27.2.2008 | 11:09
Listi yfir nokkur verk ríkisstjórnarinnar
Það er fróðlegt að velta því fyrir sér hverju ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á tæpu ári hefur áorkað eða ákveðið að gera. Neðangreindur listi ætti að gefa einhverja hugmynd um það en auðvitað er svona listi ekki tæmandi og enn er margt ógert.
1. Skattleysismörkin hækkuð um 20.000 krónur fyrir utan verðlagshækkanir
2. Skerðing tryggingabóta vegna tekna maka afnumin
3. Afnám 24 ára reglunnar í útlendingalögunum
4. Afnám komugjalda á heilsugæslu fyrir börn
5. Skerðingarmörk barnabóta hækkuð um 50%
6. Hámark húsaleigubóta hækkað um 50%
7. Eignaskerðingarmörk vaxtabóta hækkuð um 35%
8. Stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur
9. Stórbætt kerfi fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra
10. Breytt tekjuviðmið í fæðingarorlofslögunum
11. Ný jafnréttislög sett
12. Fyrsta aðgerðaráætlun fyrir börn samþykkt - Unga Ísland samþykkt
13. Húsnæðissparnaðarkerfi með skattafrádrætti fyrir 35 ára og yngri
14. Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga að fullu afnumin.
15. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára hækkað í 100 þúsund krónur á mánuði
16. Dregið verður úr of- og vangreiðslum tryggingabóta
17. Vasapeningar vistmanna á stofnunum hækkaðir um 30%
18. Ellilífeyrisþegar verði tryggt að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði
19. Aðgerðir sem skila öryrkjum sambærilegum ávinningi verða undirbúnar í tengslum við starf framkvæmdanefndar um örorkumat og starfsendurhæfingu.
20. Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignasparnaðar afnumin
21. Námslánakerfið verður yfirfarið með aukið jafnræði að markmiði
22. Skattar á fyrirtæki lækkaðir
23. Atvinnuleysisbætur verða tryggðar hækkun
24. Framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu aukin
25. Þreföldun á fjármagni í heimahjúkrun á þremur árum
26. Skoðað hvort lágmarksframfærsluviðmið verði sett í almannatryggingarkerfið
27. 50% aukning á fjármagni í Fjármálaeftirlitið á milli ára
28. 60% aukning á fjármagni í Samkeppniseftirlitið á 2 árum
29. 25% aukning á fjármagni í Umboðsmann Alþingis á milli ára
30. Fjárframlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tryggð á fjárlögum
31. Aðgerðir gegn kynbundnum launamun boðaðar
32. Ýtt undir nýja atvinnulífið m.a. með umhverfisvænum en orkufrekum iðnaði
33. Hafin vinna við rammaætlun um umhverfisvernd
34. Tæplega helmingsaukning á fjármagni til samgöngumála milli ára
35. 40 milljarða króna afgangur af ríkissjóði af fyrstu fjárlögunum sem Samfylkingin á aðild að.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Sæll, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar
32. Ýtt undir nýja atvinnulífið m.a. með umhverfisvænum en orkufrekum iðnaði.
Stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálu er að auka útblástur á CO2.
Það hefur komið fram bæði í orði og riti hjá iðnaðraráð herra og umhverfisráðherra.
Sýni þér dæmi frá fræustu sérfræðingum í umhverfis málum
Fróðleikur um losun Co2 og áhrif þess á umhverfið.
Getur einhver annað ríki sparað mannkyninu 5-falda núverandi losun sína? Við verðum að muna að það er heimslosunin ein sem skiptir máli fyrir gróðurhúsaáhrifin. Ekki hvar í
heiminum hún á sér stað.
Þetta kemur greinilega fram bæði í Stern-skýrslunni og IPCC-skýrslunni og svo öðrum skýrslum og viðurkenndum rannsóknum sem lúta að sparnaði á CO2.
Það hljóta allir skynsamir menn að sjá.
Skynsömum mönnum getur skjátlast en þeir viðurkenna mistök sín ef þeim skjátlaðist, ef þeir eru skynsamir. Ég vona að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra og þingmenn séu allir skynsamir menn og vinni þjóð sinni og heimsbyggðinni til heilla og skoða málin án þessa að láta einkapólitísk sjónarmið og pólitíska hugsun ráða ferðinni og fari að skoða umhverfismál á hnattranavísu ekki pólitíska eins og VG og Samfylkingin hafa gert hingað til og þar með ekki hugsað að verndun andrúmsloftsins heldur frekar unnið gegn henni.
Ísland er ekki eyland í umhverfismálum.
Pólitískar vinsældaveiðar og lítt vísindalegar skoðanir sem nú eru efst á baugi mega ekki ráða ferðinni til að fá klapp á öxlina og X á kjörselinn það eru svik bæði við náttúruna og þær kynslóðir sem á eftir okkur koma..
Íslendingar geta lagt stærri skerf af mörkum í baráttunni við þá vá sem öllu mannkyni stafar af gróðurhúsavandanum. Framlag okkar Íslendinga er að hafa þessa vinnslu hér á landi . Og við þurfum samt ekkert að óttast að eiga ekki aðgang að ósnortinni náttúru!
Þetta sýnir hvílík endaleysa það er að taka álvinnslu á Íslandi með í Kyoto-bókunina; starfsemi sem stuðlar að markmiði bókunarinnar en vinnur ekki gegn henni! Álvinnsla á Íslandi á ekki heima þar inni. Hvers vegna er flugumferð á Íslandi ekki þar inni og ferðariðnaðurinn sem er stærsta stóriðja íslands og mesti mengunarvaldurinn. Ferðaiðnaðurinn á Íslandi losar um 4.0 milljón tonn,af CO2, eins og 16 álver af þeirri stærða gráðu sem hér er.
Heimildaskrá:
Center for the Study of Carbon Dioxide and Global Chang
http://www.Co2science.org
http://www.world-aluminium.org/Home
http://en.wikipedia.org/wiki/Stern_Review
http://www.world-aluminium.org/
http://www.azom.com/materials.asp
http://www.eaa.net/eaa/index.jsp
http://search.treasury.gov.uk/search?p=Q&ts=treasury&mainresult=mt_mainresult_yes&w=Stern+Review
http://search.unfccc.int/query.html?col=fccc&qt=aluminium
http://search.unfccc.int/query.html?col=fccc&charset=iso-8859-1&ht=0&qp=&qt=IPCC&qs=&qc=&pw=90%25&ws=1&la=en&qm=0&st=1&nh=10&lk=1&rf=2&rq=0&si=0 IPCC
http://www.world-aluminium.org/cache/fl0000107.pdf
http://www.world-aluminium.org/cache/fl0000169.pdf
http://www.germanwatch.org/
http://en.wikipedia.org/wiki/Climate_change_and_agriculture
http://en.wikipedia.org/wiki/Fossil_fuel_power_plant
http://www.newstatesman.com/200712190004
http://www.pmel.noaa.gov/pubs/PDF/feel2899/feel2899.pdf
http://science.nasa.gov/newhome/headlines/ast22jul99_1.htm
http://www.cru.uea.ac.uk/
http://www.globalwarmingart.com/wiki/Category:Galleries
http://climatecare.org/
http://en.wikipedia.org/wiki/Solar_variation
Rauða Ljónið, 27.2.2008 kl. 11:34
Takk fyrir þetta Ágúst. Gott að eiga þessa samantekt. Skyldi stjórnarandstaðan ekki vita af þessu? Kv að norðan...gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:35
Glæsilegt Ágúst Ólafur ... Glæsilegt. Haldið áfram á sömu braut!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.2.2008 kl. 13:12
Mér leikur nú samt forvitni á hvenær kosningaloforðið um lengri fæðingarorlof komi til??
Einnig mætti gjarna athuga að setja inn í lög um fæðingarorlof að viðkomandi hafi rétt til að safna LAUNUÐU orlofi á meðan á fæðingarorlofi stendur. Í dag stendur aðeins að viðkomandi hafi rétt á að safna orlofsdögum og fara mörg fyrirtæki því í kring um þetta og veita ekki launaða orlofsdaga frá fyrirtækinu á meðan á fæðingarorlofi stendur. Því eru margir sem standa í þeim sporum að hafa jú rétt á að taka fullt orlof eftir að úr fæðingarorlofi er komið en það er því miður ekki launað orlof. Mjög slæmt fyrir foreldra sem oft eru neyddir til að taka fullt orlof vegna lokana á leikskólum til dæmis og fjárhagurinn jafnvel bágur eftir að hafa ekki verið á fullum launum á meðan á fæðingarorlofi stendur.
Dísa Dóra, 27.2.2008 kl. 15:44
Glæsilegur árangur, mig að vita eitt þar sem þú skrifar:
3. Afnám 24 ára reglunnar í útlendingalögunum
Er búið að afnema þetta með lögum ? ég var nefnilega að lesa þetta í gær. Kærastan mín er utan EES og ég er leita að aðstoð við að fá hana heim, er allstaðar að heyra það ef maður svo mikið sem gleymir einu haki í þessu pappírsflóði sem þarf að fylla út, þá getur viðkomandi verið hafnað og það taki mörg ár að fara af þeim lista. Kannski best að spurja þig hérna eða með tölvupósti, ekki gætir þú bent mér á einhvern sem gæti aðstoðað mig ?
Sævar Einarsson, 27.2.2008 kl. 16:56
Þetta er flottur listi ...
... svo er bara að halda áfram góðu starfi.
Gísli Hjálmar , 27.2.2008 kl. 21:02
Þetta er nú brandari
"Ellilífeyrisþegar verði tryggt að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði"
Hvað á þetta fólk að gera borða í tuttugu og fimm daga og betla síðustu daga mánaðarins.
Þá miða ég við 1000 króna máltíð á dag sem er ÓDÝRT.
Þið getið aldrey gert vel við borgarann, allt tekið í hænuskrefum sem étast upp í verðbólgunni.
Af 35 atriðum upptöldum þá eru 3 atriði sem eru skref í áttina fyrir allmenning í landinu hitt er bara til að friða hjörtu ríkisstjórnarflokkanna.
Ég hef reyndar smá tillögu. Hún er eftirfarandi.
Stefnt skal að afnámi skatta á tekjur fólks sem eldra er en 60 ára.
Allar bætur og hlunnindi sem aldraðir og öryrkjar fá ega að vera óskertar.
Þetta er sett fram með það í huga að fólkið sem er orðið 60 ára og /eða eldra er búið að greiða til samfélagsins það sem því ber.
MBK
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.2.2008 kl. 00:47
Þetta er bara ömurlegur brandari. T.d. hafa engin stimpilgjöld verið felld niður. Fagra Ísland sokkið við bryggju. Persónuafslátturinn hækkar um 167 kr. á næsta ári. Það er engin innstæða fyrir þessum afrekalista.
Sigurður Sveinsson, 28.2.2008 kl. 07:08
Það er aldeilis eitthvað til að hreykja sér af að skella smáplástrum hér og þar á bágtið.
Ég legg til að Samfylkingin hætti þessu hvimleiða hjáleigustandi sínu og flytji sig alfarið heim á höfuðbólið með öll sín kosningaloforð.
Jóhannes Ragnarsson, 28.2.2008 kl. 08:19
Ég er bara nokkuð sáttur við stjórnina, þetta slípast hægt og rólega, Róm var ekki byggð á einum degi. Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju, þá er það þessi yfirgengilega forræðishyggja hjá Ríki og sveitafélagi.
Sævar Einarsson, 28.2.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.