Umrćđan á ţinginu um tálbeitur og nettćling

Í gćr var umrćđa á Alţingi um tvćr fyrirspurnir frá mér til dómsmálaráđherra. Fyrri fyrirspurnin laut ađ nettćlingu og sú seinni ađ tálbeitum. Í stuttu máli má segja ađ dómsmálaráđherra hafi tekiđ vel í ađ skođa lagabreytingar sem lúta ađ nettćlingu en hann vildi hins vegar bíđa eftir niđurstöđu Hćstarréttar í svokölluđu Kompássmáli.

Varđandi tálbeiturnar ţá greindi okkur meira á en ráđherrann taldi ađ núverandi fyrirkomulag vćri ágćtt en hann sagđi ţó ađ allsherjarnefndin ćtti ađ skođa ţessi mál eins og önnur ţegar viđ fáum svokallađa sakamálafrumvarp inn í nefndina.

Hér fyrir neđan má sjá hluta af fyrirspurnum mínum til ráđherrans. Fyrst er ţađ tálbeitufyrirspurnin og síđan nettćlingin:

Í umrćddu Kompásmáli sýknađi hérađsdómur ţrjá menn, m.a. á ţeim grundvelli ađ ekki vćri heimilt ađ nota tálbeitu til ađ kalla fram refsiverđa háttsemi eins og var gert í ţessu máli enda samrćmdist ţađ ekki ţeim reglum sem gilda um notkun lögreglu á tálbeitum viđ rannsókn mála. Jafnframt var taliđ ađ vafi léki á ţví hvort ađ heimilt hafi veriđ ađ byggja rannsóknina á gögnum Kompás.

Ţessi niđurstađa dómstólsins um ţessa tilteknu notkun fjölmiđla á tálbeitum er kannski rökrétt í ljósi núverandi laga. En máliđ vekur ţó spurningar um hvort viđ ćttum ekki ađ huga ađ lagabreytingum um tálbeitur.

Ţađ er oft talađ um tvenns konar tálbeitur, virkar og óvirkar tálbeitur. Óvirk tálbeita kemur fram sem eins konar agn í gildru sem sett er á sviđ, t.d. til ađ hafa hendur í hári árásarmanns. Er almennt taliđ heimilt ađ nota óvirka tálbeitu án ţess ađ tiltekinn mađur sé grunađur.

Virk tálbeita kemur hins vegar ekki fram sem fórnarlamb, heldur sem ţátttakandi í broti ađalmanns sem ađgerđ beinist gegn. Ef tálbeita kallar fram brot sem ćtla má ađ hefđi ekki veriđ framiđ nema fyrir tilstilli hennar er hugsanlega komiđ út fyrir mörk lögmćtra ađgerđa í ljósi mannréttindasáttmála Evrópu.

Umrćđan um tálbeitur hefur ađallega veriđ bundin viđ fíkniefnamál. Hins vegar tel ég ađ lögregla ćtti sérstök úrrćđi í baráttunni gegn barnaníđingum. Í okkar löggjöf er víđa tekiđ sérstakt tillit til barna međ sérákvćđum.

Ég er einnig sannfćrđur ađ lagaheimildir lögreglu til ađ beita tálbeitum gegn barnaníđingum myndi fćla hugsanlega gerendur frá ţessu athćfi. Međ ţví einu vćri mikiđ unniđ.

Danir hafa sett lagareglur um notkun á tálbeitum viđ rannsóknir sakamála. Ţar er einungis heimilt ađ nota lögreglumenn sem tálbeitu og skilyrđi er ađ brotiđ varđi a.m.k. 6 ára fangelsi.  Mér finnst ţví rökrétt ađ íslenska lögreglan fái svipađar lagaheimildir í baráttu sinni gegn barnaníđingum. Ţetta er breyttur heimur og viđ verđum ađ horfast í augun á raunveruleikanum.

Kjarni málsins er sá, ađ međ ţví ađ heimila lögreglunni notkun á tálbeitum í ţessum tiltekna málaflokki vćrum viđ ađ auka réttarvernd barna til muna.


Og hér kemur fyrirspurnin sem lýtur ađ nettćlingu

Nú fyrir stuttu sýknađi Hérađsdómur 3menn af ákćru um tilraun til kynferđisbrots eftir ađ ţeir höfđu nálgast einstakling á netinu í kynferđislegum tilgangi sem ţeir töldu vera 13 ára stúlku. Dómurinn taldi ađ netsamskipti sakborninganna viđ ţáttargerđarmennina sem höfđu lagt ţetta mál upp gćti ekki talist vera sönnun um ásetning ţeirra til ađ fremja kynferđisbrot ţótt ţeir hefđu mćtt á fund stúlku sem ţeir töldu vera 13 ára.

Hér er til umrćđu hvort tilraunarákvćđi hegningarlaga dugi til ađ ná yfir svokallađa nettćlingu gagnvart börnum í kynferđislegum tilgangi. Samkvćmt Hérađsdóminum virđist svo ekki vera.

Í ţessu máli var um ađ rćđa brot sem er ekki fullframiđ en ţađ var spurning hvort tilraun til refsiverđs verknađs hafi veriđ um ađ rćđa en tilraun til refsiverđs athćfis er einnig refsivert í sjálfu sér. Frćđimenn hafa taliđ ađ íslensk og dönsk lög gangi lengra en löggjöf annarra ríkja í ţví ađ heimila refsiábyrgđ fyrir undibúningsathafnir, jafnvel ţótt fjarlćgar séu. En frćđimenn hafa einnig sagt ađ undirbúningsathöfn sem refsiverđ tilraun getur veriđ t.d. tćling fórnarlambs á brotavettvang.

En ef dómstólar landsins telja ađ ţađ sé ekki hćgt ađ sakfella fyrir nettćlingu gagnvart börnum í kynferđislegum tilgangi á grundvelli tilraunarákvćđis hegningarlaganna ţá ţurfum viđ ađ endurskođa lögin. Ađrar ţjóđir hafa sett í lög sérstakt refsiákvćđi um nettćlingu og má ţar nefna Bretland, Noreg og Svíţjóđ. Ţá hafa ţessi mál einnig veriđ rćtt á danska ţinginu.

Ţann 5. júlí sl. skrifar hćstvirtur dómsmálaráđherra í Morgunblađiđ: „Telji dómstólar unnt ađ refsa fyrir nettćlingu á grundvelli ţessa ákvćđis almennra hegningarlaga, má segja, ađ í íslenskum lögum sé ađ finna refsivernd gegn ţessu ógnvekjandi athćfi gegn börnum. Komi í ljós, ađ dómstólar telji lagaheimildir til refsingar ekki fyrir hendi, er nauđsynlegt ađ bregđast viđ međ nýju lagaákvćđi og má ţá líta bćđi til Bretlands og Noregs.“

Hér má ţví segja ađ dómstóll í Kompásmálinu hafi komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ lagaheimildir til refsingar séu ekki fyrir hendi og ţví ţurfum viđ ađ huga ađ lagabreytingum.

Ég geri mér grein fyrir ţví ađ ţađ er búiđ ađ áfrýja málinu en burtséđ frá hugsanlegri niđurstöđu Hćstaréttar ţá liggur engu ađ síđur fyrir niđurstađa dómstóls í málinu sem stađfestir ađ hćgt sé ađ túlka núgildandi lögin á ţann veg sem hérađsdómstólinn gerir, sem hugsanlega býđur hćttuna heim á fleiri sýknudómum fyrir svipađa verknađi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst miklu betur á ađ ţú sért ađ beita kröftum ţínum í ţessa átt Ágúst - vona ađ ţú náir ţessu máli alla leiđ - ţannig ađ svona menn fái tilskilda dóma - fyrir ţau sálarmorđ sem ţeir eru ađ fremja.
Ég styđ ţig í ţessu máli!

Ása (IP-tala skráđ) 16.11.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ertu nokkuđ hćttur ađ blogga Ágúst?

... ţú mátt ţađ ekki!

kveđja, GHs

Gísli Hjálmar , 21.11.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Erna Friđriksdóttir

Ekki hćtta ađ blogga Ágúst.  Mér finst svo sannarlega rétt ađ nota tálbeitur sé ţađ möguleiki. Afhverju eigum viđ ađ líđa ţađ ađ svona fólk kanski eyđileggi líf barna okkar án okkar vitundar og ađ allt sé ţagađa í hel?

Erna Friđriksdóttir, 22.11.2007 kl. 15:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband