Bloggfærslur mánaðarins, júní 2003
26.6.2003 | 11:37
Það þarf að þyngja dóma í ofbeldismálum
Fréttir af dómsniðurstöðum verða oftar en ekki tilefni umræðu og undrunar almennings. Oft er ríkt tilefni til slíks þar sem dómarastétt landsins virðist með reglulegu millibili gróflega misbjóða réttlætiskennd þjóðarinnar.
Á síðustu vikum féllu mjög umdeildir dómar sem gefa innsýn í dómskerfi Íslendinga. Með viku millibili dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að skemma umferðarmyndavél og annan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa samræði við 15 ára stúlku með ólögmætri nauðung. Vissulega er erfitt er að bera saman tvo dóma með mismunandi málsaðstæðum en þrátt fyrir það er algjörlega óskiljanlegt hvernig hægt er að komast að lokum að svo til sömu dómsniðurstöðu við að eyðileggja umferðarmyndavél ríkisins annars vegar og að neyða 15 ára barn til samræðis með ofbeldisfullum hætti hins vegar.
Dómur í svokölluðu Hafnarstrætismáli hefur ennfremur vakið mikla reiði en þar voru tveir karlmenn dæmdir í 2 og 3 ára fangelsi fyrir að verða ungum manni að bana með tilefnislausri og fólskulegri árás. Til eru dæmi um að einstaklingar hafi fengið sambærilega dóma fyrir að draga að sér fé með ólögmætum hætti.
Fjölmargir dómar í málum gegn nauðgurum hafa sömuleiðis hneykslað Íslendinga undanfarin ár fyrir óskiljanlega væga meðhöndlun dómara á slíkum glæpamönnum. Dómar í kynferðisbrotamálum gegn börnum hafa svo iðulega skilið fólk eftir orðlaust og ekki aðeins aðstandendur.
Refisramminn er alls ekki nýttur
Refsiramminn í ofbeldismálum sem leiða til dauða eða eru mjög gróf er mjög rúmur eða allt að 16 ára fangelsi. Hámarksrefsing fyrir nauðgun er einnig 16 ára fangelsi en fyrir 1992 gat nauðgun varðað ævilöngu fangelsi. Refsiramminn fyrir kynferðismök við barn er allt að 12 ára fangelsi og fyrir sifjaspell er allt að 10 ára fangelsi. Af þessum refsiheimildum sjást skýr skilaboð löggjafans til dómstólanna. Alþingi sem löggjafi setur lögin og ákveður refsiheimildir. Það er síðan dómstólanna að dæma eftir þeim lögum samkvæmt stjórnaskrá en í ofbeldis- og kynferðismálum virðist dómarastéttin staðráðin í því að líta framhjá hluta refsiheimildanna sem lögin kveða á um.
Í kjölfar mikillar umræðu um fíkniefnadóma hefur 10 ára hámarkið í slíkum málum verið fullnýtt og fyrir skemmstu var það hækkað upp í 12 ár sem einnig hefur verið nýtt. Af hverju er refsiramminn nýttur í slíkum málum en ekki í ofbeldis- og kynferðismálum sem varða talsvert meiri hagsmuni og valda iðulega miklu meira tjóni á lífi og sál þeirra sem fyrir brotunum verða?
Ein helsta röksemd þess að erfitt sé að þyngja dóma er að samræmi verði að vera á milli dóma fyrir svipaða glæpi. Með þeim rökum mun réttlætiskennd þjóðarinnar í ofbeldis- og kynferðisbrotum hins vegar aldrei vera fullnægt. Kannanir Ragnheiðar Bragadóttur, lagaprófessors, á dómum Hæstaréttar árin 1977-2002 leiddi í ljós að dómar í nauðgunarmálum hafa almennt ekki verið að þyngjast þrátt fyrir skýran vilja almennings og rúmar refsiheimildir löggjafans í þá átt.
Dómarar hunsa löggjafann og réttlætisvitund þjóðarinnar
Það er kominn tími til að dómarar landsins brjóti upp þetta óeðlilega ástand og þyngi dóma í ofbeldis- og kynferðisbrotum með markvissum hætti í samræmi við lögin. Það gengur ekki til lengdar að dómarastétt landsins hunsi með öllu bæði réttlætisvitund þjóðarinnar og skilaboð löggjafans með þeirri réttlætingu að svona hafi þetta ætíð verið.
Það er skýr lína milli löggjafar- og dómsvalds. Hins vegar höfum við séð að pólitísk umræða getur haft áhrif á dómaþróun og eru æ þyngri dómar í fíkniefnamálum dæmi um það. Að sjálfsögðu er ekki verið að mælast til þess að dómarar hlusti eingöngu á dómstól götunnar en dómarar eiga ekki að getað litið alveg framhjá breyttu viðhorfi þjóðarinnar.
Siðferðismat þjóðarinnar hefur breyst til muna á undanförnum áratugum og t.d. væri dæmt allt öðruvísi fyrir blygðunarbrot nú heldur en fyrir sama blygðunarbrot fyrir 30 árum. Eitt sinn var talið að eiginmaður gæti ekki nauðgað eiginkonu sinni og nauðgunarákvæði hegningarlaga var kynbundið þannig að það tók aðeins til kvenna. Með breyttum viðhorfum hefur þetta sem betur fer breyst.
Dómurum ber því að hlusta eftir breyttri réttlætiskennd þjóðarinnar og siðferðismati. Í öllu tali um samræmi milli dóma í svipuðum málum gleymist oft að samræmi þarf að vera milli mismunandi brotategunda að teknu tilliti til alvarleika þeirra. Þótt það komi sumum dómurum á óvart þá finnst þjóðinni það vera alvarlegri glæpur að nauðga barni en að draga að sér fé.
Réttlætið þarf að sjást
Það er ekki nóg að ná fram réttlætinu heldur þarf það einnig að sjást að réttlætinu hafi verið fullnægt. Dómar í ofbeldis- og kynferðisbrotum uppfylla hins vegar hvorugt skilyrðanna.
Vægir dómar í alvarlegum málum stuðla ekki einungis að vantrausti á einum af mikilvægustum stofnunum samfélagsins sem dómstólarnir eru heldur særa þeir réttlætiskennd einstaklinganna sem gætu freistast til þess að taka lögin í sínar eigin hendur.
Það þarf að fara fram opinská umræða um hvaða leið á að fara í refsimálum. Almenningur, stjórnmálamenn og lögfræðingar eiga að taka fullan þátt í þeirri umræðu. Réttlátir og sanngjarnir dómar eru hagsmunamál allra.
Á síðustu vikum féllu mjög umdeildir dómar sem gefa innsýn í dómskerfi Íslendinga. Með viku millibili dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að skemma umferðarmyndavél og annan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa samræði við 15 ára stúlku með ólögmætri nauðung. Vissulega er erfitt er að bera saman tvo dóma með mismunandi málsaðstæðum en þrátt fyrir það er algjörlega óskiljanlegt hvernig hægt er að komast að lokum að svo til sömu dómsniðurstöðu við að eyðileggja umferðarmyndavél ríkisins annars vegar og að neyða 15 ára barn til samræðis með ofbeldisfullum hætti hins vegar.
Dómur í svokölluðu Hafnarstrætismáli hefur ennfremur vakið mikla reiði en þar voru tveir karlmenn dæmdir í 2 og 3 ára fangelsi fyrir að verða ungum manni að bana með tilefnislausri og fólskulegri árás. Til eru dæmi um að einstaklingar hafi fengið sambærilega dóma fyrir að draga að sér fé með ólögmætum hætti.
Fjölmargir dómar í málum gegn nauðgurum hafa sömuleiðis hneykslað Íslendinga undanfarin ár fyrir óskiljanlega væga meðhöndlun dómara á slíkum glæpamönnum. Dómar í kynferðisbrotamálum gegn börnum hafa svo iðulega skilið fólk eftir orðlaust og ekki aðeins aðstandendur.
Refisramminn er alls ekki nýttur
Refsiramminn í ofbeldismálum sem leiða til dauða eða eru mjög gróf er mjög rúmur eða allt að 16 ára fangelsi. Hámarksrefsing fyrir nauðgun er einnig 16 ára fangelsi en fyrir 1992 gat nauðgun varðað ævilöngu fangelsi. Refsiramminn fyrir kynferðismök við barn er allt að 12 ára fangelsi og fyrir sifjaspell er allt að 10 ára fangelsi. Af þessum refsiheimildum sjást skýr skilaboð löggjafans til dómstólanna. Alþingi sem löggjafi setur lögin og ákveður refsiheimildir. Það er síðan dómstólanna að dæma eftir þeim lögum samkvæmt stjórnaskrá en í ofbeldis- og kynferðismálum virðist dómarastéttin staðráðin í því að líta framhjá hluta refsiheimildanna sem lögin kveða á um.
Í kjölfar mikillar umræðu um fíkniefnadóma hefur 10 ára hámarkið í slíkum málum verið fullnýtt og fyrir skemmstu var það hækkað upp í 12 ár sem einnig hefur verið nýtt. Af hverju er refsiramminn nýttur í slíkum málum en ekki í ofbeldis- og kynferðismálum sem varða talsvert meiri hagsmuni og valda iðulega miklu meira tjóni á lífi og sál þeirra sem fyrir brotunum verða?
Ein helsta röksemd þess að erfitt sé að þyngja dóma er að samræmi verði að vera á milli dóma fyrir svipaða glæpi. Með þeim rökum mun réttlætiskennd þjóðarinnar í ofbeldis- og kynferðisbrotum hins vegar aldrei vera fullnægt. Kannanir Ragnheiðar Bragadóttur, lagaprófessors, á dómum Hæstaréttar árin 1977-2002 leiddi í ljós að dómar í nauðgunarmálum hafa almennt ekki verið að þyngjast þrátt fyrir skýran vilja almennings og rúmar refsiheimildir löggjafans í þá átt.
Dómarar hunsa löggjafann og réttlætisvitund þjóðarinnar
Það er kominn tími til að dómarar landsins brjóti upp þetta óeðlilega ástand og þyngi dóma í ofbeldis- og kynferðisbrotum með markvissum hætti í samræmi við lögin. Það gengur ekki til lengdar að dómarastétt landsins hunsi með öllu bæði réttlætisvitund þjóðarinnar og skilaboð löggjafans með þeirri réttlætingu að svona hafi þetta ætíð verið.
Það er skýr lína milli löggjafar- og dómsvalds. Hins vegar höfum við séð að pólitísk umræða getur haft áhrif á dómaþróun og eru æ þyngri dómar í fíkniefnamálum dæmi um það. Að sjálfsögðu er ekki verið að mælast til þess að dómarar hlusti eingöngu á dómstól götunnar en dómarar eiga ekki að getað litið alveg framhjá breyttu viðhorfi þjóðarinnar.
Siðferðismat þjóðarinnar hefur breyst til muna á undanförnum áratugum og t.d. væri dæmt allt öðruvísi fyrir blygðunarbrot nú heldur en fyrir sama blygðunarbrot fyrir 30 árum. Eitt sinn var talið að eiginmaður gæti ekki nauðgað eiginkonu sinni og nauðgunarákvæði hegningarlaga var kynbundið þannig að það tók aðeins til kvenna. Með breyttum viðhorfum hefur þetta sem betur fer breyst.
Dómurum ber því að hlusta eftir breyttri réttlætiskennd þjóðarinnar og siðferðismati. Í öllu tali um samræmi milli dóma í svipuðum málum gleymist oft að samræmi þarf að vera milli mismunandi brotategunda að teknu tilliti til alvarleika þeirra. Þótt það komi sumum dómurum á óvart þá finnst þjóðinni það vera alvarlegri glæpur að nauðga barni en að draga að sér fé.
Réttlætið þarf að sjást
Það er ekki nóg að ná fram réttlætinu heldur þarf það einnig að sjást að réttlætinu hafi verið fullnægt. Dómar í ofbeldis- og kynferðisbrotum uppfylla hins vegar hvorugt skilyrðanna.
Vægir dómar í alvarlegum málum stuðla ekki einungis að vantrausti á einum af mikilvægustum stofnunum samfélagsins sem dómstólarnir eru heldur særa þeir réttlætiskennd einstaklinganna sem gætu freistast til þess að taka lögin í sínar eigin hendur.
Það þarf að fara fram opinská umræða um hvaða leið á að fara í refsimálum. Almenningur, stjórnmálamenn og lögfræðingar eiga að taka fullan þátt í þeirri umræðu. Réttlátir og sanngjarnir dómar eru hagsmunamál allra.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2003 | 14:27
Busi á Alþingi
Það er einkennileg tilfinning að taka sæti á Alþingi í fyrsta skiptið. Hátíðleiki í bland við spennu setur mark sitt á þingsetninguna. Það voru ekki margir að fylgjast með þingsetningunni á Austurvelli og gaf það til kynna að líklega er fólk búið að fá nóg af pólitík í bili eftir langa og harða kosningabaráttu.
Reynslan sýnir að það getur borgað sig að bjóða kórum á fundi því með því er góð mæting tryggð. Sama má e.t.v. segja um þingsetninguna og heiðursverði lögreglunnar sem raða sér í tugatali í kringum þingmennina.
Soprano´s aftur á dagskrá
Fyrsti dagurinn á þingi varð alls ekki eins og við var að búast. Starf kjörbréfanefndar sem venjulega tekur um 5 mínútur stóðu á aðra klukkustund og endaði með klofningi. Í kjölfar þess tóku við miklar umræður um álit nefndarmanna. Nýjum þingmanni kom hins vegar á óvart að einungis einn stjórnarþingmaður tók þátt í umræðunni um jafnalvarlegt mál og lögmæti kosninganna. Meira að segja nýir og ungir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sátu stilltir og prúðir og fylgdu hinni langlífu flokkslínu. Ekki glæsileg byrjun það.
Vegna hinar sögulegu umræðu um kjörbréf þingmanna varð margt öðruvísi en venja er. Hringt var upp í sjónvarp á elleftu stundu og stefnuræðu forsætisráðherra frestað um einn dag. Soprano´s var settur aftur á dagskrá svo þjóðin gæti horft á alvöru baktjaldarmakk og hasar, henni eflaust til mikils léttis.
Undirritun drengskaparheitis nýrra þingmanna er stór stund hjá hverjum busa á þingi. Hins vegar frestaðist það eins og margt annað þennan daginn. Vegna þessa héldu umboðslitlir þingmenn sínar jómfrúarræður án nokkurrar skjalfestrar hollustu við stjórnarskrána.
Reykfyllt bakherbergi
Ný kynslóð hefur nú sest á Alþingi og hafa aldrei eins margir ungir einstaklingar tekið sæti saman á Alþingi. Sú staðreynd að Framsóknarmenn eru að upplagi miðaldra hækkar reyndar meðalaldur hinna ungu þingmanna. Vonandi verða þessi kynslóðaskipti þingi og þjóð til batnaðar og frjálslynd viðhorf ungs fólks fái að leika um sali Alþingis. Þingheimur ætti að nýta tækifærið með nýju fólki og breyta úreltum starfsvenjum þar en óeðlilegur og óskilvirkur vinnutími bitnar mjög á ungu fjölskyldufólki.
Alþingi hefur lengi þótt vera furðulegur vinnustaður. Störfin þar eru undir smásjá fjölmiðla og þjóðarinnar. Almenningsálitið er sveiflukennt og lýtur oft svipuðum lögmálum og kenningin um fiðrildið í Kína sem veldur stormi í Kansas.
Í Alþingishúsinu er að finna mörg lítil hliðarherbergi en eftir einungis einn dag á Alþingi hefur tilgangur þeirra runnið upp fyrir mér. Þar eru haldnir hinir mýmörgu plottfundir sem ráða oftar en ekki úrslitum í málefnum lands og lýðs. Þetta eru hin margfrægu reykfylltu bakherbergi en á tímum tóbaksvarnarlaga hefur reykurinn vikið fyrir sódavatnsflöskum og tyggjópökkum.
Á Alþingi er tekist á um hugmyndir og lífsskoðanir. Markmið þingmanna eru ekki ólík en leiðirnar eru langt frá því að vera sambærilegar. Á Alþingi má finna allt frá grænum sósíalistum í anda liðinna tíma til harðra kapítalista sem lifa í vélrænum draumaheimi.
Enginn friður á salerninu
Þrátt fyrir tæplega 100 manna starfslið Alþingis og rúmlega 60 þingmenn fær maður þá tilfinningu að þetta sé lítið samfélag. Vinabönd verða oft tryggari milli pólitískra andstæðinga en milli flokksystkina. Flestir þingmenn eru líflegir og glaðir fyrir utan einn og einn úr ráðherraliðinu sem eru þungbúnir á svip enda dagar sumra þeirra taldir. Allir þingmenn hafa það á tilfinningunni að þeir séu sérstakir og geti gert meira gagn en aðrir en hvort þjóðin er því sammála eða ekki er allt önnur saga.
Það er gaman að vera orðinn hluti af þessu samfélagi og ég er mjög þakklátur því fólki sem kom mér þangað. Ekki skemmir það fyrir að aldrei í sögunni hefur hérlendis nokkur jafnaðarmannaflokkur verið eins stór og Samfylkingin er nú. Sú staðreynd setur ákveðinn svip á þingið enda rekst maður stöðugt á Samfylkingarfólk. Það er ekki einu sinni hægt að fara á salernið án þess að rekast á jafnaðarmann.
Reynslan sýnir að það getur borgað sig að bjóða kórum á fundi því með því er góð mæting tryggð. Sama má e.t.v. segja um þingsetninguna og heiðursverði lögreglunnar sem raða sér í tugatali í kringum þingmennina.
Soprano´s aftur á dagskrá
Fyrsti dagurinn á þingi varð alls ekki eins og við var að búast. Starf kjörbréfanefndar sem venjulega tekur um 5 mínútur stóðu á aðra klukkustund og endaði með klofningi. Í kjölfar þess tóku við miklar umræður um álit nefndarmanna. Nýjum þingmanni kom hins vegar á óvart að einungis einn stjórnarþingmaður tók þátt í umræðunni um jafnalvarlegt mál og lögmæti kosninganna. Meira að segja nýir og ungir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sátu stilltir og prúðir og fylgdu hinni langlífu flokkslínu. Ekki glæsileg byrjun það.
Vegna hinar sögulegu umræðu um kjörbréf þingmanna varð margt öðruvísi en venja er. Hringt var upp í sjónvarp á elleftu stundu og stefnuræðu forsætisráðherra frestað um einn dag. Soprano´s var settur aftur á dagskrá svo þjóðin gæti horft á alvöru baktjaldarmakk og hasar, henni eflaust til mikils léttis.
Undirritun drengskaparheitis nýrra þingmanna er stór stund hjá hverjum busa á þingi. Hins vegar frestaðist það eins og margt annað þennan daginn. Vegna þessa héldu umboðslitlir þingmenn sínar jómfrúarræður án nokkurrar skjalfestrar hollustu við stjórnarskrána.
Reykfyllt bakherbergi
Ný kynslóð hefur nú sest á Alþingi og hafa aldrei eins margir ungir einstaklingar tekið sæti saman á Alþingi. Sú staðreynd að Framsóknarmenn eru að upplagi miðaldra hækkar reyndar meðalaldur hinna ungu þingmanna. Vonandi verða þessi kynslóðaskipti þingi og þjóð til batnaðar og frjálslynd viðhorf ungs fólks fái að leika um sali Alþingis. Þingheimur ætti að nýta tækifærið með nýju fólki og breyta úreltum starfsvenjum þar en óeðlilegur og óskilvirkur vinnutími bitnar mjög á ungu fjölskyldufólki.
Alþingi hefur lengi þótt vera furðulegur vinnustaður. Störfin þar eru undir smásjá fjölmiðla og þjóðarinnar. Almenningsálitið er sveiflukennt og lýtur oft svipuðum lögmálum og kenningin um fiðrildið í Kína sem veldur stormi í Kansas.
Í Alþingishúsinu er að finna mörg lítil hliðarherbergi en eftir einungis einn dag á Alþingi hefur tilgangur þeirra runnið upp fyrir mér. Þar eru haldnir hinir mýmörgu plottfundir sem ráða oftar en ekki úrslitum í málefnum lands og lýðs. Þetta eru hin margfrægu reykfylltu bakherbergi en á tímum tóbaksvarnarlaga hefur reykurinn vikið fyrir sódavatnsflöskum og tyggjópökkum.
Á Alþingi er tekist á um hugmyndir og lífsskoðanir. Markmið þingmanna eru ekki ólík en leiðirnar eru langt frá því að vera sambærilegar. Á Alþingi má finna allt frá grænum sósíalistum í anda liðinna tíma til harðra kapítalista sem lifa í vélrænum draumaheimi.
Enginn friður á salerninu
Þrátt fyrir tæplega 100 manna starfslið Alþingis og rúmlega 60 þingmenn fær maður þá tilfinningu að þetta sé lítið samfélag. Vinabönd verða oft tryggari milli pólitískra andstæðinga en milli flokksystkina. Flestir þingmenn eru líflegir og glaðir fyrir utan einn og einn úr ráðherraliðinu sem eru þungbúnir á svip enda dagar sumra þeirra taldir. Allir þingmenn hafa það á tilfinningunni að þeir séu sérstakir og geti gert meira gagn en aðrir en hvort þjóðin er því sammála eða ekki er allt önnur saga.
Það er gaman að vera orðinn hluti af þessu samfélagi og ég er mjög þakklátur því fólki sem kom mér þangað. Ekki skemmir það fyrir að aldrei í sögunni hefur hérlendis nokkur jafnaðarmannaflokkur verið eins stór og Samfylkingin er nú. Sú staðreynd setur ákveðinn svip á þingið enda rekst maður stöðugt á Samfylkingarfólk. Það er ekki einu sinni hægt að fara á salernið án þess að rekast á jafnaðarmann.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2003 | 14:22
Sögulegur sigur Samfylkingarinnar
Samfylkingin vann sögulegan stórsigur í alþingiskosningunum. Í fyrsta skiptið í 70 ár nær annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn að fara upp fyrir 30%. Samfylkingin hefur breytt hinu pólitíska landslagi. Samfylkingin er því orðin sú kjölfesta og forystuafl í íslenskum stjórnmálum sem að var stefnt.
Til að undirstrika góðan árangur Samfylkingarinnar er Samfylkingin orðin stærsti jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum að sænska jafnaðarmannaflokkunum undanskildum.
Það eru ekki minni tíðindi að einungis munar um 2,7% stig á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokkunum á landsvísu. Í Reykjavík norður, kjördæmi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, er Samfylkingin meira að segja stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Í kosningunum árið 1999 var Sjálfstæðisflokkurinn um 17% stigum stærri en Samfylkingin í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson er því fyrsti þingmaður kjördæmisins og hefur það ekki gerst í háan herrans tíð að sá aðili komi ekki frá Sjálfstæðisflokknum.
Annars staðar á landinu er Sjálfstæðisflokkurinn einnig að tapa miklu en Samfylkingin að bæta við sig. Sjálfstæðisflokkurinn býður því afhroð hvernig sem á það er litið.
Gula spjaldið á ríkisstjórnina
Framsóknarflokkurinn er einnig í sögulegu lágmarki og er tómt mál að tala um samanburð við skoðanakannanir sem hafa verið mjög sveiflukenndar fyrir alla flokka. Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið lægra í hartnær aldarfjórðung.
Í fyrsta skiptið síðan frá lýðveldisstofnun er hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin er því að fá gula spjaldið frá kjósendum.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur aldrei verið jafn lítill og nú. Það er ekki síst Framsóknarmanna að meta þessi skilaboð kjósenda og bregðast við þeim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á afar stóran þátt í sigri Samfylkingarinnar og þótt það hafi verið á brattann að sækja fyrir hana í 5. sæti munaði einungis um 150 atkvæðum að hún kæmist inn sem þingmaður. Af þessu má draga þann lærdóm að hvert atkvæði skiptir máli þótt um sé að ræða fjölmennar alþingiskosningar.
Ný kynslóð á Alþingi
Fyrir utan óumdeildan sigur Samfylkingarinnar í kosningunum er einnig afar ánægjulegt sjá hversu mikið af ungu fólki kemst á þing. Þetta unga fólk kemur úr öllum flokkum og er ljóst að ný kynslóð mun láta að sér kveða á Alþingi Íslendinga. Alþingi hefur lengi verið eftirbátur þjóðþinga hinna Norðurlandaþjóðanna hvað varðar aldursskiptingu en fyrir þessar kosningar var enginn þingmaður undir 37 ára aldur.
Þótt aldur skiptir ekki öllu máli er ljóst að vegna hinnar óæskilegu aldursskiptingar Alþingis hafa málefni ungs fólks s.s. í mennta-, skatta- og húsnæðismálum sitið á hakanum. Nú verður breyting á.
Flestar konur hjá Samfylkingunni og mest endurnýjun
Endurnýjun þingmanna er langmest hjá Samfylkingunni og verður þriðjungur þingflokks Samfylkingar nýr á þingi. Hinn nýi þingflokkur Samfylkingarinnar hefur einna lægstan meðalaldur þingmanna. Samfylkingin hefur hæsta hlutfall kvenna í þingflokknum og nánast önnur hver þingkona á Alþingi á næsta kjörtímabili kemur úr Samfylkingunni. Vegna uppstillinga og prófkjara Sjálfstæðisflokksins biðu konur í Sjálfstæðisflokknum mikinn ósigur í þessum kosningum.
Við sem tókum þátt í kosningabaráttu Samfylkingarinnar erum afskaplega þakklát þeim sem studdu okkur í kosningunum. Kosningabaráttan hefur verið afar spennandi. Allir jafnaðarmenn geta verið mjög ánægðir með úrslitin og þá staðreynd að Samfylkingin er orðin að raunverulegu mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem kjölfesta nýrra tíma og nýrrar hugsunar.
Til að undirstrika góðan árangur Samfylkingarinnar er Samfylkingin orðin stærsti jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum að sænska jafnaðarmannaflokkunum undanskildum.
Það eru ekki minni tíðindi að einungis munar um 2,7% stig á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokkunum á landsvísu. Í Reykjavík norður, kjördæmi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, er Samfylkingin meira að segja stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Í kosningunum árið 1999 var Sjálfstæðisflokkurinn um 17% stigum stærri en Samfylkingin í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson er því fyrsti þingmaður kjördæmisins og hefur það ekki gerst í háan herrans tíð að sá aðili komi ekki frá Sjálfstæðisflokknum.
Annars staðar á landinu er Sjálfstæðisflokkurinn einnig að tapa miklu en Samfylkingin að bæta við sig. Sjálfstæðisflokkurinn býður því afhroð hvernig sem á það er litið.
Gula spjaldið á ríkisstjórnina
Framsóknarflokkurinn er einnig í sögulegu lágmarki og er tómt mál að tala um samanburð við skoðanakannanir sem hafa verið mjög sveiflukenndar fyrir alla flokka. Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið lægra í hartnær aldarfjórðung.
Í fyrsta skiptið síðan frá lýðveldisstofnun er hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin er því að fá gula spjaldið frá kjósendum.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur aldrei verið jafn lítill og nú. Það er ekki síst Framsóknarmanna að meta þessi skilaboð kjósenda og bregðast við þeim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á afar stóran þátt í sigri Samfylkingarinnar og þótt það hafi verið á brattann að sækja fyrir hana í 5. sæti munaði einungis um 150 atkvæðum að hún kæmist inn sem þingmaður. Af þessu má draga þann lærdóm að hvert atkvæði skiptir máli þótt um sé að ræða fjölmennar alþingiskosningar.
Ný kynslóð á Alþingi
Fyrir utan óumdeildan sigur Samfylkingarinnar í kosningunum er einnig afar ánægjulegt sjá hversu mikið af ungu fólki kemst á þing. Þetta unga fólk kemur úr öllum flokkum og er ljóst að ný kynslóð mun láta að sér kveða á Alþingi Íslendinga. Alþingi hefur lengi verið eftirbátur þjóðþinga hinna Norðurlandaþjóðanna hvað varðar aldursskiptingu en fyrir þessar kosningar var enginn þingmaður undir 37 ára aldur.
Þótt aldur skiptir ekki öllu máli er ljóst að vegna hinnar óæskilegu aldursskiptingar Alþingis hafa málefni ungs fólks s.s. í mennta-, skatta- og húsnæðismálum sitið á hakanum. Nú verður breyting á.
Flestar konur hjá Samfylkingunni og mest endurnýjun
Endurnýjun þingmanna er langmest hjá Samfylkingunni og verður þriðjungur þingflokks Samfylkingar nýr á þingi. Hinn nýi þingflokkur Samfylkingarinnar hefur einna lægstan meðalaldur þingmanna. Samfylkingin hefur hæsta hlutfall kvenna í þingflokknum og nánast önnur hver þingkona á Alþingi á næsta kjörtímabili kemur úr Samfylkingunni. Vegna uppstillinga og prófkjara Sjálfstæðisflokksins biðu konur í Sjálfstæðisflokknum mikinn ósigur í þessum kosningum.
Við sem tókum þátt í kosningabaráttu Samfylkingarinnar erum afskaplega þakklát þeim sem studdu okkur í kosningunum. Kosningabaráttan hefur verið afar spennandi. Allir jafnaðarmenn geta verið mjög ánægðir með úrslitin og þá staðreynd að Samfylkingin er orðin að raunverulegu mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem kjölfesta nýrra tíma og nýrrar hugsunar.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa