Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Sćkist ekki eftir endurkjöri til Alţingis

Nýliđna helgi rćddi ég viđ formann Samfylkingarinnar og skýrđi henni frá ţví ađ ég hygđist ekki sćkjast eftir endurkjöri til Alţingis í kosningunum í vor. Af ţeirri ástćđu greindi ég henni jafnframt frá ţví ađ ég myndi ekki sćkjast eftir ráđherraembćtti vegna ţeirra breytinga sem fyrir lágu. Viđ áttum gott samtal og vorum sammála um ađ rétt vćri ađ bíđa međ ađ tilkynna um ákvörđun mína, ţar til niđurstađa vćri fengin um ţađ hvort ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks yrđi framhaldiđ. Á ţeim tímapunkti var enn ekki ljóst hver niđurstađan yrđi í ţeim efnum. Nú liggur ţađ fyrir og tel ég ţví rétt ađ greina frá ţessari ákvörđun minni.

Ákvörđun af ţessum toga á sér auđvitađ nokkurn ađdraganda. En ţegar sú stađa kom upp ađ ţingkosningum yrđi flýtt og ađ framundan vćri nýtt fjögurra ára kjörtímabil, var ekki hjá ţví komist ađ viđ hjónin gerđum upp hug okkar til framtíđarinnar. Viđ höfum um nokkra hríđ haft hug á ţví ađ halda utan í framhaldsnám og höfđum viđ upphaflega ráđgert ađ söđla um í lok ţessa kjörtímabils. Sá tímapunktur ber nú ađ nokkru fyrr en viđ hugđum, en viđ erum ákaflega sátt viđ ţessa ákvörđun.

Ólíkt ţeim sem hćtta á ţingi á efri árum, ţá lít ég ekki á ţessar málalyktir sem svo, ađ ég sé alfariđ hćttur ađ taka ţátt í stjórnmálum. Ég hyggst beita mér af fullum ţunga á Alţingi fram til kosninga og vitaskuld starfa áfram í Samfylkingunni. Ákvörđun mín felur ţađ ţó í sér ađ ég mun láta af embćtti varaformanns Samfylkingarinnar á nćsta landsfundi flokksins.

Ég vil ţakka öllum ţeim sem ég hef átt í samskiptum viđ í störfum mínum undanfarin ár, samstarfsfélögum og stuđningsfólki. Ađ lokum óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnađar í ţeim erfiđu verkefnum sem bíđa hennar.


Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband