Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
20.6.2008 | 10:18
Hvað gerði viðskiptanefnd Alþingis í vetur?
Margt á sér stað innan nefnda Alþingis sem fær ekki mikla athygli í samfélaginu. Í þessari grein langar mig því að fara yfir verk viðskiptanefndar Alþingis frá því í vetur.
Fyrstu innheimtulögin
Nú hafa verið sett í fyrsta sinn innheimtulög. Lögin fjalla m.a. um góða innheimtuhætti, skyldu innheimtufyrirtækja til að senda innheimtuviðvörun og reglugerðarheimild um að hægt verði að setja hámark á innheimtukostnað. Rauði þráður laganna er sá að skuldarar verði ekki fyrir óeðlilegum kostnaði í innheimtuaðgerðum.
Viðskiptanefndin fjallaði einnig um reglur um takmarkanir á álagningu uppgreiðslugjalda og er nú óheimilt að innheimta svonefndan FIT-kostnað sem er kostnaður vegna óheimils yfirdráttar nema slík gjaldtaka eigi sér stoð í samningi. Slíkur kostnaður skal vera hóflegur og endurspegla raunverulegan kostnað vegna yfirdráttarins.
Samkeppnislögum breytt
Þá voru gerðar breytingar á samkeppnislögum þannig að nú geta fyrirtæki í samrunahugleiðingum sent inn svokallaða styttri tilkynningu til samkeppniseftirlitsins. Veltumörkin gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru að sameinast voru einnig hækkuð en þó setti viðskiptanefndin sérstakan varnagla í lögin sem heimilar samkeppniseftirlitinu að fjalla um samruna sem eru undir hinum almennum veltumörkum.
Samkeppniseftirlitið mun sömuleiðis nú geta ógilt samruna áður en hann kemst til framkvæmda, en ekki eftir að samruni hefur átt sér stað eins og var í þágildandi lögum. Við afgreiðslu málsins innan viðskiptanefndar um málið var bætt við mati á lögmæti samruna um nú skuli vera tekið tillit til tækni- og efnahagsframfara að því tilskildu að þær séu neytendum til hagsbóta og hindri ekki samkeppni.
Staða sparisjóða styrkt
Eftir umfjöllun viðskiptanefndar var sparisjóðum einnig veitt heimild til að kaupa bankaútibú án þess að þurfa að hlutafélagavæða sig fyrst sem hafði verið skilyrði samkvæmt þágildandi lagaákvæði. Með þessu styrktum við m.a. sparisjóði í þeirri mynd sem þeir eru.
Sérstök löggjöf um sérvarin skuldabréf fékk sérstaka flýtimeðferð í gegnum þingið enda lá á slíkri löggjöf í ljósi ástandsins á mörkuðunum í vetur. Nú þegar hafa fjármálafyrirtæki nýtt sér þau lög.
Þá voru heildarlög um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda voru samþykkt en gömlu fyrningarlögin voru orðin meira en hundrað ára gömul. Og frumvarp er varðar uppgjör innlends hlutafjár sem er skráð í erlendri mynt varð sömuleiðis að lögum í vetur.
Aukin persónuvernd
Talsverð vinna fór í að fjalla um breytingar á lögum um vátryggingarstarfsemi hjá viðskiptanefnd þingsins. Þar tókust á sjónarmið persónuverndar og hagsmunir tryggingarfélaganna. Breytingarnar lutu m.a. að því að nú þarf vátryggingartaki að staðfesta hann hafi hlotið samþykki foreldra sinna eða systkina á því að hann megi gefa upplýsingar um að þau hafi verið haldin tilteknum sjúkdómi sem spurt er um. Slíkt samþykki var ekki áskilið í eldri lögum. Vátryggingafélaga er sömuleiðis óheimilt að hagnýta sér upplýsingar úr erfðarannsókn burtséð frá því hvort þær eru vátryggingartaka í hag eður ei.
Ný heildarlög um verðbréfaviðskipti og kauphallir
Ný heildarlög um verðbréfaviðskipti og kauphallir voru afgreidd þegar hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd í íslenskan rétt. Tilskipunin er gríðarlega mikilvæg enda tryggir hún íslenskum fjármálafyrirtækjum sama umhverfi og evrópsk fjármálafyrirtæki búa við.
Af öðrum málum sem viðskiptanefnd Alþingis fjallaði um má nefna aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, breytingar á lögum um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum og hækkun fjárframlaga sem eftirlitsskyldir aðilar greiða til Fjármálaeftirlitsins sem var 52% á milli ára svo eitthvað sé nefnt. Þá var viðskiptanefndin ein af fáum þingnefndum sem afgreiddi frá sér mál frá þingmanni en það mál laut að samkeppnisstöðu milli opinberra aðila og einkaaðila.
Viðskiptanefnd Alþingis kom því að mörgum málum í vetur en nefndin var sú þingnefnd sem fékk næstflest stjórnarfrumvörp inn á sitt borð. En öll þessi mál áttu það sameiginlegt að styrkja stöðu neytenda, efla fjármálamarkaðinn og hlúa að heilbrigðu atvinnuumhverfi.
18.6.2008 | 14:27
Um breytt útlendingalög
Útlendingamálin hafa stundum verið umdeild hér á landi og voru t.d. talsverðar deilur um breytingar á útlendingalögum á síðasta kjörtímabili. Eitt af síðustu verkum þingsins í vor var hins vegar að samþykkja mikilvægar breytingar á útlendingalögunum.
Í fyrsta lagi heyrir hin svokallaða 24 ára regla sögunni til. Þannig að nú hefur 24 ára aldursmarkið verið fellt úr skilgreiningu ákvæðisins á nánasta aðstandanda sem á rétt á dvalarleyfi. Verður að telja það til tíðinda enda óvenjuumdeild lagaregla þegar hún var sett.
Ofbeldi í samböndum
Í öðru lagi eru sett inn þau nýmæli að unnt verður að taka tillit til þess þegar ákvörðun er tekin um endurnýjun dvalarleyfis hvort að erlendur aðili eða barn hans hafi mátt búa við ofbeldi af hálfu innlends maka.
Miðar þessi breyting að því að fólk sem skilur vegna ofbeldis lendi ekki í því að þurfa að yfirgefa landið þrátt fyrir að forsendur leyfisins hafi brostið vegna slita á hjúskap eða sambúð. Það sjónarmið sem býr að baki þessari breytingu er að ekki skuli þvinga erlent fólk til að vera áfram í ofbeldisfullri sambúð. Það er því sérstakt fagnaðarefni að allsherjarnefnd Alþingis hafi lagt til að slíkt ákvæði yrði sett í löggjöfina.
Staða námsmanna bætt
Í þriðja lagi fá námsmenn aukið svigrúm þegar kemur að fyrstu endurnýjun dvalarleyfis en við mat á viðunandi námsárangri verður nú miðað við að útlendingur hafi a.m.k. lokið 50% af fullu námi í stað 75%. Er þannig komið til móts við þá erlendu nema sem kunna af ýmsum ástæðum að eiga erfitt með að fóta sig í náminu á fyrstu mánuðunum við nýjar aðstæður.
Í fjórða lagi er tekið tillit til ungmenna sem koma hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrir 18 ára aldur. Við 18 ára aldur standa þau frammi fyrir því að þurfa að sýna fram á sjálfstæða framfærslu þar sem ungmennið telst þá ekki lengur barn í skilningi laga. Hins vegar eru sanngirnisrök fyrir því að heimila erlendu ungmenni sem dvelur hér á landi að sýna fram á framfærslu með aðstoð foreldris. Því mun fólk nú getað endurnýjað dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, enda þótt þau teljist ekki til nánustu aðstandenda eftir að 18 ára aldursmarki er náð.
Stoð í baráttunni gegn heimilisofbeldi og mansali
Í fimmta lagi voru sett þau nýmæli að útlendingur fær ekki útgefið dvalarleyfi á grundvelli aðstandaleyfis ef fyrir liggur að væntanlegur maki hans hefur fengið dóm fyrir t.d. kynferðisbrot eða líkamsmeiðingar.
Ákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vera stoð í baráttunni gegn mansali og heimilisofbeldi. Reynslan hefur sýnt að í sumum tilvikum verða útlendingar, sem hingað koma, t.d. sem makar, að þolendum ofbeldis og misnotkunar á heimili.
Þessu tengt verður stjórnvaldi einnig heimilt að óska eftir umsögn lögreglu til að afla upplýsinga um sakaferil gestgjafa þegar metið er hvort viðkomandi fái vegabréfsáritun. Sem dæmi um upplýsingar sem hér hafa þýðingu eru upplýsingar um dæmda refsingu í ofbeldis- eða kynferðisbrotamálum, kærur til lögreglu fyrir heimilisofbeldi, nálgunarbann o.fl. Ljóst er að fleiri upplýsingar kunna að hafa þýðingu en einungis upplýsingar um dæmda refsingu sem fram koma á sakavottorði. Útlendingastofnun getur einnig búið yfir upplýsingum úr eigin tölvukerfi sem hafa þýðingu við afgreiðslu umsókna um vegabréfsáritun, t.d. þar sem gestgjafi hefur átt erlendan maka og hjúskap hefur verið slitið vegna ofbeldis í garð makans.
Á hinn bóginn er ljóst að slík synjun getur í einstökum tilvikum verið mjög íþyngjandi í samanburði við þá hættu sem er á ferðum og því er heimild til að meta hvert tilvik fyrir sig.
Tillit tekið til bótagreiðslna
Í sjötta lagi verður nú hægt við endurnýjun dvalarleyfis að taka tillit til þess að hafi framfærsla verið ótrygg um skamma hríð og útlendingur því tímabundið þegið fjárhagsaðstoð eða atvinnuleysisbætur. Hér er um að ræða undantekningu frá þeirri meginreglu laganna að það séu aðeins þeir útlendingar sem fengið hafa búsetuleyfi sem hér geta dvalist án tryggrar framfærslu.
Leyfið á nafn útlendingsins
Í sjöunda lagi er einnig vert að minnast á frumvarp frá Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, sem varð einnig að lögum á síðustu dögum þingsins, en það er um atvinnuréttindi útlendinga. Í því frumvarpi er tekið skýrt fram að atvinnuleyfi útlendings er nú gefið út á nafn útlendingsins eftir að hann er kominn til landsins og er útlendingurinn handhafi leyfisins.
Lögunum hefur því nú verið breytt frá þeirri reglu að atvinnurekandi sæki um og fái útgefið atvinnuleyfi þar sem atvinnuleyfi er nú gefið út á nafn útlendings. Þannig er atvinnurekandinn ekki eiginlegur umsækjandi um leyfið eins og verið hefur. Þessa breyting verður að telja mikilvæga réttarbót.
Það er því ljóst að nýtt þing hefur gert fjölmargar jákvæðar breytingar á útlendingalögum. Samstaða dómsmálaráðherra og þingmanna allsherjarnefndar var mikil og hafði sú samvinna grundvallarþýðingu um að þessar breytingar gætu orðið að lögum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa