilljarđa munur á milli fjárlaga og raunveruleikans
Á síđasta ári, 2003, kynnti fjármálaráđherra 10,7 milljarđa króna hagnađ í fjárlagafrumvarpinu sem varđ 11,5 milljarđar í sjálfum fjárlögunum. En hver var niđurstađan ţegar reikningur ársins var gerđur upp? Um 6 milljarđa kr. halli á ríkissjóđi ţrátt fyrir einkavćđingu ríkiseigna upp á 12 milljarđa króna ţađ áriđ.

Áriđ 2002 gerđu fjárlagafrumvarp og fjárlög ráđ fyrir um 18 milljarđa króna afgangi en ţegar raunveruleikinn kom í ljós varđ hallinn rúmir 8 milljarđa króna ţrátt fyrir sölu ríkiseigna upp á tćpa 12 milljarđa króna. Sé litiđ til áranna 2000-2003 kemur í ljós ađ međalmunur á afgangi fjárlaga og ríkisreiknings var um 22 milljarđa króna á ári.

Svipađa sögu má segja frá útgjaldaaukningu ríkissjóđs á vakt Geir H. Haarde. Sé litiđ til áranna 2000-2003 kemur í ljós ađ ađ međaltali munađi um 24 milljörđum kr. á milli útgjalda fjárlaga og ţeim raunveruleika sem síđan blasti viđ í ríkisreikningi.
Samkvćmt ríkisreikningi 2003 jukust útgjöld ríkisins umfram fjárlög 2,4 milljónir kr. á klukkustund allt síđasta ár eđa um 21 milljarđa króna.
Ţćgilegur eftir-á-stimpill
Fjármálaráđherrann telur sig hins vegar hafa svör viđ ţessu öllu saman. Hann vill einfaldlega taka út óheppilega liđi og fínpússa útkomuna. Ţegar fjárlögin voru sett fram á rekstrargrunn í stađ greiđslugrunns áriđ 1998 hćtti fjárheimild ađ miđast viđ greiđslur og fór ađ miđast viđ skuldbindingu. Ţađ er eins og ađ sumir hafi ekki áttađ sig á ţessari breytingu.

Fjármálaráđherra bendir nefnilega sínu máli til stuđnings á gjaldfćrslu lífeyrisskuldbindinga og vill taka ţćr út fyrir sviga. En fjármálaráđherra virđist gleyma ađ í hans eigin fjárlagafrumvarpi er gert ráđ fyrir ţessum liđ sem virđist hins vegar vera stórlega vanmetin á hverju ári. Fjármálaráđherra lćtur meira ađ segja eins og ţessi ţáttur sé einfaldlega honum og ríkisfjármálunum alveg óviđkomandi.

Ef fjármálaráđherra sér fram á stóraukna gjaldfćrslu lífeyrisskuldbindinga á ţađ ađ vera í frumvarpinu sjálfu. Ţađ ţýđir ekki ađ benda á einhverja óvćnta gjaldfćrslu eđa afskriftir upp á tugmilljarđa króna ár eftir ár. Slíkt stađfestir einungis málflutning Samfylkingarinnar um slćma fjármálastjórn, lélega áćtlanagerđ og ađ fjárlagafrumvarpiđ sé varla pappírsins virđi. Fjármálaráđherra viđurkenndi jafnvel á ţingi ađ hugsanlega ćtti ađ gera ráđ fyrir hćrri upphćđum í svona útgjöld.
Ţađ er hins vegar rétt ađ sum útgjöld og skuldbindingar geta veriđ ófyrirséđ og ţví er eđilegt ađ óvissan sé einhver. Stundum er ţađ vegna kjarasamninga sem fjármálaráđherrann stendur ţó sjálfur fyrir.

Ţađ liggur ţó algjörlega ljóst fyrir, og ekki er ágreiningur um ţađ, ađ ţótt einungis vćri litiđ til svokallađra reglulegra útgjalda ríkiskassans á árunum 2001-2003 jukust útgjöldin gríđarlega eđa um 32 milljarđa kr. frá ţví sem var gert ráđ fyrir í fjárlögunum og kom síđan í ljós í ríkisreikningnum. Ţetta er gífurleg umframkeyrsla og í engu samrćmi viđ góđa fjármálastjórn.

Fjármálaráđherra bendir einnig á fjáraukalögin sem eina af sínum skýringum. Ţađ er auđvitađ ţćgilegt ađ geta haft svona eftir-á-stimpil sem fjáraukalögin eru. Fjáraukalögin eiga ađ mćta óvćntum útgjöldum ríkissjóđs. Núverandi ríkisstjórn notar ţau hins vegar markvisst fyrir fyrirséđ útgjöld sem ráđherrarnir leggja í eftir ađ fjárlögin hafa veriđ afgreitt. Ađeins á síđasta ári voru fjáraukalögin rúmir 20 milljarđa króna.

Ţađ er ekki góđ fjármálastjórn ađ hafa ár eftir ár fjáraukalög upp á tugmilljarđa króna. Ţessi skýring fjármálaráđherrans stađfestir einungis málflutning stjórnarandstöđunnar um óvandađar áćtlanir.
Samanburđur ţegar ţađ hentar
Í stuttu máli máli snýst málflutningur fjármálaráđherra um ţađ ađ fjárlög eđa fjárlagafrumvarpiđ séu ekki samanburđarhćf viđ ríkisreikninginn sem sýnir raunveruleikann eins og hann er.

Hins vegar hikar fjármálaráđherra ekki viđ ađ bera sjálfur saman fjárlagafrumvarp viđ ríkisreikning. Í framsögurćđu fjármálaráđherra međ fjárlagafrumvarpinu bar hann sjálfur saman fjárlagafrumvarpiđ viđ ríkisreikninginn, en ţá í ţví samhengi sem hentađi honum.

Ţađ má einnig minna á frumvarp til laga um fjárreiđur ríkisins ţessarar sömu ríkisstjórnar frá árinu 1996. Ţar stóđ eftirfarandi: ,,Hingađ til hefur fjárlagafrumvarpiđ veriđ sett upp á greiđslugrunni en hér er lagt til ađ ţađ verđi á rekstrargrunni en greiđsluhreyfingar jafnframt sýndar. Breytingin hefur ţađ í för međ sér ađ áćtlanir fjárlaga og niđurstöđur ríkisreiknings verđa ađ fullu samanburđarhćfar, en ríkisreikningur hefur til margra ára sýnt bćđi rekstrarniđurstöđur og greiđsluhreyfingar.”
Slćm fjármálastjórn
Ţessi sami einstaklingur og nú gegnir stöđu fjármálaráđherra stóđ ađ frumvarpinu sem gerđu fjárlög og ríkisreikning ,,ađ fullu samanburđarhćfar". En ţađ er einmitt samanburđur milli fjárlaga og ríkisreiknings sem Samfylkingin er ađ benda á. Samanburđurinn er hins vegar fjármálaráđherra svo sár ađ hann reynir ađ ţćfa umrćđuna í ţeirri von ađ geta búiđ til tortryggni.

Niđurstađan er augljós, sem m.a. Ríkisendurskođun sem er óháđ ríkisstofnun stađfestir, ađ fjármálastjórn ríkisins og áćtlanagerđ undir stjórn fjármálaráđherrans Geirs H. Haarde er slök ţegar öllu er á botninn hvolft.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband