Fimmtudagsfríin fćrđ

Í dag er uppstigningadagur og ţví frí víđast hvar í samfélaginu. Sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur eru báđir frídagar sem ćtíđ bera upp á fimmtudögum. Oft kemur upp sú umrćđa um hvort komi til greina ađ fćra umrćdda frídaga yfir ađra vikudaga t.d. föstudaga. Núverandi tilhögun skapar ýmis konar óhagrćđi í atvinnulífi og slítur í sundur vinnuviku. Sömuleiđis kemur ţetta fyrirkomulag í veg fyrir ađ almenningur geti notiđ frídaganna eins og vel og unnt vćri í ljósi ţess ađ ţeir eru í miđri viku.

Séu frídagarnir fluttir nćđist meiri samfella í vinnuvikunni og aukin hagkvćmni á vinnustöđum. Framleiđni og afköst ćttu ađ aukast ásamt hagrćđi og skilvirkni í atvinnulífinu. Launţegar gćtu einnig nýtt umrćdda frídaga mun betur ţar sem ţeir vćru ţá hluti af helgarfríi. Breytt fyrirkomulag gćti ţví ýtt undir ferđalög, tómstundir og afţreyingu almennings ásamt ţví ađ auđga samverustundir fjölskyldunnar. Í raun má segja ađ hagsmunir launţega, atvinnulífs og fjölskyldna fari saman ađ ţessu leyti.
Ţrátt fyrir ađ sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur yrđu ekki lengur frídagar myndu dagarnir sem slíkir halda sínu gildi eftir sem áđur. Í raun gćti breytt fyrirkomulag ýtt undir frekari hátíđarhöld, helgihald og afţreyingu á ţessum dögum. Ţess í stađ yrđi frí nćsta dag á eftir sem jafnframt yrđi samliggjandi viđ helgarfrí. Sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur hefđu ţví enn ríkt gildi fyrir almenning sem gćti notiđ ţeirra eftir sem áđur ef föstudagurinn eftir umrćdda daga yrđi gerđur ađ frídegi, en ekki t.d. mánudagur ţar á eftir. Flutningur frídaga má finna víđa m.a. í Bretlandi, Ástralíu, Kanada og Hong Kong ásamt hjá opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum.

Margs konar röksemdir eru ađ baki fríi á sumardegi fyrsta og uppstigningadags. Annars vegar búa ađ baki sögulegar ástćđur, og hins vegar trúarlegar. Í lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, kemur fram í 1. mgr. 6. gr. ađ frídagar séu helgidagar ţjóđkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní og enn fremur ađfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13. Í 2. mgr. laganna er lögfest ađ frá og međ árinu 1983 skuli fyrsti mánudagur í ágúst vera frídagur sem í daglegu tali er kallađur frídagur verslunarmanna. Heimilt er ađ víkja frá ákvćđum laganna međ samningum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 88/1971. Sérstök lög gilda um frídag sjómanna, lög nr. 20/1987, en skv. 1. mgr. 1. gr. ţeirra skal fyrsti sunnudagur í júnímánuđi hverjum vera almennur frídagur sjómanna. Ţađ er tímabćrt ađ skođa hvort skynsamlegt sé ađ gera breytingar á ţessu fyrirkomulagi sem nú er viđ lýđi.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 144237

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband