16.10.2008 | 15:39
GB á að skammast sín
Skaðinn af milliríkjadeilunni við Bretland er skelfilegur, en framkoma Breta er með ólíkindum í þessu máli. Og óneitanlega vekur það athygli ef lögmenn í Bretlandi velta því fyrir sér, hvernig það fái staðist að beita lögum sem miðast gegn hryðjuverkastarfsemi gegn Íslandi.
Viðbrögð breskra yfirvalda eru gróf móðgun, sem hafa og eru til þess fallin að valda gríðarlegu tjóni. Mér er til efs að Bretar myndu leyfa sér að koma fram með þessum hætti gagnvart stærri Evrópuríkjum. Það er umhugsunarefni að hér er á ferðinni ein Natóþjóð að beita hryðjuverkalögum gegn annarri Natóþjóð.
Því miður virðist sem Gordon Brown forsætisráðherra Breta hafi leyft sér að ráðast að íslensku þjóðinni til þess að beina athyglinni frá stöðunni í Bretlandi og gagnrýni á hans störf þar í landi. Megi hann hafa skömm fyrir.
![]() |
Hryðjuverkalögin skemma fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Herra Brúnn er of siðlaus og heimskur til þess að skammast sin og hann er bara á fullu að veiða í grugguðu vatni.
Heidi Strand, 16.10.2008 kl. 15:50
Hjartanlega sammála.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.10.2008 kl. 16:00
Já manni finnst þetta hálf furðuleg ákvörðun.
Sporðdrekinn, 16.10.2008 kl. 16:02
Samkvæmt þessum fréttum eru þessi lög ennþá í gildi á Landsbankann sem Gordon Brown skilgreinir sem Anti-terrorism og vill engu að síður lána þessum hryðjuverkamönnum 100 milljónir punda ... uhhhhhhh ? hver vill lána "hryðjuverkamönnum" peninga ? Gordon Brown er búinn að fremja landráð gagnvart Bretlandi, hvorki meira né minna! minni enn og aftur á mína skoðun um þetta mál hérna
Sævar Einarsson, 16.10.2008 kl. 16:07
Afar sorglegt hvernig komið er.
Marinó Már Marinósson, 16.10.2008 kl. 16:14
Öll hegðun á sér forsendur, sem oftast er erfitt að greina. Það er ljóst að í vinstri-armi Verkamannaflokksins hefur lengi kraumað hatur í garð Íslendinga. Ástæðuna má rekja til Þorskastríðanna 1948 - 1976. Deilur um fiskimiðin við Ísland hafa þó staðið all frá því að við eignuðumst togara, til að sækja á dýpri mið, um 1900.
Við Íslendingar höfum litið þessar deilur öðrum augum en Bretar, hugsanlega vegna þess að við sigruðum í átökunum. Bretar hafa hins vegar aldreigi fyrirgefið okkur og við sjáum núna, að þeir hafa beðið eftir tækifæri til hefnda. Þeir Gordon Brown (Stalínisti) og Alistair Darling (Trotskyisti) sáu tækifærið í upphafi lausafjárkreppunnar og unnu skipulega að áætlun um að ná fiskimiðunum í framhaldi af henni.
Þeirra fyrsta verk var að einangra okkur fjárhagslega. Liður í þeirri einangrun var að leggja hart að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, að veita okkur enga aðstoð. Um þetta mun hafa verið samið á fundi Paulson og Brown/Darling í byrjun Júlí þetta ár. Fundurinn var haldinn í London.
Afleiðingar samkomulags Paulson við Bretana birtist fyrst þegar Norðurlöndin gerðu gjaldeyrisskipta-samning við Bandaríkin 24.september 2008. Að kröfu Breta var Ísland undanskilið, þrátt fyrir mótmæli Norðurlandanna. Á þessum tímapunkti mátti vera ljóst að Ísland yrði knésett.
Markmið Bretanna er að ganga þannig frá Íslendskum efnahag, að við munum koma krjúpandi til EB og biðja um aðild. Þar með munu Bretar fá fullan aðgang að fiskimiðunum við Ísland og hafa hefnt fyrir niðurlæginguna í Þorskastríðunum. Því miður er þeim að takast þetta markmið sitt.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.10.2008 kl. 17:25
Athyglisverð kenning hjá Lofti. Það getur verið dýrt spaug að sitja uppi með prakkarastrik þessa herskáa forsætisráðherra Breta.
Bretar hafa oft farið í umdeildar herferðir og oft hafa smáaþjóðir og jafnvel gömul menningarríki á borð við Indland og Kína orðið fyrir barðinu á þeim. Í gærkveldi ritaði eg dálítið yfirlit um þessi mál á slóðinni:
http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/675548/
Nú dugar sennilega ekkert annað en málsóknir gegn þessari lögleysu og mannréttindabrotum gagnvart Íslendingum. Hvaða þjóð ætli verði næst á dagskrá hjá þessum voðalega forsætisráðherra í Downingsstræti 10 í Lúndúnum?
Eldri drengurinn minn missti herbergi í vikunni vegna þjóðernis síns. Hann er í framhaldsnámi erlendis. Hann hefur útvegað sér annað herbergi sem kostar hann tæplega 100 evrum meira á mánuði. Dýr verður Gordon Brown.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.10.2008 kl. 18:32
Alveg sammála, mér alveg býður við þeim völdum sem þessi maður hefur, og líka hvað hann er orðinn vinsæll hjá mörgum úti
Bestu kveðjur,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 16.10.2008 kl. 18:39
Sumir eiga sjálfsagt erfitt með að kyngja þeirri fullyrðingu minni, að sumir Bretar (vinstri-kratar) hafi borið haturshug til okkar allt frá Þorskastríðunum. Er samt hægt að draga aðra ályktun, þegar gamalt krata-svín eins og Roy Hattersley (fæddur 1932 og því eldri en ég !) sér sig knúinn til að senda okkur tóninn.
Þann 11.október síðastliðinn birti komma-hornið The Guardian hatursgrein eftir Hattersley. Ég tel vafalaust að þessi ritgerð endurspegli viðhorf félaga hans í vinstri-armi Verkamanna-flokksins. Hatur þeirra á Íslendingum er staðreynd sem við verðum að skilja, til að öll atburðarás undanfarandi daga verði vitræn. Hér geta menn fundið þessa dæmafáu ritsmíð:
http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/oct/11/iceland-foreignpolicy
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.10.2008 kl. 21:05
Ég er sammála þér Ágúst Ólafur að Gordon Brown kom ekki fram af fagmennsku þarna - það var engin ástæða til að bregðast við með svona öfga hörku sem hann valdi.
Ása (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:41
Ágúst, getur ekki verið að Dr. Brown hafi efnislegar ástæður til að efast um heilindi Íslendinga? Kannski að Seðlabanki Íslands hafi einfaldlega beðið breska fjármálaráðuneytið um að hægja á íslenskum "viðskiptum".
Blákalt mat segir mér að meiri líkur séu á áhugamennsku og barnalegri græðgi hjá okkur sem eru eins og tvær blokkir í Manchester.
Bjarni G. P. Hjarðar, 16.10.2008 kl. 23:31
Ég held að Ágúst Ólafur sé að greina stöðuna hárrétt.
Því miður.
Það er ekki góður endir á pólitískum ferli þesa manns að laggjast í þessa stíu. Er hann búinn að vera á toppnum í pólitík álíka lengi og Davíð? Tilviljun?
Jón Halldór Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 23:49
Afneitum þingmanna í dag á staðreyndum minnir óþægilega á afneitun margra þegar útrásin fór að súrna og aðvaranir bárust alls staðar að. Eins og nú þegar menn segja að Bretar séu í pólitískum leik sem er auðvitað ekki rétt, menn gáfu allskonar skýringar á gagnrýni á atferli útrásargreifanna. Blásið var á heiðarlega og faglega gagnrýni sögð gjarnan vera byggð á annarlegum hvötum.
Ágúst skoðaðu neyðarlögin vegna gjaldþrot bankanna sem ívilnuðu íslenskum aðilum sérstaklega.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 17.10.2008 kl. 01:01
Ég er hræddur um að bretar eigi eftir að sjá eftir þessu. Þetta er sannkallað óhæfuverk sem við munum sækja á þá með fyrir dómi.
En við erum svo sem ekki hvítþvegin heldur og hefðum betur gætt að byrjun þessa máls og því sem ég kalla síendurteknar vondar ákvarðanir hver á eftir annarri.
Ég held að þér hljóti að þykja ESB ályktunin vonbrigði og ekki í anda þeirra sem vilja ESB aðild eins og þú. Þarna er engan alvöru vinskap að finna þessa stundina.
Ég held að erfiðleikarnir séu bara rétt að byrja og það verður talsvert mál að halda sumu fólki gangandi sem áttu ekkert of mikið fyrir.
Samsæriskenningar Lofts eru umhugsunarverðar, ekkert er þó hægt að fullyrða þar nema með beinhörðum sönnunum.Haukur Nikulásson, 17.10.2008 kl. 07:44
Eina ástæðan fyrir því að þeim tekst að halda okkur enn í þessari fjárhagskví með anti terrorista lögum er að því við erum ekki í ESB. Ef við hefðum verið í ESB hefði væntanlega ekki nema þurft eitt símtal frá Geir Haarde til Barroso til að afturkalla þennan fáránlega stimpil á okkur.
Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 08:43
Sammála síðasta ræðumanni.
Heidi Strand, 17.10.2008 kl. 10:50
Það eru nú so margir sem ættu að skammast sín.
En heldurðu nokkuð Ágúst Ólafur að þessi kreppa stoppi nýju leigubílalögin sem þú ert að láta senda í gegnum þingið fyrir hann Einar bróður þinn?
Vona ekki því Ísland þarf tvímælalaust snillinga á borð við hann til að koma hlutunum í gang hérna aftur.
Nostradamus, 17.10.2008 kl. 14:22
Ég er sammmála hverju orði.
Með kveðju
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 15:11
Nú herma síðustu fréttir að breski ríkissjóðurinn þurfi að hlaupa undir bagga hjá íbúum Manar, eyjunnar á Írlandshafi. Allt benti til þess að innistæður hjá Kaupþingi hefðu verið nánast gulltryggðar en eftir að Brown beitti Íslendinga hermdarverkalögunum sem felldi Kaupþingbanka, þá er eftir litlui að slægjast þar. Svona getur skrattinn elt skottið á sjálfum sér!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.