Gefum engan afslátt af mannréttindum

Það er ánægjulegt að stuðningur presta Þjóðkirkjunnar við að fá heimild til að framkvæma staðfesta samvist sé talsverður. Í mínum huga er hins vegar skoðun einstakra presta á málinu ekki aðalatriðið. Þetta er spurning um jafnræði og mannréttindi. Og við eigum ekki að gefa neinn afslátt af slíku. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mun því afnema þessa mismun sem enn ríkir á milli samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.


mbl.is Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér.  Afhverju heitir þetta samvist hjá þeim.  Á orðið hjónaband ekki yfir samkynhneygða?  merkir orðið hjón bara maður og kona?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.8.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Tek heilshugar undir með þér Ágúst Ólafur. En hvenær má fólk sem aðhyllist fjölkvæni búast við því að stjórnmálamenn fari að berjast fyrir þeirra mannréttindum varðandi t.d. kirkjulegar vígslur og ættleiðingar?

Jóhannes Ragnarsson, 21.8.2007 kl. 21:28

3 identicon

Hmmm.....út frá hvaða forsendum skrifar þú þetta Ágúst minn? Ég bloggaði nú aðeins þessa frétt - gat ekki annað!!

Ása (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það getur ekki verið al-jafnt milli þeirra hluta, sem ekki eru jafnir.

Samkynhneigðarlíf stendur ekki jafnfætis gagnkynhneigðarlífi. Það síðarnefnda er alger frumforsenda hins fyrrnefnda, en samkynhneigðarkynlíf getur aldrei orðið upphaf mannlegs lífs. Við eigum allt okkar, alla okkar tilveru, því að þakka, að sérhver forkynslóð okkar hefur verið samansett af körlum og konum sem mökuðust og áttu börn -- ekki körlum og körlum né konum og konum. Þar að auki er hjónaband karls og konu eðlileg (náttúrleg) uppeldisstöð barns, ekki aðeins almennt talað sú tryggasta í veröldinni (fjárhagslega og hvað gott atlæti varðar), heldur einnig sem gefandi börnunum innsýn í hina ólíku eðlisþætti karlkyns og kvenkyns, félagsleg samskipti kynjanna (sem nauðsynlegt er að kynnast til góðs undirbúnings lífinu) og hlutdeild í hollum uppeldisáhrifum úr báðum áttum.

"Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mun því afnema þessa mismun[un] sem enn ríkir á milli samkynhneigðra og gagnkynhneigðra," segir Ágúst Ólafur hér ofar. Merkileg tíðindi! Og mér er spurn: Fekk pistilshöfundur að vita þetta á ríkisstjórnarfundi eða við gerð stjórnarsáttmálans? Ætla þessir flokkar að ganga sömu ofstjórnarleiðina og Kolbrún Halldórsdóttir hefur lagt til? Ætlar þessi ríkisstjórn að verða sú róttækasta í þessum málum á allri jarðarkringlunni? Tekur hún þá áhættu að enda sem stupor mundi?

En heilkristnir menn munu hafna því að láta véla kirkjusamfélög sín (Þjóðkirkjuna og önnur) til faðmlaga við andkristna umbyltingu á helgisiðum sínum og trúarkenningu.

Jón Valur Jensson, 22.8.2007 kl. 01:38

5 Smámynd: AK-72

Þetta er spurning um jafnræði og mannréttindi. Og við eigum ekki að gefa neinn afslátt af slíku."

'ut frá þessu spruttu eftirfarandi spurningar:

Hvað ætlar ríkistjórnin að gera varðandi Guantamano þar sem mannréttindi eru brotin á hverjum degi?

Hvað ætlar ríkistjórnin að gera varðandi fangaflugvélar CIA sem virðast enn fá að lenda hér á landi, óáreittar?

Hvað ætlar ríkistjórnin að gera varðandi pyntingar og önnur mannréttindabrot í Írak auk stríðsglæpa á borð við þá sem voru framdi í Falljuah?

Orð og yfirlýsingar á borð við þessi orð þín, eru innantóm ef gjörðir fylgja ekki í samræmi. Treysti á að þú beitir þér fyrir aðgerðum vegna þessara mála strax í haust m.a. að þingsályktun Össur Skarphéðinssonar um fordæmingu á Írakstríðinu ólöglega verði samþykk. Ef ekki þá munu orð eins og þessi sem og stefnuyfirlýsingin um að Íslandi verði í fremstu röð varðandi mannréttindi, vera innantómt og menn dæmdir eftir því.

AK-72, 22.8.2007 kl. 10:51

6 Smámynd: Magnús V. Skúlason

„Gefum engan afslátt af mannréttindum?“ Hvað með mannréttindi þeirra sem tilheyra ákveðinni trú og frelsi þeirra til þess að iðka þá trú án afskipta hins opinbera?

Magnús V. Skúlason, 22.8.2007 kl. 11:49

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Guð skapaði manninn í sinni mynd og eftir því að ætla þá skapaði hann allt fólk hvort það er gagnkynhneigt og samkynhneigða... Ég hef sett inn athugasemdir á bloggið hans Jóns Vals en hann eyðir öllum athugasemdum sem honum líkar ekki eða eru andsnúnar miðaldar ofsatrúar kenningum gamalla klerka sem hann virðist aðhyllast.

Árásir hans á konur sem hafa valið þá löglegu leið að láta eyða fóstrum sem hafa verið skimuð vanheil, en hversu sködduð þau eru kemur eingöngu í ljós eftir fæðingu. Þessar fóstureyðingar fordæmir Jón Valur á blogginu sínu og jafnframt þær konur sem hafa losað sig við sködduð fóstur...Þeir einu sem fá að svara Jóni Val og er ekki hent út eru einhverjir einkavinir hans og eftirtektarvert er að þetta eru eingöngu karlmenn.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 15:50

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðrún Magnea skrökvar hér í 2. setningu sinni, þeirri síðustu og víðar. Takið eftir, að þessi ad hominem-"röksemd" hennar á að heita hjálp fyrir þann málstað, sem hún samsamar sig, þ.e. ofríkið pólitíska gagnvart kirkjunni vegna samkynhneigðramálanna. Henni var sem sé svarafátt og greip því til neðanbeltishögga og upploginna persónuárása í staðinn, átti sem sé að duga, því að allt er hey í harðindum. Fari menn inn á vefsíðu mína, sjá þeir þar oft innlegg frá konum og margar konur meðal bloggvina minna. Ég elska það að svara andstæðingum mínum og brytja rök þeirra niður í búta og láta þá standa eftir eins og keisarann í ævintýrinu. Það er fullt af andmælum á síðum mínum, auk undirtekta, og meira fjör í umræðum þar en víða annars staðar. Varla er það ólýðræðislegt? En röknum dónum, guðlösturum og hörðustu persónuárásamönnum er úthýst. Varla er það ósiðmenntað? -- Og enn skrökvaði GMH: Kvað mig fordæma tilteknar konur. En gleymdi vitaskuld að nefna dæmi, þeirri fullyrðingu sinni til staðfestingar. Allt sem sé á eina bókina lært í þessu ómálefnalega innleggi hennar. Bætir sig bara næst, vænti ég.

Jón Valur Jensson, 22.8.2007 kl. 21:00

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

Heyr heyr ...

Gísli Hjálmar , 22.8.2007 kl. 21:22

10 identicon

Mig langar að segja frá því að oftar en einu sinni hefur móður verið sagt að fóstrið sé vanheilt í móðurkviði og verið boðin fóstureyðing - því sem barn verðið viðkomandi alltaf vanheill. En móðirin tók sénsinn á að ganga með fóstrið og í framhaldi fæddist alheilbrigður einstaklingur.
Læknar eru mannlegir og breyskir eins og við öll - held við ættum að hafa það í huga. Mun blogga fljótlega og vonandi fá viðbrögð gagnvart tengslum á lyfseðlum frá læknum og barnakrankleikum.

Ása (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:22

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Ása Gréta, berðu lífinu vitni.

Jón Valur Jensson, 23.8.2007 kl. 11:55

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Hnefill það er spurning hvort að ekki eigi að aðskilja ríki og kirkju þegar að til stendur að knésetja kirkjuna og neyða hana til þess að ganga gegn orði Guðs. Þá myndi ríkið væntanlega skila kirkjunni þeim gríðarlegu eignum sem runnu frá henni til ríkisins á þeim tíma þegar að lögfest var að hún yrði þjóðkirkja. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.8.2007 kl. 14:54

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Hnefill Jakobsson talar kannski ekki gegn betri vitund, en a.m.k. talar hann ekki í góðu samræmi við sannleikann, því að í lögunum um Þjóðkirkjuna frá 1997/98 er skýrt kveðið á um fullt sjálfstæði hennar í innri málum, þ.e. í kenningar-, aga- og helgisiðaefnum. Gagnrýnendur kirkjunnar ætti því alltjent að virða þessi landslög.

Jón Valur Jensson, 23.8.2007 kl. 14:59

14 identicon

Jón Valur. Það er til fullt af foreldralausum börnum í heiminum sem samkynhneigðir geta veitt gott og fordómalaust uppeldi. Og það að karl og kona gefi betra atlæti er staðhæfing um hlut sem þú veist ekkert um. Og þetta með fjárhaginn er enn og aftur galli á samfélaginu, hvernig stendur á því að samkynhneigðir fá lægri laun en aðrir (já og konur líka, ættum við þá kannski bara að hafa pabba, það hlyti að gefa bestan fjárhagslegan bakgrunn).

Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 15:03

15 identicon

Já og Jón Valur, við endurskoðum sífellt lögin og upplagt að endurskoða einmitt þessi lög. Lög um ólögmæti samkynhneigðar hafa verið afnumin ásamt mörgum öðrum sem ekki hafa staðist tímans tönn (ekki þar með sagt að þau lög hafi nokkurn tíman verið við hæfi).

Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 15:05

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð Hörpu, "það að karl og kona gefi betra atlæti er staðhæfing um hlut sem þú veist ekkert um," eru sjálf staðhæfing um það, sem HÚN veit ekkert um, eða hvernig veit hún hvað ég veit?

Áhrif af uppeldi barna hjá gagnkynhneigðum og samkynhneigðum eru ekki þau sömu, svo mikið fyrir víst hefur komið út úr þeim allt of litlu rannsóknum, sem fram hafa farið á þessu. Þar að auki er sambúðartími samkynhneigðra styttri en venjulegra hjóna og lífsaldur þeirra fyrrnefndu sömuleiðis skemmri.

Jón Valur Jensson, 23.8.2007 kl. 15:43

17 identicon

Hvernig ætlarðu að mæla hversu gott atlæti er? Hvernig mælirðu gott uppeldi? Það er ekki hægt og þar með veit ég að þú veist þetta ekki.

 Hvar er lífsaldur samkynhneigðra skemmri? Þar sem tíðkast að lífláta þá fyrir ást sína? Þar sem þeir eru svo ofsóttir að þeir taka eigið líf? Endilega bentu mér á þessar rannsóknir, ég myndi gjarnan vilja fá að lesa þær skýrslur sem út úr þeim hafa komið og vita hver stóð fyrir þessum rannsóknum.

Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:34

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki nema réttmætt, að Harpa fái svar við þessari spurningu sinni: "Hvar er lífsaldur samkynhneigðra skemmri?" -- T.d. má benda henni á þessa vefsíðu hjá International Journal of Epidemiology (faraldsfræði), Vol. 26 (1997), 657-661, þar sem segir í niðurstöðum rannsóknar þeirrar, sem þar er frá sagt: "CONCLUSION: In a major Canadian centre, life expectancy at age 20 years for gay and bisexual men is 8 to 20 years less than for all men. If the same pattern of mortality were to continue, we estimate that nearly half of gay and bisexual men currently aged 20 years will not reach their 65th birthday. Under even the most liberal assumptions, gay and bisexual men in this urban centre are now experiencing a life expectancy similar to that experienced by all men in Canada in the year 1871."

Jón Valur Jensson, 24.8.2007 kl. 01:16

19 identicon

Ættum við þá ekki bara að banna fólki í Afríku líka að eignast börn. Það hlýtur að vera alveg svakalega lélegir foreldrar þar sem þau látast mun yngri en "við".

Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:34

20 identicon

Heyrðu mig Jón Valur! Þessi grein fjallar um eyðnismitaða karlmenn, samkynhneigða og tvíkynhneigða, tilgangurinn eins og hér segir:

"OBJECTIVE: To assess how HIV infection and AIDS (HIV/AIDS) impacts on mortality rates for gay and bisexual men"

Hvað er því til fyrirstöðu að leyfa heilbrigðum einstaklingum, körlum og konum að ætleiða börn???

Ekki bara klippa út úr hluti sem henta ekki þínum málstað!

Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:42

21 identicon

http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1286831

hér er önnur grein um lífslíkur, viltu nota hana, Jón Valur, til að dæma um það hverjir séu hæfir í foreldrahlutverkið?

Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 15:31

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eigum við ekki bara halda okkur við það eins og það er og hefur verið að gifting í kirkju getur aðeins verið milli konu og karls - það a.m.k mín skoðun.

Óðinn Þórisson, 24.8.2007 kl. 18:30

23 Smámynd: Arnar Freyr Björnsson

Hvernig væri bara að afnema rétt presta til að gefa fólk saman?  Þá þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa kannski að gefa sama samkynhneigða.

Arnar Freyr Björnsson, 24.8.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband