15.11.2008 | 16:18
Allt að gerast í Evrópumálum flokkanna
Þessi formlega opnun formanns Framsóknarflokksins á ESB aðild er mjög ánægjuleg. Í raun er hann að fylgja í fótspor þingflokksins en þetta verður þó teljast vera stefnubreyting hjá formanninum.
Það var einnig ánæjulegt að heyra í gær að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að setja Evrópumálin á dagskrá og ljúka þeirri athugun fyrir febrúarbyrjun. Þetta er mikilvægt skref.
Ég spái því að eftir þessar 10 vikur sem eru til stefnu verði Sjálfstæðisflokkurinn kominn með aðildarumsókn að Evrópusambandinu á stefnuskrá. Sú afstaða mun valda straumhvörfum í íslenskri pólitík. Afstaða Samfylkingarinna er skýr og með því að Sjálfstæðisflokkurinn opni á aðild er landslagið í íslenskum stjórnmálum gjörbreytt.
Ég hef sagt að það sé raunhæfur möguleiki á að komast í ESB innan árs en mjög skömmu eftir aðild gætum við farið í ERM II sem er í reynd nokkurs konar biðstofa fyrir evru. Innan þess samstarfs myndi Seðlabanki Evrópu hjálpa okkur að halda gengi krónunnar stöðugu þar til evran tæki við. Ég trúi því að þetta væri er hluti af lausn vandans og myndi stytta kreppuna til muna.
Guðni vill skoða ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Eru íslensk stjórnvöld ekki hæf til að stjórna peningamálum þjóðarinnar. Þarf utanaðkomandi öfl til þess?
Björn Heiðdal, 15.11.2008 kl. 17:22
Ekki veit ég hvað Samfylkingin er að gera í ríkisstjórn þegar helzta stefnumál flokksins er ekki að axla ábyrgð á stjórn landsins sjálf heldur að koma þeirri ábyrgð yfir á aðra, embættismenn Evrópusambandsins. Samfylkingin er með þessu í fyrsta lagi að lýsa því yfir að hún treysti sér ekki til þess að stjórna landinu og í annan stað að hún telji Íslendinga yfir höfuð ekki hæfa til að stjórna sér sjálfir. Fá þurfi aðra til þess. Sjálfstæðisbarátta Íslendinga (sem reyndar lauk aldrei og er enn í gangi) hafi verið mistök.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 20:58
Komdu sæll gamli
Mér finnst sorglegt hvað þú ert kappsamur að framselja fullveldi landsins.En mig langar að vita hver verða aðildarskilyrði samfylkingarinnar.
Eða vilt þú fara inn í Evrópusambandið sama hver skilyrðin eru?
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 15.11.2008 kl. 21:54
Ef fólk vill vita hvernig það er að vera aðili að ESB - þá er best að spyrja Dani. Það getur kannski líka prófað að segja dönum í leiðinni að þeir stjórni í rauninni ekki Danmörku og séu faktískt ekki "sjálfstæð þjóð"
Svo væri líka hægt að spurja þá um fiskveiðistefnuna. Danir ráða, skilst mér eftir lauslega athugun, stórum hluta fiskikvóta ESB.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.11.2008 kl. 23:31
"Það var einnig ánæjulegt að heyra í gær að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að setja Evrópumálin á dagskrá og ljúka þeirri athugun fyrir febrúarbyrjun. Þetta er mikilvægt skref."
Já og þarna inni er einnig verið að skoða kosti og galla þess að segja okkur út úr EES.
en það kallast víst ekki að setja Evrópumál á Dagskrá eða málefnaleg umræða hjá ykkur ESB sinnunum.
Ef það er ekki já og amen við trúboðinu frá Brussel þá er það ómálefnalegt.
Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 00:12
"Mér finnst sorglegt hvað þú ert kappsamur að framselja fullveldi landsins.En mig langar að vita hver verða aðildarskilyrði samfylkingarinnar.
Eða vilt þú fara inn í Evrópusambandið sama hver skilyrðin eru?"
Samkvæmt því sem Samfylkingarmenn sögðu fyrir nokkrum árum þá var framsal á auðlindum sjávar við Ísland þeir sögðu að þeir myndi ekki samþykkja. í dag er það í góðu lagi enda er þeim alveg sama um grunn atvinnuvegina. vitiði ekki að bankastarfsemi og fjármálabrask er flottasta leiðinn til að græða pening?
Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 00:15
Þetta með fiskinn sko, eg er ekki að segja að ég sé búinn að kynna mér það 100% en á þessum punkti tel ég að gert sé alltof mikið úr því dæmi.
Málið er yfirleitt lagt svona upp á Íslandi: Ekki hægt að fá undanþágu frá Sameiginlegri fiskistefnu ESB. OMG ! Missum yfirráðin etc.
Þetta segir ekkert. Maður er engu nær. Hvað er td. Sameiginleg fiskistefna ESB ? Um það vita fæstir - nema að það er eitthvað skelfilegt.
Held nefnilega að best væri að taka fiskistefnu ESB einfaldlega beint upp. Vera ekkert að baxa við undanþágu þar. Til hvers ?
Reyna frekar að fá eitthvað annarsstaðar svo sem landbúnaði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 00:40
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn verða ekki við stjórn innan skamms, og engin hætta á að nokkur samþykki þessa landsölu. Það er hyldjúp fáfræði um EU, sem skín út úr skrifum þínum, en ég skil svosem að þú viljir quick fix í þessum cold turkey eftir rússið ykkar.
Lýðskrum.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 09:14
Ég skil bara ekki þetta ESB æði. Ég er á móti ESB í flesta staði. Það væri gríðarleg mistök og della að ganga í það bandalag.
ESB er hið opinbera á sterum. Við þurfum ekki á því að halda ofan á hið mikla "hið opinbera" sem þegar er til staðar hér.
Jóhann Steinar Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 16:45
Ágúst minn - ég er....og verð.......ALLTAF .......á móti því að gangast inní ESB aðild - er alltof mikill frelsissinni til að sætta mig við að gangast undir svona bandalag. Vil ekki að einhvert samband geti sektað þjóð mína um stórfé ef við hegðum okkur ekki eins og þeim hentar.
Ég er búin að segja manninum mínum að við flytjum til USA ef við göngum inní ESB og hann samþykkti. Einnig er alveg klárt að ESB stendur vel núna en það á eftir að breytast - og mig langar ekki að sökkva með þeim - hef nóg með að kljást við eigin vandamál núna eins og er hjá flestum íslendingum þessa dagana.
Langar ekki í meira!
Svo er í þokkabót margvarað við þessu bandalagi í Biblíunni - en þeir sem vilja vita meira - endilega horfið á þátt sem heitir "Rape of Europe" sem er sýndur reglulega á Omega. Ég hef nú mis mikinn áhuga á því sem þar er sýnt og horfi með gagnrýnum augum á margt þar - en þessi þáttur er ROSA góður!!!
Guð blessi þig vinur og umvefji í öllum kringumstæðum.
Ása (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:24
Ágúst minn - ég vil sem sagt að við tökum frekar upp dollar eða norska krónu - eða höngum á íslensku krónunni - allt frekar en þetta ESB dæmi!!!
Ása (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:27
Ég tel mig vita hvað Samfylkingin er að gera í Ríkisstjórn......Þið hljótið að vera að berja nú á Geir H................ eftrir ummæli Davíðs Odds í ykkar allra garð, hann er bara að gefa skít í alla Ríkisstjórnina , líka Geir H ef hann sér það ekki, þá ætti hann að segja af sér..... ég er stollt af Össa, hann bara segir sitt, á meðan aðrir þora ekki, skil Ingibjörgu sem enn er bara hálf lasleg........ Nú skal Samf. sína í hvað henni býr....... Áfram Jóhanna....... þinn tími er núna sem aldrei fyrr enda frábær kona sem er með hreina og fulla réttlætiskennd. Kv samt á þig góði
Erna Friðriksdóttir, 19.11.2008 kl. 16:25
Ég held að bandalagssinnum veitti ekki heldur neitt af smá lestri. Ágúst Ólafur segir að þetta sé hægt innan árs en Olli Rehn framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB segir að það taki fjögur ár. Ég gæti haldið langan lestur um ESB en nenni því ekki núna. Mér sýnist þingmaðurinn illa upplýstur.
Víðir Benediktsson, 19.11.2008 kl. 21:02
Ég hef mikla trú á því að þessi spá þín ÁÓÁ gangi eftir og líka eins gott. Við höfum alltof lengi látið bjóða okkur þann óróa í fjármálum þjóðarinnar sem fylgir því að vera með ónýta örmynt. Andstaðan við ESB er að mínu mati byggð á vanþekkingu, fastheldni, ótta, þjóðrembu, misskilinni hagsmunagæslu, og gömlum upplýsingum. Þegar við förum svo að lifa í þeim veruleika sem fylgir ESB,kemur annað hljóð í strokkinn. Vertryggingin horfin, vextir eins og hjá öðrum þjóðum og stöðugleiki á öllum sviðum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2008 kl. 01:20
Vonandi göngum við í ESB sem fyrst svo að við getum lagt viskiptanefnd Alþingis niður.
Ingvar
Ingvar, 28.11.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.