Fimmtudagsfríin færð

Í dag er uppstigningadagur og því frí víðast hvar í samfélaginu. Sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur eru báðir frídagar sem ætíð bera upp á fimmtudögum. Oft kemur upp sú umræða um hvort komi til greina að færa umrædda frídaga yfir aðra vikudaga t.d. föstudaga. Núverandi tilhögun skapar ýmis konar óhagræði í atvinnulífi og slítur í sundur vinnuviku. Sömuleiðis kemur þetta fyrirkomulag í veg fyrir að almenningur geti notið frídaganna eins og vel og unnt væri í ljósi þess að þeir eru í miðri viku.

Séu frídagarnir fluttir næðist meiri samfella í vinnuvikunni og aukin hagkvæmni á vinnustöðum. Framleiðni og afköst ættu að aukast ásamt hagræði og skilvirkni í atvinnulífinu. Launþegar gætu einnig nýtt umrædda frídaga mun betur þar sem þeir væru þá hluti af helgarfríi. Breytt fyrirkomulag gæti því ýtt undir ferðalög, tómstundir og afþreyingu almennings ásamt því að auðga samverustundir fjölskyldunnar. Í raun má segja að hagsmunir launþega, atvinnulífs og fjölskyldna fari saman að þessu leyti.
Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur yrðu ekki lengur frídagar myndu dagarnir sem slíkir halda sínu gildi eftir sem áður. Í raun gæti breytt fyrirkomulag ýtt undir frekari hátíðarhöld, helgihald og afþreyingu á þessum dögum. Þess í stað yrði frí næsta dag á eftir sem jafnframt yrði samliggjandi við helgarfrí. Sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur hefðu því enn ríkt gildi fyrir almenning sem gæti notið þeirra eftir sem áður ef föstudagurinn eftir umrædda daga yrði gerður að frídegi, en ekki t.d. mánudagur þar á eftir. Flutningur frídaga má finna víða m.a. í Bretlandi, Ástralíu, Kanada og Hong Kong ásamt hjá opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum.

Margs konar röksemdir eru að baki fríi á sumardegi fyrsta og uppstigningadags. Annars vegar búa að baki sögulegar ástæður, og hins vegar trúarlegar. Í lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, kemur fram í 1. mgr. 6. gr. að frídagar séu helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní og enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13. Í 2. mgr. laganna er lögfest að frá og með árinu 1983 skuli fyrsti mánudagur í ágúst vera frídagur sem í daglegu tali er kallaður frídagur verslunarmanna. Heimilt er að víkja frá ákvæðum laganna með samningum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 88/1971. Sérstök lög gilda um frídag sjómanna, lög nr. 20/1987, en skv. 1. mgr. 1. gr. þeirra skal fyrsti sunnudagur í júnímánuði hverjum vera almennur frídagur sjómanna. Það er tímabært að skoða hvort skynsamlegt sé að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi sem nú er við lýði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband