15.12.2007 | 11:52
Les ritstjóri DV ekki eigið blað?
Aftur neyðist ég til að leiðrétta misskilning hjá ritstjóra DV, Sigurjóni M. Egilssyni. Í leiðara blaðsins í gær dregur ritstjórinn fram rangfærslur, um málflutning minn í viðtali við DV deginum áður, um hvort olíuverð eigi að tilheyra vísitölu neysluverðs.
Segir ritstjórinn að mér finnist að lán íslenskra heimila ættu að hækka vegna hækkandi olíuverðs og að ég vilji tryggja lánveitendum tak á skuldurum" og ekkert sé gefandi fyrir skýringar þingmannsins".
En förum aðeins yfir þetta því það er eins og ritstjórinn hafi ekki lesið eigið blað.
Hvað var sagt í viðtalinu og hvað var ekki sagt?
Í viðtalinu við mig í DV í gær lýsti ég skoðun minni þess efnis, að ég teldi að olíuverðið ætti að vera hluti af vísitölu neysluverðs. Orðrétt segi ég: Notkun olíu er hluti af neyslu landsmanna og þessi vísitala er notuð til þess að mæla hvernig við eyðum okkar peningum" Síðan segi ég að breytingar á olíuverði hafi áhrif á vexti og verðbólgu komi til vegna hinnar sérstöku verðtryggingar sem notast sé við hér á landi" og það er í rauninni verðbólgan sem er okkar helsti óvinur
".
En hvernig neysluvísitalan er mæld annars vegar og hins vegar áhrif verðtryggingar á lán, eru í raun óskyldir hlutir.
Ég hlýt að geta gert þá kröfu til ritstjóra DV að þekkja muninn á vísitölu og verðtryggingu. Vísitalan mælir einfaldlega neyslu en verðtryggingin er m.a. sérstök ákvörðun lánastofnana til að tryggja sig fyrir verðbólgunni.
Að hengja bakara fyrir smið
Menn geta verið ósáttir við verðtrygginguna, eins og ritstjóri DV augljóslega er, en hvernig dettur mönnum í hug að lausnin gegn verðtryggingu sé fólgin í að taka út ákveðna neysluþætti úr neysluvísitölunni!
Það er tengingin milli lána og vísitölu sem ætti að vera fókusinn hjá ritstjóranum en ekki hvernig vísitalan er reiknuð.
Formaður Neytendasamtakanna, sem einnig var í þessu sama viðtali, var í raun sammála mér og segir að það sé svo annar handleggur að tengja lánin við vísitöluna" og hann segir einnig að vísitala neysluverðs verður helst af öllu að fá að halda áfram að mæla raunverulegt verðlag".
Misskilningurinn um stimpilgjöldin
Einnig er með ólíkindum sú ályktun ritstjórans að fyrst ég telji að olíukostnaður eigi að vera hluti af vísitölu þá hljóti ég að vera orðinn stuðningsmaður stimpilgjalda!
Eins og ritstjóranum ætti að vera kunnugt hefur Samfylkingin, með Margréti Frímannsdóttur í broddi fylkingar, lagt fram í mörg ár frumvarp þess efnis að stimpilgjöld yrðu afnumin. Ég hef ætíð stutt það frumvarp. Þá ætti ég ekki heldur að þurfa að minna ritstjóranum á þá staðreynd að afnám stimpilgjalda er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.
Hvorki rétt né sanngjarnt
Að mínu mati er því ritstjóri þessa ágæta blaðs aftur í skógaferð með málflutning sinn því hann er hvorki réttur né sanngjarn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
En ertu fylgjandi því að hafa húsnæðisverð inn í vísitöku verðtryggingar?
Einar Ben Þorsteinsson, 15.12.2007 kl. 12:08
Segir fyrirsögnin ekki allt sem segja þarf ,, Les ritstjóri DV ekki eigið blað? " Ætli hann viti ekki manna best að þetta blað er eiginlega ruslpóstur.
Páll Jóhannesson, 15.12.2007 kl. 13:22
Vísitala er ekki notuð til að mæla hvernig við eyðum peningunum okkar. Hún er notuð til að mæla kaupmátt.
þú skilur nú ekki sjálfur muninn á VNV og verðtryggingu. Það er sama talan bara seinkað um 1 mánuð, eða meira VNV er flýtt um 1 mánuð, því hún kemur of snemma í mánuði til þess að vera mæling á hækkunum í þeim mánuði.
Að afnema verðtryggingu er ekkert sem hægt er að gera með einu pennastriki. En góð byrjun væri að ríkið einnig þekkt sem ÍLS, riði á vaðið og gæfi næst út skuldabréf án verðtryggingar og þá þyrftu vextir á þeim að vera 12% svo geta þeir reynt að lána það út, en efast um að fólk vilji það.
Sammála þér um að stimpilgjöld koma þessu máli ekkert við.
Það vita allir að DV túlkar viðtöl eins og þeir vilja.
Gott hjá þér að svara fyrir þig.
Ég hlakka til að sjá að ríkistjórnin haldi sitt loforð enda furðulegt að taka 500þ. í skatt af fólki þegar það kaupir sér 20-25M. íbúð og gef því svo vaxtabætur uppá 280þ. á ári til baka, mikil óþarfa tilfærsla þarna á ferð.
Eitt það dularfyllasta við vísitöluna er að, þegar húsnæðisverð fór að hækka er hlutfall þess aukið smá saman úr 10% í 20% og húsnæðisverðið hækkar 10-15% á ári þá gefur það 2-3% verðbólgu þó allt annað standi í stað.
Það er að segja Seðlabankinn er búinn að ákveða fermetraverð að eylífu og hækkar vexti í það óendalega til að það haldist og býr til hagsveiflur úr þessu. Fermetraverð í miðri RVK er 250-300þ. í Kaupmannahöfn er það 400þ. þetta kostar kaupandann ekkert meira þar sem vaxtakjör eru allt önnur þar. Hef oft útskýrt þetta með því að segja.
4% vextir af 30M er 1,2m á ári og
6% vextir af 20M er 1,2m á ári
Seðlabankinn er als ekki að gera húseigendum neinn greiða með að hafa húsnæðisverð inní þeirri vísitölu sem þeir notast við. Þvert á móti lækka aðgerðir þeirra lánshlutföll og gera greiðslumöt erfiðari fyrir lántakandann.
Johnny Bravo, 16.12.2007 kl. 02:45
Af hverju erum við með þessa einstöku aðferð til að reikna vexti á lánum þ.e. verðtrygginguna? Það er að mínu áliti viðbrögð við verðbólgu. Íslenska krónan er ekki traustur gjaldmiðill þegar um er að ræða skuldbindingar til áratuga. Við getum leyst dæmið með breytilegum vöxtum sem að líkindum kæmu svipað út og vísitala. Eitt er víst að möguleikar til að ávaxta fé sitt eru það miklir að fáir myndu taka áhættu af óvísitölutr. lánveitingum með föstum vöxtum til langs tíma nema með svívirðilegum vaxtakröfum. Ég tel að í því opna viðskiptaumhverfi sem nú er og frjálst verðlag á krónunni þá sé vísitölubinding nauðsynleg.
Jón Sigurgeirsson , 20.12.2007 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.