29.6.2007 | 11:04
Ný undirstöðuatvinnugrein Íslands
Hér fyrir fyrir neðan má lesa grein sem birtist í Mogganum nýlega, um bisnesslífið, bankana og innrásina sem vantar.
"Ég tel að Ísland hafi eignast nýja undirstöðuatvinnugrein. Hér á ég við fjármálageirann. Hlutdeild fjármálafyrirtækja til landsframleiðslu, þ.e. verðmætasköpunarinnar, árið 2006 nam um 9,3% sem er talsvert meira en hlutdeild sjávarútvegsins sem var um 5,9% sama ár. Þetta er hæsta hlutfall sem þekkist á Norðurlöndunum og er hlutdeild íslenska fjármálageirans að nálgast sum sterkustu fjármálaríki heims eins og Bandaríkin og Bretland.
Í fyrsta skipti í Íslandssögunni vinna líklega fleiri núna í fjármálageiranum en í sjávarútvegi. Fjármálalífið stóð undir einum þriðja hluta þess hagvaxtar sem hefur verið undanfarin ár.
Fjölbreytilegra atvinnulíf en áður
Umfang bankastarfseminnar hefur gjörbreytt starfsmöguleikum Íslendinga. Fjármálafyrirtæki hafa fjölgað tækifærum fyrir ungt fólk en tæplega 8.000 manns vinna nú hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum og sífellt bætist við. Sérhvert samfélag er í samkeppni við önnur samfélög um hæfa einstaklinga og því er mikilvægt að góðir kostir séu einnig í boði hér heima fyrir menntað fólk.
Bankarnir bjóða upp á störf sem fela í sér ótal tækifæri fyrir almenning og þessi störf eru ekki lengur einskorðuð við Ísland heldur er starfvettvangurinn heimurinn allur. Hin öfluga útrás er meira og minna leidd af fólki sem hefur metnað og skynbragð á tækifæri.
Bankarnir hafa breytt íslensku atvinnulífi mikið hvað varðar fjölbreytni starfa, en í þessu sambandi verður einnig að hafa í huga störfin í þekkingariðnaði og hátækni.
Á íslenskum vinnumarkaði starfa um 160 þúsund manns en hjá íslenskum fyrirtækjum erlendis starfa nú um 200.000 manns, langflestir útlendingar. Þetta er ótrúleg breyting á tiltölulega fáum árum.
Stjórnarskrá atvinnulífsins
Stjórnvöld eiga að hlúa vel að viðskiptalífinu þannig að það fái að vaxa og blómstra. Það gerum við með því að búa þeim vinveitt umhverfi og góð vaxtarskilyrði.
Sömuleiðis er skynsamlegt að efla eftirlitstofnanir, s.s. embætti saksóknara efnahagsbrota, fjármálaeftirlit og samkeppniseftirlitið. Öflugt eftirlit með viðskiptum er lykillinn að trausti og trúverðugleika. Traust og trúverðugleiki er þungamiðja viðskiptalífsins.
Ég hef hrifist mjög af afstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna sem hefur kallað samkeppnislög stjórnarskrá atvinnulífsins. Það finnst mér rétt nálgun og það er engin ástæða fyrir atvinnulífið að óttast samkeppnisyfirvöld eða öflugt eftirlit. Hagsmunir neytenda af öflugu eftirliti eru að sama skapi augljósir. Öflug samkeppni er kjarabarátta nútímans.
Innrás óskast
Staðreyndin er sú að það eru mörg tækifæri og spennandi möguleikar í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir. Framsókn og útrás íslenskra banka er farin að vekja gríðarlega athygli og umfram það sem við Íslendingar hér heima gerum okkur oft grein fyrir.
En þótt útrásin gangi vel þá lætur innrásin standa á sér. Það er hlutverk okkar allra að skapa þær aðstæður að erlend fyrirtæki sjái kosti í því að starfa á Íslandi svo að tækifærunum fjölgi enn frekar og verðlag lækki."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Innlent
- Við treystum því að þetta muni fara vel
- Lentu á Íslandi eftir að barn fæddist um borð
- Við erum ekki í neinu stríði við kennara
- Leðurblakan í Laugardal hefur skrækt sitt síðasta
- Myndskeið: Leðurblakan flýgur háskalega nálægt sundgestum
- Ljóst að gerendur í þessu máli fá bágt fyrir
- Tollurinn lokaði og farþegar lentu í rangri borg
- Efast um að Trump hafi tromp á hendi
- Ölfusárbrú lokuð tímabundið aðfaranótt fimmtudags
- Flokkur fólksins auglýsir eftir upplýsingafulltrúa
Erlent
- Móna Lísa fær sérherbergi
- Mexíkóflói verður Ameríkuflói á Google Maps
- Buðust til að senda hermenn til Grænlands
- Þrjár sprengingar í Svíþjóð og tveir handteknir
- Myndskeið: Fékk sálina og lífið til baka
- NATO og ESB þegja þunnu hljóði
- Stærsti núverandi baráttuvettvangur stórveldanna
- Forsætisráðherrann segir af sér
- Greindist með fuglaflensu í Bretlandi
- Engir trans innan banvænasta bardagaaflsins
Fólk
- Zellweger og Grant glæsileg á bleika dreglinum
- Hefur lést um 18 kíló með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja
- Skopmynd af stóra skómáli Ingu Sæland vekur athygli
- Bað kærustunnar á ógleymanlegan hátt
- Gwyneth Paltrow selur herragarðinn í LA fyrir 22 milljónir dollara
- Portrett af forsetafrúnni opinberað
- Áttburarnir orðnir 16 ára
- Gagnrýndur fyrir óviðeigandi brandara
- Ekkert var til sparað á sjö ára afmælinu
- Nick Cave um sonamissinn og drifkraft fjölskyldunnar
Íþróttir
- Öruggur sigur Reykjavíkurliðsins
- Stjarnan fær fyrrverandi landsliðsmann
- Jón Daði áfram á skotskónum
- Sigurmarkið frá miðju og Frakkar í undanúrslit
- Pólverjar þurftu vítakeppni gegn Bandaríkjunum
- Sigurganga Þórs heldur áfram
- Sannfærandi sigur Keflvíkinga
- Dagur: Það má alveg kalla þetta þjófnað
- Sigurkarfa Ástu í Garðabæ
- Dani á leið til Manchester United
Viðskipti
- Sterkt vörumerki eykur ánægju
- Pósturinn fer hægt yfir innanlands
- Markaðsvirðið lækkaði um 70 þúsund milljarða
- Gengi Íslandsbanka vanmetið
- Umsókn Alvotech og Teva tekin fyrir
- Vitundarvakning um andlega heilsu
- Markaðurinn jákvæður í garð Trumps
- Góð áhrif af endurkomu Trumps
- Hið ljúfa líf: Breitling flýgur inn til lendingar
- Árið gæti verið fjárfestum hagfellt
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Rétt er það hjá þér, að okkur sárvantar INNRÁS fyrirtækja.
Er með böggum Hildar yfir því, að þessi ofurgróði bankana er að mestu knúinn af þeim stærðum, sem venjulegir brauðstritarar eiga að greiða.
Svo skil ég ekki þessa svonefndu hagræðingu í versluninn hér hjá okkur. Ef mér skjátlast ekki, eru margfallt fleirri fermetrar á hverja afgreiðslu en áður var. Hvar er hagkvæmnin í því?
Þessvegna ber mönnum að fara varlega og hrapa ekki að neinu.
Í þeim efnum vildi ég benda þingmönnum á, að snarlega þarf að samþykkja lög um fullveldisrétt þjóðarinnar yfir ÖLLUM auðlindum okkar.
Ef ekki væri hætta á, að útlendir menn, mis fullir góðsemi, eignuðust þær í gegnum fyrirtæki, sem hefðu eignarrét eða hálfgerðan eignarrétt á þeim. Í verslun með fyrirtæki, hefur ítrekað orðið alger viðsnúningur í framkomu þeirra við viðskiptamenn sína, samanber orkufyrirtækin í BNA. Stórgróðamenn eru nú farnir að tala um nauðsyn ,,heimamarkaðar" fyrir útrásarfyrirtækin.
Það hljomar í eyrum fullorins Íhaldsmanns, sem veiðileyfi á notendur hérlendis til greiðslu ávöxtunarkröfu eigenda.
Miðbæjaríhaldið
frekar þjóðernissinnaður
Bjarni Kjartansson, 29.6.2007 kl. 12:01
Verslun og þjónusta og Fjarmagngeilin er meira fallvaltur en Fiskveiðar/hvað ef niðursveiflur verða og allt dregst saman þarna/Kaupi þetta ekki er þó Krati/Halli gamli,
Haraldur Haraldsson, 29.6.2007 kl. 23:18
Eitt megin þemað í málflutningi stuðningsmanna þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu í seinni tíð hefur verið að reyna að gera sem allra minnst úr mikilvægi íslenzks sjávarútvegar fyrir þjóðfélagið. Málflutningurinn hefur einkum byggst á því að sannfæra fólk um að sjávarútvegur skipti svo litlu máli í dag að það þyrfti ekki að taka neitt sérstakt tillit til hagsmuna hans ef til þess kæmi að Ísland sækti um aðild að sambandinu. Ástæðan fyrir þessu er afar einföld. Íslenzkum Evrópusambandssinnum hefur ekki tekizt, þrátt fyrri áralangar tilraunir og jafnvel áratugalangar, að sýna fram á að hægt yrði að tryggja sjávarútvegshagsmuni okkar Íslendinga ef til Evrópusambandsaðildar kæmi. Þeir hafa nú greinilega gefizt upp á þeim tilraunum og því er þessi leið farin.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.6.2007 kl. 23:40
Hef verið að bíða eftir þessari innrás lengi... og vonandi fer öll þessi útrás fjármálageirans að skila sér til okkar sem búum hér á landi.
Helga Auðunsdóttir, 3.7.2007 kl. 12:52
Þetta er öldungis rétt og auðvitað á efnahags- og atvinnustefnan að snúast um að byggja upp undirstöðutvinnuvegi framtíðarinnar, s.s. fjármálaþjónustu, hátækni- og þekkingariðnað og ferðaþjónustu - þar sem meirihluti starfa er áhugaverður og krefst menntunar.
Andstæðingar ESB-aðildar hugsa allt út frá gömlu undirstöðugreinunum þ.e. sjávarútvegi, landbúnaði og þungaiðnaði, og lifa enn á þeim tímum sem allt snerist um útvíkkun landhelginnar og næstu handstýrðu gengisfellingu krónunnar.
Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.