Að hitta naglann á höfuðið

Mikið var Jónas H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri, kjarnyrtur í Silfri Egils. Hann hitti naglann á höfuðið þegar kom að Evrópumálunum þar sem hann leiddi fram hið augljósa að það sé tómt mál að þrátta um hugsanlega ESB aðild án þess að hafa staðreyndir málsins algjörlega á hreinu. Það myndi ekki gerast fyrr en í aðildarviðræðum, fyrst þá gæti íslenska þjóðin vitað með vissi hverjir kostirnir eru.

Hann nálgaðist málum að mér fannst með mjög skynsamlegum hætti og lagði á það áherslu að hann væri í sjálfu sér ekki tala fyrir aðild, heldur fyrir aðildarviðræðum. En jafnframt fannst mér áhugavert að sjá hann velta því upp hverju aðildarþjóðir myndu svara yrðu þær spurðar að því hvort þær hefðu samið af sér fullveldi. Því fer auðvitað víðsfjarri að þjóðirnar svari því játandi og ég er því fyllilega sammála að vel má halda því fram að í aðild felist jafnvel aukið fullveldi, fullgild þátttaka í alþjóðlegu samfélagi.
 
Þá var fróðlegt að heyra Jónas fjalla um efnahagsmálin en þekking hans á því sviðinu óumdeild. Hann talaði mannamál og sagði að samhæfingu og samræmingu milli ríkis og Seðlabanka hafi lengi skort. Undir það er hægt að taka.

Annars leiddi þetta viðtal huga minn að þeirri staðreynd hversu sjaldgæft er að fjölmiðlar leita til eldri kynslóða þegar kemur að álitsgjöf á þjóðmálum. Manni finnst eins og viðmælendur í erlendum fjölmiðlum séu oft eldri en hér heima og með góðu viðtali Egils Helgasonar við Jónas sást glögglega að yfirsýn og mikil þekking viðmælandans skein í gegn.

Í erlendum fjölmiðlum tekur maður einnig eftir að fjölmiðlafólkið sjálft er mun eldra en við þekkjum hér á landi og hugsanlega á það sinn þátt í þessari stöðu.  Auðvitað er heilmikill fengur og viska á meðal þeirra sem eldri eru og það er synd að það fær ekki oftar að njóta sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: haraldurhar

   Sammála og þá sérstaklega er hann fjallaði um peningamálastefnuna, og ættir þú nú að hafa dug í þér, sem varaformaður samfylkingarnar að hreinsa út úr Seðlabankanum. Þú og þinn flokkur er ekki trausis verður, ef þið sýnið ekki þann manndóm að standa við kostningarloforð ykkar um afnám eftirlaunalagana, og láta af þeim leiða ósið, að ráða í stöður og ráð fólk eftir flokksskýriteinum, fremur en kunnáttu.  Standið í lappirnar og ráðið í stöðu forstjóra Landsvirkjunar mann er hefur til þess menntun og reynslu, en ekki einhver afdankaðan stjórnmálamann, því við höfum einfaldlega ekki efni á slíku rugli.

haraldurhar, 7.9.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er alveg rétt hjá Jónasi Haralz að öll fyrrverandi myntbandalög og myntsamvinna reyndust þjóðinni illa og voru ófær. Sama gilti einnig fyrir aðrar þjóðir. Ísland fór fyrst að efnast svo um munaði þegar þeir fengu í hendurnar óskorin umráð yfir eigin peninga- og myntmálum þjóðarinnar ásamt óskornu fullveldi. Já, þetta er staðreynd.

Eigi að síður leggur Jónas Haralz ekki dul á að hann álítur að þjóðin eigi að feta þessa grýttu götu aftur og sem einnig mun þýða að fullveldi þjóðarinnar muni verða skert aftur. Einu sinni enn! Þetta er því ansi merkileg ályktun Jónasar og þá sérstaklega skoðuð í ljósi sögu Íslands sem fyrrverandi nýlenda annarra ríkja og ofurmáttarvalda.

Ef þér finnst efnahagsmálin erfið á Íslandi prófaðu þá harkfarir Evrópusambandsins og þú munt hreinlega öskra á smá verðbólgu aftur, því hér stendur flest á barmi hengiflugs á komandi árum:

1) ESB alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Ísland og Bandaríkin, hvert einasta ár

2) 30% gengisfall evru 1999-2001

3) 10% atvinnuleysi áratugum saman

4) Skattar í ESB komnir í 40% hlutfall landsframleiðslu

5) Einn versti hagvöxtur í hinum iðnvædda heimi í heilan áratug

6) Evran er að falla að nýju, núna 11% á aðeins sex vikum og mun falla 30% í viðbót

7) Húsnæðismarkaðir munu nú falla um 30-40% á komandi árum og valda öngþveiti í efnahagsmálum ESB og sem er alls óvíst að myntbandalagið munu standast

8) Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er núna 15% og sumstaðar 28%

9) 60% af evrusvæði hefur haft lélegasta hagvöxt allra landa í OECD síðastliðin 14 ár.

Kveðjur úr himnaríki efnahagsmála Evrópusambandsins

Stöðugleikur ESB 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Seðlabanki Þýskaland missti marks í 50% tilvika um verðbólgumarkmið sín frá 1980-1999 eða á 20 ára tímabili, German Bundesbank annual target ranges missed around fifty percent of the time in Germany in the 1980s and 1990s. Menn munu þrátt fyrir þetta varla ásaka þýska seðlabankann um lélega framkvæmd peningastefnunnar, er það?

Seðlabanki evru, ECB, er búinn að missa marks verðbólgumarkmiða sinna undanfarna 10 mánuði og mun gera það við allar næstu 10 stýrivaxtaákvarðanir næstu 24 mánuðina. Eins og er þá er verðbólga næstum 100% yfir markmiðum ECB. Og allir vita að hin ofurþunga og verðtryggða framfærslubyrði ríkisins í mörgum, og stærstu, evrulöndum þolir ENGA verðbólgu án skelfilegra afleiðinga fyrir ríkisfjármál þessara ríkja. Þetta mun þýða skattahækkanir inn um bakdyrnar því löndin megna ekki lengur að skapa hagvöxt. Þeir hafa ekki verið að byggja virkjanir hér í ESB, eða fjárfesta í heilum nýjum atvinnugreinum, ef einhver skyldi halda það. Nei svo gott er það ekki. Það er hinsvegar evran sem er sökudólgurinn hér því hún firrir ríkisstjórnir og seðlabanka aðildarríkjanna allri ábyrgð. Afleiðingarnar eru núll vöxtur og engar framfarir og eilíf barátta við vindmyllur í gegnum ömurlegar aðgerðir í ríkisfjármálum sem svo aftur tryggir algera stöðnum (oft nefnd stöðugleiki). Á meðan hlær Sviss og Noregur og Ísland og þýtur framúr ESB í ríkidæmi.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hafi ég tekið rétt eftir þá ræddi Jónas Haralz eitthvað um framhald á stóriðjudraumnum við núverandi ástand og leyfði sér að efast!

Einhverra hluta vegna virðast afar fáir leggja nokkuð upp úr þeim orðum hans.

Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Árni. Þetta er byrjunin á stöðugleikaferlinu inn í ESB. það hefst alltaf svona. Að gera ekki neitt. Tillaga Jónasar Haralz er því að Ísland gangi inn í hina stóru og fjölmennu biðstofu Evrópusambandsins og hætti við að varðveita það efnahagslega frelsi sem þjóðin skaffaði sér eftir harða og langa baráttu í ánauð undir nýlendustjórn ofurveldis annarra, og hætti að framkvæma. En það er einmitt þetta sem aðild að Evrópusambandinu mun leiða Ísland inn í. Leiða þjóðina Inn í hina stóru biðstofu ESB. Öll 15 evru-löndin eru þarna inni að bíða ennþá. Þau eru að bíða eftir að kraftaverkin muni hefjast. Bíða eftir að þau fari að fá þann hagvöxt og ávinning i efnahagsmálum sem aðildin Evrópusambandinu og myntsvæðinu lofaði þeim.

En nei, í staðinn hefur evrusvæði verið á botni hagvaxtar allra þeirra 30 landa sem eru með í OECD. En biðin verður löng og þegar löndin loksins munu verða þreytt á biðinni þá munu þau uppgötva að þeirra eigin vöðvar frelsisins eru orðnir svo visnir að þeir eru orðnir lamaðir og alls ófærar um að vinna þessum löndunum til eigin framdráttar. Vandamálið við frelsið er nefnilega það að það verður að iðka það af krafti og það er ekki hægt í faðmi ósjálfstæðis evru og ESB.

Þetta erum við byrjuð að sjá hérna í evrópusambandinu fyrir löngu, og þetta kom til dæmis átakanlega vel í ljós við gjaldþrot Roskilde Bank í síðustu viku, þar sem menn ásökuðu seðlabanka Danmerkur um að hafa notað evru-bindinguna sem afsökun fyrir að hafa ekki aðhafst neitt Danmörku til framdráttar, því ekki var hægt að láta þennan hlutfallslega litla banka rúlla á hausinn eins og hann hefði átt að fá að gera, því það hefði jú ógnað myntbandinu. Það munu koma fullt að svona dæmum á næstunni hér í ESB því við erum á barmi hengiflugs efnahagsmála ESB því 30-40% verðfall á mörgum húsnæðismörkuðum ESB mun varpa ESB inn í sína stærstu kreppu frá upphafi. Þetta er einungis byrjunin. ECB mun svo horfa tómum augum á hamfarirnar.

Það ber því að líta burt frá tillögum Jónasar Haralz því hann hefur nefnilega svo rétt fyrir sér. Öll fyrrverandi myntbandalög og myntsamvinna reyndust þjóðinni illa og voru ófær. Sama gilti einnig fyrir aðrar þjóðir. Ísland fór fyrst að efnast svo um munaði þegar Ísland fékk í hendurnar óskorin umráð yfir eigin peninga- og myntmálum þjóðarinnar ásamt óskornu fullveldi og full yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar. Já, þetta er staðreynd sem menn ættu ekki að gleyma í hita leiksins - sérstaklega á þessum viðsjárverðu tímum.

Eigi að síður leggur Jónas Haralz ekki dul á að hann álítur að þjóðin eigi að feta þessa grýttu götu aftur og sem einnig mun þýða að fullveldi þjóðarinnar muni verða skert aftur. EINU SINNI ENN! Þetta er því ansi merkileg ályktun Jónasar og þá sérstaklega skoðuð í ljósi sögu Íslands sem fyrrverandi nýlenda annarra ríkja og ofurmáttarvalda. Heimurinn verður aldrei fullkominn og stöðugur, það er eins gott að horfast í augu við það strax.

Því ber að horfa burt frá þessum hugleiðingum - og kýla áfram á uppbygginu landsins í stað þess að leggjast fyrir inni á biðstofu Evrópusambandsins. Gefa þarf bensínið í - og harma járnið áfram! Eins og IMF (alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) segir: framtíðarhorfur Íslands eru öfundsverðar. Og þeir áttu hér ekki við tilveru Íslands inni í biðsal Evrópusambandsins - í óendanlegri bið eftir engu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2008 kl. 23:44

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir með ykkur að þetta viðtal er afar merkilegt og við ættum kannski oftar að hlusta á þá sem hafa reynsluna og mikla þekkingu, eins og hann Jónas.

Árni vekur hér réttilega athygli á því sem hann sagði um stóriðju og mér finnst það einmitt merkilegt. 

Jón Halldór Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband