Vel heppnuð ferð til Seyðisfjarðar

Fyrir stuttu fór ég til Seyðisfjarðar á aðalfund kjördæmarráðs Norðausturkjördæmis. Gríðarlega vel var mætt á fundinn og skartaði Seyðisfjörður sínu fegursta. Byggða- og atvinnumál voru rædd frá ýmsum sjónarhólum og spunnust góðar umræður á fundinum.
Innra starf Samfylkingarinnar bar einnig á góma en það er ljóst að mikill vilji er í kjördæminu fyrir öflugu flokksstarfi. Til að það megi takast svo vel sé er grundvallaratriði að flokkurinn styðji slíkt starf með áþreifanlegum hætti. Slíkur stuðningur þarf bæði að birtast sem fjárhagslegur stuðningur og félagslegur.
Öflugt innra starf skilar sér margfalt tilbaka
Gríðarlega mikilvægt er að flokkurinn átti sig á því að öflugt innra starf um allt land skilar sér margfalt tilbaka. Slíku starfi má líkja við menntakerfið þar sem hver króna í er fjárfesting sem skilar sér tilbaka á skömmum tíma. Framundan eru mikilvægir tímar fyrir flokkinn. Það þarf að undirbúa sveitarstjórnarkosningarnar vel og árið þar á eftir verða Alþingiskosningar.

Allt innra starf flokksins þarf að taka mið af þeim verkefnum sem framundan eru og mæta þörfum og vilja flokksmanna um allt land. Fólkið í flokknum er auðlind hans og flokkurinn verður að nýta auðlindir sínar vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband