24.7.2007 | 14:07
Ætti Ísland ekki að vera áfengislaust ef hátt verðlag á koma í veg fyrir neyslu þess?
Ég fagna þeirri umræðu sem nú er um áfengisverð. Þetta er viðkvæmt mál en löngu tímabært að hægt sé að ræða málið af yfirvegun. Við verðum að líta gagnrýnum augum á stöðu mála eins og hún er í dag. Íslendingar búa við eitt hæsta áfengisverð í heimi, háan áfengiskaupaaldur, takmarkað aðgengi að áfengi í gegnum sérstakar ríkisverslanir og bann við áfengisauglýsingum. Öll þessi skref hafa verið tekin með það að leiðarljósi að þau vinni gegn misnotkun á áfengi. Hins vegar sýnir reynslan okkur það að Íslendingar fara síst betur með áfengi en aðrar þjóðir og í raun þvert á móti. Eftir stendur að stefnan skilar ekki árangri.
Þeir sem að halda því fram að það sé ábyrgðarlaust að tala um lægra áfengisverð verða að geta svarað því hvaða tilgangi hátt áfengisverð þjónar og hvort að þeim tilgangi sé náð með hinu geysiháa verði.
Ef menn vilja nota verðlag til þess að stýra neyslu landans þá blasir það auðvitað við öllum þeim sem sjá vilja að verðlagið hefur ekki gert það á Íslandi. Og það blasir að sama skapi við að í öðrum löndum þar sem verðið er mun lægra er neysla ekki verri. Því þarf að rökstyðja hátt verð með öðrum rökum. Verð sem neyslustýringartæki eru einfaldlega ekki tæk rök í þessari umræðu.
Það er því rík ástæða til að endurskoða stefnu í áfengismálum. Og ég er mjög ánægður með að skynja að forystumenn flestra stjórnmálaflokka hafa tekið undir þessi sjónarmið. Það gera Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri Grænna og einnig Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins.
Fjölmörg þingmál hafa verið lögð fram á Alþingi sem lúta að nauðsynlegum breytingum í þessum málaflokki. Eitt þessarra þingmála lýtur að lækkun áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár en fyrsti flutningsmaður þess máls er núverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Meðflutningsmenn eru þrír aðrir ráðherrar, Einar K., Björgvin G. og Þórunn Sveinbjarnar, og þingmenn úr öllum þingflokkum Alþingis, m.a. úr VG.
Það hefur einnig verið lagt fram þingmál sem gerir ráð fyrir afnáms einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór og lækkun áfengisgjaldsins. Fyrsti flutningmaður þess frumvarps er núverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, en með honum eru 13 aðrir þingmenn úr þremur flokkum.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að áfengisverðið sé allt of hátt. Opinber neyslustýring í gegnum verðlag virkar ekki, hvort sem litið er til áfengis eða gosdrykkja eða annarra neysluvara. Ef hátt verðlag ætti að koma í veg fyrir neyslu þá ætti Ísland bæði að vera áfengis- og gosdrykkjalaust. Veruleikinn eru hins vegar allt annar.
Auðvitað eigum við að sporna gegn ofneyslu áfengis. Um það eru allir sammála. En okkur deilir e.t.v. um leiðirnar. Ég tel að öflugar forvarnir séu lykillinn í slíkri baráttu en ekki úreld bönn sem augsýnilega skila ekki tilætluðum árangri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Ef gjöld á áfengi yrðu lækkuð og neyslan eykst ekki að sama skapi þá verður ríkið af talsverðum tekjum þannig að það þarf þá að finna annan tekjustofn eða skera niður í þjónustu ríkisins. Sumum finnst ef til vill að það megi lækka almannatryggingarbæturnar þar sem það yrði veruleg kjarabót fyrir rónana ef áfengisverðið lækkaði.
Grímur Kjartansson, 24.7.2007 kl. 14:25
Það eru einmitt svona áherslur sem ég vonaðist eftir að samstarf S-listanna myndi skila; hófsamar og skynsamlegar umbætur í frjálsræðisátt þar sem slíkt á við. Svo lengi sem ekki er misst sjónar á velferðarmálunum (sem ég tel ólíklegt á þessu stigi) verður þetta prýðisgóð stjórn. Ríkið er vel stætt fjárhagslega og má alveg við því að missa af tekjum, eins og það hefur gert undanfarið með skattalækkunum. Í raun þykir mér aðgerðir að þessu tagi betri en lækkanir á tekjuskattsprósentunum, þar sem að þeim er baki hugmyndafræði sem er mér vel að skapi; að neyslustýring á löglegum vörum sé ekki í verkahring ríkisvaldsins. Hugmyndin að baki því að lækka skatta er bara einfaldlega sú að draga þurfi úr umsvifum ríkisins yfir línuna, sem mér finnst ekki alveg nógu skýr hugmyndafræði - þó auðvitað myndu hreinræktaðir frjálshyggjumenn vera fljótir að gagnrýna það viðhorf mitt.
Í stuttu máli sagt: Ég fagna þessu frumvarpi og vona að það nái í gegn.
Þarfagreinir, 24.7.2007 kl. 14:41
Það er nóg af öðru að taka en áfengi ef það er peningur til að lækka verð...
Áfengi er munaðarvara!!!
Sjá...
http://halliegils.blog.is/blog/halliegils/entry/264959/
Hallgrímur Egilsson, 24.7.2007 kl. 16:42
Ég vill byrja á því að þakka góða síðu.
En ég er ekki viss um að fullyrðing þín um að íslendingar fari verr með áfengi en aðrar þjóðir sé rétt. Gaman væri að vita hvort til séu einhver gögn máli þínu til stuðnings. Hvernig standa málin t.d hjá þessum týpísku samaburðarþjóðum eins og dönum, ég tala nú ekki um þjóðina sem er okkur landfræðilega næst?
Þó vill ég ekki meina að íslendingar séu lausir við vandamál tengd áfengineyslu. Þvert á móti vill ég meina að það sé hægt að færa rök fyrir því að áfengisvandinn sé mesta heilsuvandamál þjóðarinnar. Ég kannast bara ekki við að aðrar þjóðir séu betur settar en við í þessum málefnum.
Mig langar að spurja um leið ef ég má hvort tekjur ríkisins af sölu áfengis dugi fyrir kostnaðinum sem neyslunni og neyslutengdum vandamálum fylgir? Er kannski einhver afgangur? Ef svo er þá vill ég meina að ríkssjóður ætti að auka framlög til heilbrigðis og meðferðarstofnana sem á áfengismálum taka sem og auka forvarnir og fræðslu. Erum við ekki sammála um að það sé siðlaust að ríkið skuli hagnast á áfengissölu?
Mikið frelsis æði er í gangi og allt sem skorar frelsisstig er vinsælt. Ég vildi þó óska þess að umræðan væri frekar í hina áttina þ.e að ræða vandann og hugsanlegar lausnir á honum.
Dresimagnum, 24.7.2007 kl. 16:43
Ég hef mekki í önnur hús að venda með spurningu mína til Ágústar og set hana hér inn í annað skipti:
Hvað finnst háttvirtum þingmanni um að setja bráðabirgðalög í tilefni af vanda sem hefði verið hægt að leysa með einu bréfi frá undirmanni hjá Neytendastofu?
Eru þetta boðlegir stjórnarhættir sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytingarinnar 1995?
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen fór mjög frjálslega með bráðaábyrgðalöggjafarvaldið en gekk aldrei svona langt en þessi ólög eru langt nef til forseta Íslands, þings og þjóðar.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.7.2007 kl. 21:37
Águst ef þig langar svona að lækka eitthvað til að fólk hafi það betra þá væri nær að minnka álögur á fjarskipti, samgöngur eða orku það kæmi fleirum vel en að lækka áfengi. Og hvers eiga þeir að gjalda sem ekki drekka?
Og svo er ein samvisku spurning sem þú og aðrir þingmenn þurfið að svara, orða hana samt beint til þín sem einstaklings.
Hefur þú neytt (prófað) ólöglegra vímuefna eða ekið undir áhrifum áfengis?
Einar Þór Strand, 25.7.2007 kl. 09:02
Þetta er spurning um hófsemi. Það er fullkomlega eðlilegt að 18 ára unglingar kaupi sjálft sitt áfengi, þau teljast jú nógu gömul til að kjósa og eru kjörgeng til að hafa vit fyrir öðrum þess vegna.
Það er óeðlilegt að skattleggja löglega neysluvöru með þessum óhóflega hætti. Því verður ekki breytt á næstu árum að hluti fólks á í erfiðleikum með áfengi og fíkniefni, en hvers vegna á vandamál þessa fólks að bitna á öllum hinum?
Haukur Nikulásson, 25.7.2007 kl. 11:50
...ef maður leggur út frá því sem kemur börnum best - en þau eru uppá okkur þessi fullorðnu komin - þá skattleggjum við áfengi, sígarettur, sælgæti og aðrar munaðarvörur hátt!!
....ef við setum hag barna fyrst leggjumvið áherslu á að lækka verð á grænmeti, ávöxtum, kjöti, fiski, fatnaði og öðrum nauðsynjavörum!!
....svo er bara að skoða sjálfan sig - hver forgangsröðin er - þessi fullorðni sem hefur valkostinn og ákvörðunarvaldið - eða barnið sem þarf að treysta algjörlega á þessa fullorðnu - hefur ekki valkost!!!!
Ása (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:44
Það er ákaflega sorglegt að þingmaður sem vill láta taka sig alvarlega skuli hafa svona barnalega afstöðu.
Ef áfengisverð íþyngir heimilisbókhaldinu þá er einfaldlega drukkið of mikið. Það væri beinlínis fáránlegt ef það að lækka áfengisgjald hefði forgang á aðra skattheimtu eins og t.d. vörugjöld og stimpilgjald.
Það er hreint ekki sannleikanum samkvæmt að Íslendingar séu eitthvað verr staddir í áfengismálum en aðrar vestrænar þjóðir. Stöðugt berast fréttir frá öðrum Evrópuþjóðum um vandamál tengd áfengisneyslu bæði félagsleg og heilbrygðis.
Verð á veitingastöðum mun ekki lækka, veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir leggi allra veitingamanna minnst á áfengið þannig að lækkun mun bara " leiðrétta" stöðu þeirra.
Þóra Guðmundsdóttir, 30.7.2007 kl. 00:05
Oft hef ég verið þér sammála í skoðunum en alls ekki núna. Ég verð að viðurkenna að ég var langt frá því að fallast á þau rök fyrir lækkun áfengisverðs að við eigum að vera eins og önnur Evrópulönd. Miðað við það sem viðmælandi þinn í Kastljósi benti á, ættu aðrar þjóðir frekar að taka okkur sér til fyrirmyndar. Ég held að það sé líka rangt að áfengisvandinn sé meiri hér en í öðrum Evrópulöndum, hann er kannski meira uppi á yfirborðinu af því að við erum með þróað meðferðarkerfi. Ég veit ekki hvort þú heyrðir fréttina á RÚV af Finnum. Þeir ákváðu fyrir einhverjum árum að lækka verð á sterku víni og töldu það verða til þess að Finnar myndu drekka minna, en hvað gerðist? Jú, drykkjan jókst og nú eru þeir búnir að ákveða að hækka það aftur. Segir það ekki eitthvað? Verum stolt af stefnunni okkar, hátt verð, takmarkað aðgengi, hár lágmarksaldur til áfengiskaupa og horfum á okkur sem fyrirmynd í stað þess að apa upp eftir öðrum þjóðum verri stefnu, bara til að vera eins.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 20:27
Ágúst minn - Það er aldeilis tímabært að setjast niður og tala saman - líst ekki á að þú sért að skjóta sjálfan þig útúr pólitíkinni!!
Var beðin um að koma eftirfarandi kommenti til þín Ágúst frá aðila sem kaus Samfylkinguna í vor útá þig sem hugsjónamann velferðar: - þetta er ekki stjórnmálamanni sæmandi að berjast fyrir svona málarekstri!! Áfengi er löglegt eiturlyf!! Ekki er eðlilegt að fólki sé hjálpað að fá eiturlyf á niðursettu verði!!! Ef þetta efni yrði fundið upp í dag yrði það aldrei samþykkt sem leyfilegt þar sem þetta veldur ranghugmyndum og veruleikafyrringu eins og mörg dæmi sanna. Það sem við höfum fram yfir aðrar þjóðir eru ofboðslega sterk samtök sem eru SÁÁ sem hafa hjálpað svo mörgum út úr vanda sínum og ríkið ætti bara að skammast sín að taka ekki frekar þátt í slíkum kostnaði!!
Ása (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 00:56
Sæll Ágúst
Ég fagna allri skynsamlegri umræðu um fíkniefni. Mér finnst samt felast tvískynningur í að vera á móti sumum fíkniefnum og öðrum ekki.
Í nýlegri grein í Læknaritinu Lancet eru fíkniefnum raðað eftir skaðsemi. Í efsta sæti er Heróin, í 5 sæti er áfengi, í 9 sæti er tóbak, í 11 sæti Kannabisefni og í 19 sæti E-töflur.
Ég fagna samt þessari unmræðu um fíkniefni og þú sýnir kjark að taka þátt í henni, enda um eldfimt mál að ræða
Að lokum hér er linkur á blog mitt um áfengismálin og linkur á mjög góða grein úr læknablaðinu Lancet, þar sem fjallað er um áfengis- og fíkniefnamál út frá fersku sjónarhorni.
http://geirr.blog.is/blog/netlogga/entry/274991/
GeirR, 31.7.2007 kl. 17:00
Þú talar svo mikið um öflugar forvarnir. Fróðlegt væri að vita hvers konar forvarnir þú hefur í huga. Ég man ekki eftir að hafa heyrt þig tala um neinar leiðir sem þú vildir fara.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.