Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
24.4.2009 | 17:03
Róttækar breytingar í barnarétti og nýtt barnatryggingarkerfi
Nefnd sem ég leiddi um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum skilaði af sér skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í nóvember 2007 af félags- og tryggingamálaráðherra í samræmi við þingsáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Verkefni hennar var að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra og um réttarstöðu stjúpforeldra. Hluti verkefnisins fólst í því að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu þessa hóps.
Í nefndinni áttu sæti fulltrúar þriggja ráðuneyta ásamt fulltrúum sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunasamtaka.
Nefndarmennirnir eru í megindráttum sammála um efni tillagnanna en í sumum tilvikum hafa einstakir nefndarmenn fyrirvara eða ólíkar skoðanir. Helstu tillögur eru raktar hér en í skýrslunni er gerð grein fyrir afstöðu nefndarmanna til einstakra tillagna.
Helstu tillögur sem varða sifjamál og félagslega stöðu barna
Dómurum verði veitt heimild til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá barns gegn vilja annars foreldris sé það talið þjóna hagsmunum barnsins.
Maður sem telji sig vera föður barns geti höfðað ógildingar/vefengingarmál þegar um feðrað barn er að ræða.
Afnumið verði gildandi fyrirkomulag sem felur í sér að taki fráskilið foreldri með barn upp sambúð á nýjan leik fær makinn sjálfkrafa forsjá yfir barninu. Þess í stað þurfi viðkomandi að sækja um forsjá.
Tekin verði upp sú meginregla að forsjárlausir foreldrar hafi sama rétt til aðgangs að skriflegum upplýsingum um barn sitt og það foreldri sem fer með forsjána.
Sýslumenn fái rýmri heimild til að úrskurða um umgengni barna við afa sína og ömmur til að börn njóti aukinna möguleika til umgengni við þau. Einnig að barn eigi rétt á umgengni við stjúpforeldri og sýslumenn fái heimild til að úrskurða um umgengni við stjúpforeldri eftir skilnað eða sambúðarslit við foreldri.
Sýslumenn og dómarar fái heimild til að ákveða umgengni 7 af 14 dögum.
Bæta þurfi málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumönnum og opna fyrir heimild foreldra til að reka mál sem eingöngu snýst um umgengni fyrir dómstólum.
Báðir foreldrar beri almennt kostnað af umgengni.
Endurskoðun barnalaga og tryggja að unnt verði að grípa til skilvirkari úrræða vegna tilefnislausra umgengnistálmana.
Nýtt kerfi barnatrygginga til að útrýma barnafátækt
Nefndarmenn mæla til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga sem komi í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbótar við atvinnuleysisbætur vegna barna. Samkvæmt útreikningum myndi nýja kerfið ekki auka útgjöld ríkisins en árlegur kostnaður þess nemur um 14 milljörðum króna.
Markmiðið er að útrýma fátækt barnafjölskyldna. Miðað er við að öllum barnafjölskyldum verði tryggð ákveðin upphæð til lágmarksframfærslu óháð því hvaðan tekjur fjölskyldunnar koma. Barnatryggingar yrðu allar tekjutengdar og myndu skerðast hjá fólki með tekjur umfram meðalráðstöfunartekjur. Hagur tekjulágra hópa, sérstaklega atvinnulausra og láglaunafólks myndi batna og kerfið myndi nýtast vel barnmörgum fjölskyldum.
Barnatryggingar myndu tryggja öllum foreldrum upp að lágtekjumörkum 40 þús. kr. greiðslu fyrir hvert barn. Með því móti er grunnframfærsla allra barna tryggð. Skerðingarmörkin yrðu 146 þús. kr. hjá einstæðum foreldrum og 252 þús. kr. hjá hjónum sé miðað við tekjur fyrir skatt.
Í núgildandi kerfi fær einstætt foreldri undir skerðingarmörkum og með eitt barn 21.143 kr. í tekjutengdar barnabætur en í hinu nýja barnatryggingarkerfi fengi foreldri undir skerðingarmörkum 40.000 kr.
Dæmi um einstætt foreldri með tvö börn sem er með 251.266 kr. tekjur fyrir skatt fær í núverandi kerfi 42.051 kr. en fengi í hinu nýja barnatryggingakerfi 63.730 kr. á mánuði eða um 22.000 kr. hærri upphæð á mánuði.
Hjón með tvö börn og 422.914 kr. í tekjur fyrir skatt fá núna 22.505. kr. en fengju 42.955 kr. eða 20.450 kr. meira í hverjum mánuði.
Í núgildandi kerfi fær einstætt foreldri sem er með 728.973 kr. í tekjur fyrir skatt og eitt barn 10.147 kr. í barnabætur á mánuði en í nýja barnatryggingakerfinu fengi viðkomandi engar barnatryggingar enda er verið að færa fjárhæðir barnabóta til þeirra hópa sem þurfa hvað mest á þeim að halda.
Tillögur um fræðslu og ráðgjöf til barnafjölskyldna
Tryggt verði gott aðgengi að fjölskylduráðgjöf. Allir foreldrar fái upplýsingar um réttindi og skyldur sem fylgja því að fara með forsjá barns.
Þeir aðilar sem hyggjast slíta sambúð eða hjúskap með börn verði skyldaðir að fara í viðtöl til að fá fræðslu og ráðgjöf hjá fagaðila um samskipti eftir skilnað óháð því hvort þeir eru sammála eða ekki.
Stjúpfjölskyldum verði veittur fræðsla og stuðningur.
Komið verði á netsíðu í samstarfi við viðeigandi félagsamtök með upplýsingum um mismunandi fjölskyldugerðir.
Nýjar upplýsingar í skýrslunni
Nefndin fékk Hagstofu Íslands til að gera rannsókn á tekjum og efnahag barnfjölskyldna s.s. eftir eignum og skuldum eftir sambúðarstöðu foreldra og eftir því hvar börn þeirra búa. Samkvæmt þeirri aðferð (I) sem Hagstofan mælir með að stuðst sé við kemur fram að miðgildi ráðstöfunartekna er hæst hjá foreldrum sem búa saman. Næstir í röðinni koma einstæðir feður án barna, einstæðir feður með börn, einstæðar mæður með börn og lægstar ráðstöfunartekjur hafa einstæðar mæður án barna. Sé stuðst við aðra aðferð (II) sem Hagstofan mælir einnig með breytist röðin lítilega en þá er miðgildi ráðstöfunartekna hæst hjá foreldrum sem búa saman. Næstir í röðinni koma einstæðir feður með börn, þá einstæðar mæður með börn, einstæðir feður án barna og lestina reka einstæðar mæður án barna.
Í skýrslunni eru einnig birtar nýjar niðurstöður rannsóknar Sigrúnar Júlíusdóttur á reynslu foreldra af sameiginlegri forsjá foreldra með börnum sínum eftir skilnað tímabilið júlí 2006 júlí 2008. Þar kemur m.a. fram að 92% barna eiga lögheimili hjá móður en 8% hjá föður. 24% umræddra barna dvelja jafnt hjá báðum foreldrum og var hið svokallaða viku og viku fyrirkomulag algengast þar. Um 77% foreldra eru mjög eða frekar hlynnt því að dómari geti dæmt sameiginlega forsjá og 96% þeirra eru mjög eða frekar hlynntir því að foreldri grípi til formlegra aðgerða með því að leita til yfirvalda ef annað foreldri tálmar samvistum við barn.
Nefndin ákvað einnig að kalla eftir svörum frá sveitarfélagum um þjónustu þeirra gagnvart mismunandi fjölskyldugerðum og liggja þau svör fyrir í skýrslunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa