Breiðholtið, Reykjanesbær og Akureyri

Það er ástæða til að óska Akureyringum til hamingju með áfangann. 17.000. Akureyringurinn er fæddur. En 17.000 Akureyringar er heilmikið og 12.100 íbúar Reykjanesbæjar sömuleiðis en sú staðreynd er vel auglýst á þar til gerðu skilti við Reykjanesbrautina.

En það er einnig fróðlegt að velta því fyrir sér að það eru hverfi í Reykjavík sem eru talsvert fjölmennari en þessi stóru bæjarfélög. T.d. búa um 21.000 manns í Breiðholtinu. Það eru fleiri en búa á öllu Eyjafjarðarsvæðinu og meira en helmingi fleiri en búa á öllum Vestfjörðum. Það búa einnig um 20.000 manns í Grafarvoginum og þar eru um 16 leikskólar.

Þessar staðreyndir eru hins vegar ekki mjög sýnilegar þegar kemur að landsmálapólitíkinni og umræðunni.

En Akureyri má vel við una og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem öflugur valkostur við höfuðborgarsvæðið. Þar blómstrar fjölskrúðugt mannlíf í sátt við háskóla, leikhús, kvikmyndahús, veitingastaði, verslanir og fjölbreytt atvinnulíf. Að auki held ég að það sé samdóma álit flestra Íslendinga að Akureyri er með fallegri bæjum hér á landi. Akureyri er einnig einn af fáum kaupstöðum á landinu sem geta státað sig af einhverju sem mætti kalla miðbæ en af einhverjum ástæðum geta furðufá íslensk bæjarfélög gert það.


mbl.is Akureyringar orðnir ríflega 17.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ágúst við erum komin í 12.300 og still going strong við erum rétt að byrja,en auðvitað er gott að allur landsbyggðaflóttinn endi ekki allur á höfuðborgarsvæðinu.

Ég er sjálfur fæddur á Akureyri og þar rennur mitt blóð,það er nú svo skrítið með mig að ég þoli ekki að þurfa að fara í Reykjavík nema til að hitta vini og kunningja ég hef aldrei séð neina fegurð þar sorry too say.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.7.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Skemmtileg pæling hjá þér. Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur og hef alið allann minn aldur þar að undanskildum 2 árum sem ég bjó á Höfn í Hornafirði. Þetta með fegurðina - hverjum finnst sinn fugl fegurstur, ekki satt? Ísland er allt svo fjári fallegt þ.e. á sinn hátt.

Páll Jóhannesson, 27.7.2007 kl. 00:40

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Menn ættu að staldra ögn við og brúka þríliðuna frægu, tila ð komast að því, hve mikið fé þyrfti til að þjónusta Breiðhyltinga, Grafarvogsbúa og já Miðbæjinga (er jú Miðbæjaríhald) ef jafnstöðu ætti að ná við gæludýrin á Akureyri.

Kostnaður við rekstur HA er langt langt umfram HÍ per haus, þó ekki sé tekið með í reikninginn, allir þeirmilljónatugir, sem fara í kaup á farseðlum fram og aftur undir kennslukraftinn, sem fæstir vilja búa þarna norður í sælunni.

Ég er þess fullviss, að göng undir Skólavörðuholtið, Öskjuhlíð og neðanjarðar bílastæði væru um alla Borg (ég meina auðvitað Kvosina og nærumhverfi hennar).

 Iss þið eru ð ómöglegir jafnaðarmenn, þegar kemur að útjöfnun fjárins.  Eigið Gæludýr útum allt.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.7.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Þóroddur Bjarnason

Já, það er víst margt um manninn þarna fyrir sunnan. Þessar tölur eru samt eitthvað ýktar, Eyfirðingar voru t.a.m. ríflega 24.000 en Breiðhyltingar innan við 21.000 þann 1. des 2006. Fólksfjölgun á Akureyri undanfarin ár hefur verið svipuð og á höfuðborgarsvæðinu öllu og talsvert meiri en í Reykjavík.

Þóroddur Bjarnason, 27.7.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þriðja tilraun: 

Ég hef mekki í önnur hús að venda með spurningu mína til Ágústar og set hana hér inn í annað skipti:

Hvað finnst háttvirtum þingmanni um að setja bráðabirgðalög í tilefni af vanda sem hefði verið hægt að leysa með einu bréfi frá undirmanni hjá Neytendastofu?

Eru þetta boðlegir stjórnarhættir sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytingarinnar 1995?

Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen fór mjög frjálslega með bráðaábyrgðalöggjafarvaldið en gekk aldrei svona langt en þessi ólög eru langt nef til forseta Íslands, þings og þjóðar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 29.7.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband