Fljúgandi þingmenn og heimatilbúnar sprengjur

Þingnefndir Alþingis fara nokkrum sinnum á hverjum vetri í heimsóknir til stofnana sem heyra undir viðkomandi nefndir. Yfirleitt eru þetta fróðlegir fundir enda fá alþingismenn betri yfirsýn yfir þá starfsemi sem nefndirnar fjalla að jafnan um.

En sumar heimsóknir eru betri en aðrar. Og ég vona að ég sé ekki að hallmæla neinni stofnun þegar ég segi að heimsókn allsherjarnefndar Alþingis í vikunni til Landhelgisgæslunnar hafi staðið upp úr þennan veturinn.

Það vildi svo til að háttvirtum þingmönnum í nefndinni var boðið í ógleymanlega þyrluferð með þessum hetjum lands og sjávar. Flogið var yfir borgina og yfir Hellisheiðavirkjun sem virtist úr þessari hæð vera frekar stórkallaleg framkvæmd með mikilli röraflækju. Upplifunin af flugi með þyrlu er gjörólík því sem maður kynnist í flugvél.

Í þessari heimsókn kynntumst við einnig hvernig heimatilbúnar sprengjur líta út sem eru nú talsvert frábrugðnar því sem við sjáum í bíómyndum. Hugmyndaflugið er engum takmörkum sett þegar kemur að gerð slíkra morðtóla. Þá heimsóttum við einnig varðskipið Ægi og fengum fína kynningu á nýju varðskipi sem er væntanlegt til landsins í náinni framtíð.

Þetta var sem sagt heimsókn sem undirritaður gleymir seint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

já þetta hefur verið gaman og hvernig ganga þessi þyrlumál að fá fleiri þyrlur er kominn þyrla á akureyri (norðurland) ?

það var kominn löngu tími á það því þyrla frá rvk er soldið lengi að fljúga  til austurlands og svo framvegis.

kveðja sæþór ?

Sæþór Helgi Jensson, 7.11.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband