IMF er málið

Æ fleiri aðilar telja að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hljóti að koma sterklega til greina á þessari stundu. Þótt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekki aðstoðað iðnríki með slíkum hætti áður, er margt sem mælir með slíkri aðstoð. Með því fengist aukinn trúverðugleiki á alþjóðavettvangi sem er gríðarlega mikilvægt á þessari stundu.

Aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum myndi tryggja fólki og fyrirtækjum eðlilegan aðgang að lánsfé og gjaldeyri og jafnframt auka líkurnar á aðstoð annarra ríkja. Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndi jafnframt tryggja greiðslumiðlunarkerfið sem er forsenda allra viðskipta. Í mínum huga er ekki ástæða til að ætla að skilyrði sjóðsins verði okkur of íþyngjandi, en auðvitað má ekki kaupa aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins of dýru verði. Núverandi ástand er hins vegar orðið ansi dýrkeypt.


mbl.is Rússar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ágúst, er ég að misskilja eitthvað eða er ekki IMF nú þegar kominn að málum? Er það ekki það ferli sem að við erum í núna, þeir greina og leggja eitthvað til (vonandi sem allra fyrst), og við tökum svo afstöðu til þess hvort að það séu leiðir sem okkur hugnast.

Er málið ekki svona statt í dag?

Baldvin Jónsson, 18.10.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Aðgerðir IMF fyrir þá sem hafa áhuga á að líta lengra en bara til áróðursmynda Zeitgeist hópsins sem heimilda, hafa verið misjafnar eftir þeim hagkerfum sem að þeir hafa aðstoðað. T.a.m. hafa þeir nú þegar veitt Íslendingum aðstoð að mér skilst tvisvar sinnum án þess að virðist að það hafi haft mikil neikvæð áhrif á þjóðina.

Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að það að skoða kostina sem þeir bjóða er ekki það sama og að afsala okkur sjálfstæði þjóðarinnar. Við einfaldlega skoðum kostina yfirvegað og tökum svo um þá ákvörðun. Feli kostirnir í sér veruleg inngrip í íslenskt þjóðlíf að þá er sjálfsagt að málið verði lagt fyrir þjóðaratkvæði.

Baldvin Jónsson, 18.10.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Merkileg þessi Samfylking sem stjórnmálaflokkur í íslenska lýðveldinu. Allt virðist alltaf betra en að vera maður sjálfur. Allt er alltaf betra en að vera Íslendingur í sjálfstæðu Íslandi. Allt er alltaf betra en að vera fullvalda og sjálfstætt ríki og standa fast í eigin lappir.

Í ljósi alls þess sem gerst hefur þá er það besta sem Íslendingar geta gert núna, og sem alltaf áður fyrr, er að ganga aftur í sig sjálfa. Að verða heilir aftur og standa í lappirnar, fast!

Það þarf alvarlega að leggja áhersluna á nýtt myntsamstarf við raunveruleikann

Evrópusambandið er ekki mynt svo það er hægt að gleyma því og IMF er engin lausn á neinu og heldur ekki öryggisráðið og heldur ekki bankaheimsveldið. Hvað með að skreppa aðeins inn í raunveruleikann Samfylking? og hætta þessu hobbýsnobbi

Sá hlær best sem síðast hlær: Deutsche Bank: kreppan verður dýpst á evrusvæði

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað klúðraðist í viðræðum við Rússa?  IMF var að myndast við að setja okkur skilyrði um að semja við Breta.  Er þá hætta á því að ríkisstjórnin skrifi undir Versalasamninga?

Sigurður Þórðarson, 18.10.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held ekki að neitt hafi klúðrast í viðræðum við Rússa. Málið er það að þeir eru frægir fyrir að standa fast á sínu og segja "njet" þangað til að þeir fá fram það sem þeir ætla sér. Þetta þekkja menn sem stóðu í samningaviðræðum við þá í denn.

Ég held að veldi Evrópuvaldins og Bandaríkjanna eigi eftir að hrynja. Þá er betra að hafa staðið í lappirnar hér heima og staðið vörð um sjálfstæðið. Ég skrifaði um hvernig mér finnst við eiga að taka á málum hér. Ef til vill finnst einhverjum þetta barnalegt, en þetta eru mínar hugmyndir samt sem áður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 15:03

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Guðlaugur, gleymdu ekki heldur fyrirhugaðri olíuleit á svæðinu. Þá er gott að eiga bandamenn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 16:14

7 identicon

Svona tal er gjörsamlega fyrir neða allar hellur, þ.e. tal núverandi varaform. Samfylkingarinnar !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:44

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála, hann vill hlaupa beint í fangið á ESB!

Guði sé lof kaus ég ekki Samfylkinguna í síðustu kosningum, einmitt vegna hrifningar hennar á Evrópusambandinu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 17:48

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hins vegar sýnist mér svo vera komið að það muni reynast óumflýjanlegt að þiggja lán frá IMF, og lílega með öllum þeim skilyrðum sem þeir munu setja. Í leiðinni afsölum við okkur sjálfsforræði okkar sem þjóðar. Vitanskuld er þetta staða sem stjórnvöld hafa komið okkur í með andvaraleysi sínu.

Of seint, of seint...

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 17:53

10 Smámynd: Atli Hermannsson.

Hárrétt mat hjá varaformanninum... einhenda sér í að ganga frá samningum við IFM og síðan beint í aðildarviðræður við ESB... ekki seinna en strax.

Atli Hermannsson., 18.10.2008 kl. 18:00

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ljóst samkvæmt þessu að Samfylkingarmenn eru hættulegri Landráðamenn, en samstarfsmenn þeirra í stjórn. Þið eigið þátt í að koma þjóðinni í þetta klúður og þið skuluð finna leið til að losa þjóðina út úr því án þess að gera hana að leiguþýi erlendra auðhringa og Glóbalista. Það er það sem þú ert að leggja til hér.

Þú talar af þvílíkri botlausri fáfræði um IMF að það er einsdæmi að sjá og ráðlegg ég þér að halda þig til hlés.

Það er sama hvar hinar pólitísku og sjálfhyglandi skækjur Samfylkingarinnar koma að. Allt er gersamlega úr tengslum við þjóðarsálina og fólkið í landinu.

Þið imynduðuð ykkur að þið gætuð potað okkur inn í öryggisráðið (án raka) og kennduð svo efnahagsástandinu um niðurlæginguna, sem hnykkti enn á þeirri sem fyrir var.

Ástæða þess að umsókn ykkar var dauðadæmd var einfaldlega yfirlýsingar utanríkisráðherra´um að taka okkur af lista hina staðföstu þjóða og gagnrýni hennar á hernaðarbrölt Ameríkana. (sem ég var sammála) Svo ímyndið þið ykkur að þið komist í öryggisráðið? Ertu að sjá firringu ykkar. Veistu yfirleitt nokkuð um hvað þú ert að þvaðra svona frá degi til dags?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 18:01

12 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ásgeir Jónsson hagfræðingur Kaupþings sagði þetta m.a. í Fréttablaðinu í dag sem ég tel til tíðinda, því hann hefur til þessa lítið viljað tjá sig um ESB.

"Það þarf að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hingað inn, ganga svo í Evrópusambandið og taka upp evru í framhaldinu. Atburðir síðustu vikna sýna að íslenska ríkið gat ekki varið fjármálakerfið
og bankana. Ef við hefðum haft evru væru að minnsta kosti einhverjir af bönkunum á lífi."

Fyrir þá sem ekki þekkja til, Þá er Ásgeir sonur Jóns Bjarnasonar Vinstri grænum. 

Atli Hermannsson., 18.10.2008 kl. 20:49

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og gerir það hann alvitran?

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 20:58

14 Smámynd: Elías Theódórsson

Hafa ESB ríkin verið okkur svo hjálpleg í þessum erfiðleikum okkar að það sé best að gefa þeim restina af landinu og miðin með í þokkabót.

Af hverju vill Samfylkingin ganga í svo náið bandalag með þessum þjóðum?

Elías Theódórsson, 18.10.2008 kl. 21:05

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Atli:

Staðreyndin er sú að alþjóðleg vaxtarstefna (international expansion strategy) íslenskra stór-banka var vanhugsuð frá upphafi því hún leiddi bankana út í þá aðstöðu sem þeir eru núna eru í. Það gat ekki orðið framhald á þessari alþjóðlegu vaxtarstefnu nema að Íslenska Lýðveldið hefði afsalað sér sjálfstæði sínu og sem svo hefði átt að gera þeim kleift að halda fast í einmitt þessa upphaflegu vanhugsuðu vaxtarstefnu. Þeir óskuðu samt eftir að geta áfram notið lágra skatta í Íslenska Lýðveldinu, vel menntaðs og atorkusams íslensks starfsfólks, og svo einnig áhugasamra fjármuna íslenskra hluthafa og fjárfestinga þeirra í íslenskum bönkum.

Selja selja selja - strax! Þetta var svo átakanlega vanhugsað að það ætti að birta þetta í einhverju tímariti um alþjóðlega stjórnun og stefnumörkun.

Hlutafé var aflað til vaxtarstefnu alþjóðlegrar bankastarfsemi sem gat ekki gengið upp nema að heil þjóð fari úr fötunum og labbi allsnakin í duftið fyrir þessa nú svo dauðu starfsemi. Er það eitthvað fleira sem bankarnir hefðu óskað eftir að íslenska þjóðin gerði?

Þessi vanhugsaða vaxtarstefna gat ekki gengið upp nema að bankarnir hefðu flutt aðalstöðvar sínar til efnahagssvæðis með hærri sköttum og stærri seðlabönkum

AF HVERJU GERÐU ÞEIR ÞAÐ ÞÁ EKKI ??

Ef ég væri prófdómari í faginu "alþjóðleg stefnumörkun & vöxtur" þá hefði ég gefið bönkunum N Ú L L í einkunn í þessu fagi.

Því fór sem fór. Það er ekki við neinn að sakast aðra en bankana sjálfa - stjórnendur bankana. Þeir keyrðu bankana útaf því að þeir völdu vitlausa vaxtastefnu fyrir fyrirtæki sitt. Því eru þeir gjaldþrota núna.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2008 kl. 00:40

16 Smámynd: Ívar Pálsson

 Ágúst Ólafur, þetta getur verið rétt:

„Aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum myndi tryggja fólki og fyrirtækjum eðlilegan aðgang að lánsfé og gjaldeyri og jafnframt auka líkurnar á aðstoð annarra ríkja“

En IMF gætir þess jafnan að löndin greiði „skuldir sínar“ og hlýtur að líta á 16-17.000 milljarða króna skuldir bankanna sem skuld íslenska ríkisins.Það má aldrei verða og því getum við ekki samþykkt komu IMF að borðinu. Allt annað er að fá þá sem ráðgjafa (ek. njósnara) eins og hingað til, en þegar þeir taka við, þá er ekki aftur snúið. Þetta er ekki eitthvert ofsóknarbrjálæði, heldur bara viðurkenndir starfshættir IMF.

Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 02:37

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ívar, hvaða kosti sérð þú aðra í stöðunni? Eigum við að halda áfram að reyna að semja við Rússa? Norðmenn? Eitthvað hefur heyrst um að þeir vilji að við látum IMF gera einhvers konar úttekt á okkur áður en þeir myndu vera tilbúnir að semja við okkur um stórt lán (man þetta ekki nógu vel). ???

Dettur þér eitthvað fleira í hug?

Einhvern tíma var ég að fabúlera um að leita hófanna við Japani, en það er varla raunhæft...eða hvað? Annar skilst manni að þeir séu þokkalega aflögufærir, en á sama tíma mjög varfærnir og litist sjálfsagt ekkert á óráðsíuna hjá okkur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 03:38

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ívar, hvað fær þig til að halda að IMF muni líta á allar skuldir bankanna, sem skuldir ríkisins? Það eru til Evrópureglur um ríkistryggingar innlána og þær ríkistryggingar ná aðeins til brots af skuldum bankanna. Ríkið skuldar ekkert annað en það, sem það var í ábyrðum fyrir.

Það á bæði við um skilyrði fyrir stuðningi IMF og inngöngu í ESB. Við vitum ekki hver þau verða öðruvísi en að sækja um. Allt tal um hver skilyrðin muni vera án þess að láta á það reyna er því skot út í loftið.

Sigurður M Grétarsson, 19.10.2008 kl. 09:15

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Greta Björg, erfiðasta lausnin er líklega sú besta til langframa, en það þarf afar sterk bein og samstöðu til þess að fara þá leið, þ.e. að neita að borga skuldir annarra. Það er nauðlending en ekki endilega brotlending.  Þá stendur ríkið skuldlítið eins og það var en mannlífið er í köku og varð það hvort eð er eftir 6. okt. sl. Lánsþörf ríkisins er þá tiltölulega lítil, amk. miðað við hinn hryllinginn. Norðmenn eru lang- líklegastir til þess að reynast okkur vel í þessu. Binding við norsku krónuna og lán án IMF hljóta þá að fást.

Sigurður M., IMF kæmi ekkert inn ef ekki væri vegna þess að skuldir bankanna teljast allt í einu skuldir ríkisins. Ríkið var ekkert í erfiðum málum, nema vegna yfirtöku á þessum ábyrgðum. IMF veit nákvæmlega hver staðan er hér, er með ráðgjafana inni á borði og eru með puttann á púlsinum. Það þarf ekkert að ræða málin við þá, þeir vita alveg hvað þeir ætla að gera ef þeir komast að kjötkötlunum, en þá er ekki aftur snúið.

Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 11:06

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er samt á því að við komumst ekki hjá því að greiða skuldina að einhverjum hluta ef við ætlum að halda viðskiptavelvild í útlöndum. Við getum ekki verið eins og virki hér úti í miðju Atlantshafi, þó svo ég hafi á vissan hátt verið að leggja það til í færslunni minni á blogginu mínu sem ég vísaði til hér í fyrra kommenti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 12:12

21 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það styttist í niðurstöðu í þessu máli, það bara verður að gera það. Ég held að því lengri tími sem líður því verr kemur Íslenska þjóðin út úr þessu.

IMF útilokar ekki lán frá Rússum eða Rússalán aðstoð frá IMF ef því er að skipta.

Aðstoð frá báðum þessum kerfum getur farið saman. Því meiri aðstoð nú því betra.  Ef annað ætti að útiloka hitt tel ég IMF aðstoðina vera sú leið sem er farsælari fyrir okkur. 

Að þiggja aðstoð frá IMF er ekki staðfesting að neinu leyti á að þjóðin vilji aðildarumræður að ESB. Það er eins og sumir tvinni þetta saman.

Kolbrún Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 14:07

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góður punktur hjá þér þarna í restina Kolbrún. Þetta álit hef ég orðið vör við líka í máli manna, sem er ekki alls kostar rétt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 15:18

23 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er áhugavert að heyra að margur hér vilja standa í lappirnar. En hvað er að standa í lappirnar?

Er það að neita kröfum breta og hollendinga í sambandi við ábyrgð á skuldum okkar?

Við rjúfum skuldbindingar okkar og kannski kemur það niður á rétti okkar til að flytja afurðir okkar út á núverandi kjörum.

Við stöndum í lappirmar og íslenskir námsmenn koma heim og hefja sauðfjárbúskap ofantíl í Jökuldal, í Sumarhúsum, eða hefja selnytjar á Hornströndum.

Kannski er ég ekki fyndinn, en hvaða kosti eigum við?

Við eigum að standa í lappirnar, en verðum við ekki að semja um uppgjör margra flókinna mála við viðskiptaþjóðir okkar?

Mér finnst virðing okkar hafa beðið hnekki og gjaldmiðillinn líka.

En eigum að steyta hnefann og bölva? Er það málið?

Jón Halldór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 22:32

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég verð að segja að mér líst mjög vel á lán frá Norðurlöndunum og Japan, eins og rætt er um núna, eftir að IMF lánið er í höfn.

Allar þessar þjóðir held ég að séu taldar vandar að virðingu sinni, svo maður taki þetta nú á siðfræðinni, þannig að lán frá þessum þjóðum myndi veita okkur plúsa í viðbót við þann sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitir okkur. Ekki veitir af, núna þegar við erum á núllinu, svo að segja.

Síðan væri gott að fara í ESB umræðuna af krafti fram að næstu kosningum, svo fólk sé þegar þar að kemur reiðubúið að gera upp hug sinn í því efni og styðja þann flokk sem því líst best á.

Heyrirðu það, Ágúst?

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:15

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Varðandi það sem Jón segir þá er mín trú að við eigum að efla vinsamleg samskipti við útlönd, og þá fyrst og fremst við hin Noðurlöndin (auðvitað önnur lönd líka) - en að á sama tíma eigum við að styrkja stoðir okkar innanlands og reyna að verða sem mest sjálfbær sem kostur er. Þetta segi ég fyrst og fremst vegna þess að ég tel betra að vera vel undirbúin ef svo skelfilega færi að alheimskreppa yrði staðreynd.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:22

26 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það vill svo vel til að það býr fólk á ofanverðum Jökuldal og stundar sauðfjárbúskap. Er eitthvað að því?

Víðir Benediktsson, 22.10.2008 kl. 22:16

27 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ef satt skal segja TEL ÉG EKKI  AÐ ÉG. Já ÉG eða mín fjölskylda höfum komið okkur í þetta ástand sem að ríkir í þjóðfélaginu í dag.    Það er svo oft sagt við komum okkur í þetta ástand,   VIÐ lifðum í góðæri.  Ég fann ekki fyrir nokkuru góðæri , aldrei,   það er hér streðað og púlað fyrir lúsarlaunum , miða við vinnu,  til að borga þær skuldbindingar sem að ég hef tekið að mér og ég stend við þær.  Ætla mér ekki að fara að borga skuldir fyrir aðra, ég vil ekki trúa því að vextir hækki og hækki svo hver fjölskyldan á fætur annari fari á hausin.     Áður en það gerist verður Ríkisstj að taka í taumana.        Sjálfst fl hefur setið í góðærinu í 17 ár, alltaf í meirihluta,   á ég ekki rétt á því að þeir komi mér  og öðrum út úr þessari krísu ???

Hvað fins ykkur ??????

Erna Friðriksdóttir, 24.10.2008 kl. 13:05

28 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Heyr, heyr, Björn. Ég er alveg sammála þér. En afhverju má þá ekki tala við Norðmenn???? Því ekki að taka upp norskukrónuna?? ER það eitthvað verra en að taka upp evruna?? Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Er verra að Norðmenn, ríkji hér og hafi sameiginlegan ráðstöfunarrétt með auðlyndum okkar eða alla Evrópu???? Ég veit það ekki, en mér lýst betur á norska skostinn. En þetta er persónuleg skoðun mín.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband