Allur pakkinn tekinn

Fjölskyldan hélt þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í gær. Rölt var niður í miðbæ upp úr hádegi og vorum við að furða okkur á því hvað það virtust vera fáir í bænum. Það átti svo sannarlega eftir að breytast. Aldrei þessu vant lék veðrið við höfuðborgarbúa en í minningunni er alltaf vont veður á 17. júní. Kannski er eitthvað til í þessu með hlýnun loftslags.

Annars var allur pakkinn tekinn hjá fjölskyldunni. Blöðrur, candy floss, hoppkastalar og pylsur. Allt á sínum stað og allir sáttir. Sem fyrr vöktu Skoppa og Skrítla mikla lukku en systurnar höfðu litla þolinmæði fyrir hinum breska fjöllistarmanni, The Mighty Gareth. En það kom ekki að sök enda nóg að gera í miðbænum þennan daginn.

Það væri nú gaman ef svona mannlíf væri í miðbænum að staðaldri.  Alltaf finnst mér það frekar sorglegt hvað Hljómskálagarðurinn er illa nýttur af höfuðborgarbúum. Það hefur lengi verið rætt um að setja kaffihús í garðinn. Mér finnst það mjög spennandi hugmynd enda vantar þennan indæla garð, umfram allt, mannlíf. Borgarbúar virðast þurfa ástæðu til að fara í Hljómskálagarðinn. Og ef ég svara fyrir sjálfan mig þá er ég sannfærður um að maður myndi fara oftar í Hljómskálagarðinn ef þar væri huggulegt kaffihús og síðan almennilegt leiksvæði fyrir börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skemmtileg færsla. Þetta rifjar upp margar góðar minningar einmitt á 17. júní meðan börnin voru lítil. 

Sigurður Þórðarson, 18.6.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband