Sitjum við borðið



Ég fékk það góða tækifæri að heimsækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fyrir allstuttu. Það var mikil og góð reynsla. Þarna fékk maður að fylgjast með umræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem Kofi Annan stjórnaði um konur og frið. Þetta voru afar áhugaverðar umræður enda umræðurefni gríðarlega áhugavert.
Allsherjarþingið sjálft var einnig spennandi vettvangur en það er eitthvað heillandi við stofnun þar sem allar þjóðir heims eiga sína fulltrúa. Við sem vorum þarna í New York nýttum tækifærið og fylgdust með einni vinnunefnd sem hafði m.a. til umræðu tillögu Kosta Ríka á að banna botnvörpuveiðar. Þetta er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga en Tómas Heiðar lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu kynnti málstað Íslendinga afar vel.

Glæsileg frammistaða Tómasar Heiðars
Í þessari umræðu sá maður vel hvað góður undirbúningur hefur mikið að segja. Tómas Heiðar leiddi alla umræðuna í þessari nefnd og fékk oftar en ekki nefndina til að vera sammála sér. Þarna voru öflugar þjóðir á borð við Ástralía, Nýja-Sjáland og jafnvel Noregur ekki að fullu leyti sammála okkur. Fulltrúar Bandaríkjanna og Japans voru ekki margorðir á þeim fundum sem ég fyldist með en lögðu þó eitt og eitt orð í belg. Kínverjarnir virtust einnig vera stuttorðir.

Þarna sást vel að það skipti ekki öllu máli að Ísland væri algjört smáríki miðað við aðrar þjóðir þarna. Það var hlustað á okkar fulltrúa og hann fékk nefndina til gera hitt og þetta. Að lokum tókst Tómasi Heiðari að koma í veg fyrir að tillaga Kosta Ríka yrði samþykkt þannig að íslenskum hagsmunum var borgið.

Aðalatriðið er að fá sitja við borðið
Þessi atburðarás sem maður fékk smáinnsýn í leiddi hugann minn að umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Iðulega heyrist í þeirri umræðu að það verður ekkert hlustað á Íslendinga þar sem við erum svo fá og smá.
Fundirnir í New York staðfestu þó það sem ég hef lengi haldið fram að það skiptir ekki öllu frá hvaða landi þú kemur heldur skiptir máli hvað þú segir. Ef þú situr við borðið og ert undirbúinn þá er hægt að ná þínu fram. Aðalatriðið er að fá að sitja við borðið og þá er hlustað á þig.

Í Evrópumálunum fáum við hins vegar ekki að sitja við borðið. Beinar ákvarðarnir sem varða íslenska hagsmuni og íslenskt samfélag eru því teknar í Brussel án þess að nokkur aðili frá Íslandi hefur nokkuð um það að segja. Það er ekki gott fyrir sjálfstæða og fullvalda þjóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband