Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
18.10.2008 | 09:01
IMF er málið
Æ fleiri aðilar telja að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hljóti að koma sterklega til greina á þessari stundu. Þótt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekki aðstoðað iðnríki með slíkum hætti áður, er margt sem mælir með slíkri aðstoð. Með því fengist aukinn trúverðugleiki á alþjóðavettvangi sem er gríðarlega mikilvægt á þessari stundu.
Aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum myndi tryggja fólki og fyrirtækjum eðlilegan aðgang að lánsfé og gjaldeyri og jafnframt auka líkurnar á aðstoð annarra ríkja. Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndi jafnframt tryggja greiðslumiðlunarkerfið sem er forsenda allra viðskipta. Í mínum huga er ekki ástæða til að ætla að skilyrði sjóðsins verði okkur of íþyngjandi, en auðvitað má ekki kaupa aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins of dýru verði. Núverandi ástand er hins vegar orðið ansi dýrkeypt.
Rússar vilja meiri upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 15:39
GB á að skammast sín
Skaðinn af milliríkjadeilunni við Bretland er skelfilegur, en framkoma Breta er með ólíkindum í þessu máli. Og óneitanlega vekur það athygli ef lögmenn í Bretlandi velta því fyrir sér, hvernig það fái staðist að beita lögum sem miðast gegn hryðjuverkastarfsemi gegn Íslandi.
Viðbrögð breskra yfirvalda eru gróf móðgun, sem hafa og eru til þess fallin að valda gríðarlegu tjóni. Mér er til efs að Bretar myndu leyfa sér að koma fram með þessum hætti gagnvart stærri Evrópuríkjum. Það er umhugsunarefni að hér er á ferðinni ein Natóþjóð að beita hryðjuverkalögum gegn annarri Natóþjóð.
Því miður virðist sem Gordon Brown forsætisráðherra Breta hafi leyft sér að ráðast að íslensku þjóðinni til þess að beina athyglinni frá stöðunni í Bretlandi og gagnrýni á hans störf þar í landi. Megi hann hafa skömm fyrir.
Hryðjuverkalögin skemma fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 14:23
Sammála hinum varaformanninum
Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum hefur að undanförnu komið fram í Evrópu og sagt að ástandið á fjármálamörkuðum hefði verið enn verra ef ríki þeirra hefðu ekki haft evruna. Og núna koma þeir einnig fram sem segja að það hefði verið betra að vera með evruna í stað innlends gjaldmiðils í svona ástandi eins og danski forsætisráðherrann gerir nú.
Eins og staðan er núna eru mörg brýn úrlausnarefni á borði íslenskra stjórnvalda og ekki má útiloka neitt í þeim efnum. Má þar nefna aðild Íslands að Evrópusambandinu og myntbandalaginu. Í mínum huga er augljóst að íslenskan krónan mun ekki duga okkur til framtíðar. Og við höfum einfaldlega ekki efni á að geyma spurninguna um framtíðarmynt þjóðarinnar.
Það er ekki nóg með að Íslendingar þurfi að glíma við lánsfjárkreppu eins og aðrar þjóðir því í ofanálag þurfum við að kljást við íslensku krónuna og hennar dynti. Hagsmunir Íslendinga kalla því á breytt fyrirkomulag.
Ég vil því fagna orðum varaformanns hins stjórnarflokksins í nýlegri grein þar sem hún skrifar um Evrópumálin : Hitt er ljóst að við Sjálfstæðismenn höfum ávallt sagt að stefna okkar eigi að ráðast af köldu mati á því hvar og hvernig hagsmunum Íslands er best borgið til lengri tíma. Umhverfið er nú breytt, forsendur hafa breyst. Breyttar forsendur kalla á endurnýjað hagsmunamat.
Auðvitað á spurningin um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að snúast um hagsmunamat. Er íslenskum heimilum og fyrirtækjum betur borgið með krónuna en þau væru ef við værum hluti af stærri heild og gjaldmiðli? Þetta er spurningin sem sérhver Íslendingur þarf að spyrja sig þessa dagana.
Þess vegna er það rétt sem Þorgerður Katrín segir þegar hún skrifar að umhverfið sé breytt og að breyttar forsendur kalli á endurnýjað hagsmunamat. Ef forsendurnar hafa ekki breyst undanfarna daga þá veit ég ekki hvað.
Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
13.10.2008 | 15:32
Förum í fótspor Finna
Íslendingar ganga nú í gegnum alvarlegustu kreppu í meira en öld. Kerfisbankarnir þrír hafa allir fallið á einni viku. Mörg fyrirtæki og heimili eru í hættu. Á þessari stundu er ekki víst hvernig við munum komast út úr þessari kreppu, en ég er hins vegar sannfærður um að það tekst. Innviðir íslensk samfélags eru traustir og mannauðurinn mikill. Engu að síður er ég hræddur um ástandið muni enn versna, áður en það batnar. Það mun reyna á þjóðina sem aldrei fyrr.
Stjórnvöld þurfa að mæta þeim áföllum sem venjuleg heimili og fyrirtæki eru að verða fyrir. Aukin greiðslubyrði, aukið atvinnuleysi og vaxandi verðbólga eru staðreyndir sem þarf að bregðast við og vinna gegn af fullum þunga.
Margt þarf að gera við svona aðstæður. Lækka vexti strax, fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrst inn í dæmið, skipa nýja Seðlabankastjóra til að auka trúverðugleika bankans og margt fleira.
Og við þessar aðstæður ættum við að taka frændur okkar í Finnlandi til fyrirmyndar. Þegar Finnar gengu í gegnum alvarlega kreppu á 10. áratug síðustu aldar varð niðurstaðan sú að leggja ofuráherslu á menntakerfið. Nú þegar hafa nokkrir háskólar brugðist við með því að auka framboð af menntun, en því miður lítur út fyrir að margt ungt fólk missi atvinnu sína á næstu dögum og vikum.
Bætt laun kennara og áhersla á skóla og rannsóknir áttu stærstan þátt í því að Finnar komust tiltölulega hratt upp úr þeim mikla vanda sem þeir lentu í. Aðild þeirra að ESB hjálpaði einnig mikið. Nú er rætt um finnsku leiðina og finnska undrið og staða landsins er sterk. Við verðum að muna að jafnvel í erfiðum aðstæðum eru tækifæri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa