29.11.2007 | 15:06
Baráttan gegn barnaníðingum
Hér fyrir neðan má lesa grein sem birtist í 24 stundum í dag.
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi en heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru án efa algengustu mannréttindabrotin á Íslandi í dag.
Í því sambandi er fróðlegt að rifja upp nýlegan dóm í svokölluðu Kompásmáli en þar voru þrír menn sýknaðir af ákæru um tilraun til kynferðisafbrots eftir að þeir höfðu nálgast einstakling sem þeir töldu vera 13 ára stúlku á netinu í kynferðislegum tilgangi. Dómurinn taldi að netsamskiptin gætu ekki talist vera sönnun um ásetning þeirra til að fremja kynferðisafbrot þótt þeir hefðu mætt á umræddan fundarstað. Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Hér var til umræðu hvort tilraunaákvæði hegningarlaga hefði dugað til að ná yfir svokallaða nettælingu gagnvart börnum í kynferðislegum tilgangi. Samkvæmt héraðsdómnum virðist svo ekki vera.
Sé vafi þá
Fyrir stuttu tók ég þetta mál upp á Alþingi og var dómsmálaráðherra frekar jákvæður í garð hugsanlegra lagabreytinga en hann vildi þó bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar.
Ég tel hins vegar að alveg burtséð frá hugsanlegri niðurstöðu Hæstaréttar þurfum við að breyta lögunum þar sem að niðurstaða dómstóls liggur fyrir sem staðfestir að hægt sé að túlka núgildandi lög á þann veg sem héraðsdómstóllinn gerir. Það býður síðan hættunni á fleiri sýknudómum fyrir svipaða verknaði heim.
Við ættum því fara þá leið sem aðrar þjóðir hafa farið, s.s. Bretar, Norðmenn og Svíar, að gera nettælingu gagnvart börnum í kynferðislegum tilgangi refsiverða í sjálfu sér. Þá þurfum við ekki að vera háð mati dómstólanna á tilraunaákvæði, sem getur að sjálfsögðu alltaf verið matskennt. Sé einhver vafi á að núverandi lagaákvæði nái ekki utan um slíkt athæfi ber okkur að bregðast við því.
Vantar tálbeitur í lögin
Í Kompásmálinu reyndi einnig á notkun tálbeitna. Talið var að ekki hefði verið heimilt að nota tálbeitu til að kalla fram refsiverða háttsemi eins og var gert í þessu máli enda samræmdist það ekki þeim reglum sem gilda um notkun lögreglu á tálbeitum við rannsókn mála. Jafnframt var talið að vafi léki á því hvort heimilt hafi verið að byggja rannsóknina á gögnum Kompáss.
Þessi niðurstaða dómstólsins um þessa tilteknu notkun fjölmiðils á tálbeitum er hugsanlega rökrétt í ljósi núverandi laga. Málið vekur þó spurningar upp um hvort við ættum ekki að huga að lagabreytingum um heimildir lögreglu til að beita tálbeitum.
Mér finnst rökrétt að íslenska lögreglan fái svipaðar lagaheimildir í baráttu sinni gegn barnaníðingum og aðrar þjóðir hafa, t.d. Danir.
Ég er einnig sannfærður um að lagaheimildir lögreglu til að beita tálbeitum gegn barnaníðingum myndu fæla hugsanlega gerendur frá þessu athæfi. Með því einu væri mikið unnið.
Alvarlegustu brotin orðin ófyrnanleg
Undanfarin ár höfum við tekið mörg jákvæð skref í þessum málaflokki. Ég vil sérstaklega taka fram að nú eru alvarleg kynferðisafbrot gegn börnum ófyrnanleg en Ísland er líklega eina landið í heiminum sem hefur þessi brot ófyrnanleg.
Á hverju ári síðasta kjörtímabils lagði ég fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Og loks á síðasta degi þingsins á síðasta kjörtímabili voru þessi brot gerð ófyrnanleg.
Aðrar jákvæðar breytingar hafa einnig náðst undanfarin misseri og má þar nefna að nú höfum við sett eins árs lágmarksrefsingu fyrir alvarlegustu kynferðisafbrotin gegn börnum og hækkað kynferðislegan lágmarksaldur. Þá er búið setja í lögin refsiþyngingarástæðu fyrir heimilisofbeldi og breyta nauðgunarákvæðinu þannig að nú tekur það t.d. til rænulausra einstaklinga.
En baráttan gegn kynbundnu ofbeldi heldur áfram og margt er enn ógert. Að mínu mati er þessi málaflokkur miklu mikilvægari en margt annað sem fyrirfinnst í íslenskri pólitík. Hagsmunirnir gerast ekki meiri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Þú átt heiður skilið fyrir baráttu þína fyrir börn og fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það færi betur ef fleiri úr pólitíkini t.d. að menn úr Sjálftökuflokknum tæku undir með þér. En þeir eru svo hræddir um að þeir séu að hefta frelsi einstaklingsins, en þeir átta sig ekki á því að það þarf líka að huga að rétti einstaklingsins til að geta um frjálst höfuð strokið vegna ofbeldis.
Valsól (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:32
glæsilegt
halkatla, 29.11.2007 kl. 21:10
Í kompás málinu var það ekki lögreglan sem rannsakaði glæpinn og setti upp gildruna heldur almennir borgarar, þannig jafnvel þó það væri löglegt að notast við tálbeitu, væri það bara lögreglan sem gæti beit henni, ekki bara hverjum sem dytti það í hug.
Ég fyllist alltaf vissri tortryggni þegar talað er um tálbeitur, vegna þess að það er viss hætta á því að þær séu notaðar á glannalegan hátt og búa til glæp sem hefði aldrei átt sér stað. Maður getur ímyndað sér að það yrði þrýstingur á lögregluna að ná árangri sem gæti ýtt þeim áfram auk þess sem tálbeitan getur verið að hegða sér á svo óraunverulegan hátt að, að það myndi aldrei ske í raunveruleikanum og menn tældir til glæpa.
Var eitt sinn á horfa á ameríska raunveruleikaþáttinn Cops, þar var tálbeitum beitt meðal annars lögreglukona sem var klædd eins og vændiskona og reyndi að fá viðskipti. Einn maður labbaði fram hjá henni og hún reyndi að tala við hann, hann veiti henni enga athygli og fór fram hjá, þá elti hún hann og reif í hann og þröngvaði sér að honum fór að tala við hann, hann var alltaf jafn óhress á svipinn og vildi komast í burtu en vildi greinilega ekki vera dónalegur og var að reyna losna við hana. Svo þegar hún hélt áfram og áfram að tuða í honum. Þá spurði hann hvað kostar svo eitt skipti, þá var öskrað " Freeze its the police you are under arrest ogfrv.)
Mannréttindadómstóll Evrópu virðist vera haldinn svipaðri tortryggni og ég því hann hefur ályktað gegn notkun tálbeitna.
En auðvita er baráttan sem þú berst af hinu góða og óska ég þér góðs gengis, en vona að þú skoðir hvort það séu ekki fleiri möguleikar aðferðir í baráttunni gegn barnaníðingum.
Kveðja Ólafur.
Ólafur Jónsson, 30.11.2007 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.