Hvalkjöt og Írak

Í gær var mér boðið á fund í bandaríska sendiráðinu ásamt níu öðrum með Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Við vorum aðeins tvö úr pólitíkinni en Ragnheiður Elín Árnadóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðismanna, var þarna einnig. Annars voru þarna Þór Whitehead, sagnfræðingur og Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskólans og síðan nokkrir fréttamenn.

Það var einstakt tækifæri að fá að ræða málin milliliðalaust við svo háttsettan mann í bandarísku stjórnkerfi. Talsvert var rætt um brotthvarf Bandaríkjamanna frá Íslandi og málefni Írak. Samskipti við Rússland og framboð Íslands í Öryggisráð S.þ. bar einnig á góma og staðan í Kosovo sem Burns taldi að yrði sjálfstætt ríki innan tíðar.

Ég nýtti tækifærið og spurði kappann um Guantanamó og hvort hann væri ósammála fyrrverandi yfirmanni sínum, Colin Powell, um að það ætti að loka fangelsinu. Burns sýndi sína diplómatísku hæfni og svaraði því vel fyrir sinn hatt.

Um kvöldið var mér síðan boðið í kvöldverð með sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og sendiherra Svíþjóðar á Íslandi ásamt þýskum yfirmanni EES-mála hjá Evrópusambandinu. Þar ræddum við vítt og breitt um Evrópumálin og margt gagnlegt kom í ljós.

Annars var Þjóðverjinn yfir sig hneykslaður yfir því að hægt væri að fá höfrungakjöt á veitingastaðnum og til að stríða honum aðeins var ég eini við borðið sem fékk mér hvalkjöt. Það bragðaðist vel.


mbl.is Nicholas Burns fagnar framboði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

"Ég nýtti tækifærið og spurði kappann um Guantanamó og hvort hann væri ósammála fyrrverandi yfirmanni sínum, Colin Powell, um að það ætti að loka fangelsinu. Burns sýndi sína diplómatísku hæfni og svaraði því vel fyrir sinn hatt."

Hverju svaraði Burns eiginlega með Guantamano? Var hann sammála eða ósammála Powell? Ætlar annars ríkistjórnin að skipa sér á fremsta bekk í baráttu fyrir mannréttindum og beita sér fyrir því að þessum pyntingabúðum verði lokað, eða verður setningin um mannréttindamla gerð að innantómu hjali með aðgerðarleysi? 

AK-72, 15.6.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var gott hjá þér. Hvalkjöt er herramannsmatur og þess utan bráð hollt. Ég hef fyrir satt að útlendingum þyki sport að borða hvalkjöt á veitingastöðum og séu sólgnir í það.

Bara hrefnan borðar 2 milljónir tonna meðan við veiðum 1,5. Öll sjávarspendýr borða til saman tuttugu sinnum meira magn en við veiðum.  (Innan fiskveiðilögsögunar)  Láttu Þórunni vita af þessu.

Sigurður Þórðarson, 15.6.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Það sem skelfir mann mest að hlusta á Burns segja það í hverju viðtalinu á fætur öðru að við hefðum samþykkt á sínum tíma að fara í stríðið með þeim. Það var aldrei samþykkt og síðna kom sama klisjan að við gætum nú ekki verið á móti uppbyggingarstafi í Írak. Hefur það einhvern tíma verið í gangi?

Guðmundur Gunnarsson, 15.6.2007 kl. 15:03

4 identicon

Leiðinlegt að þú Gústi skulir ekki hafa tekið undir ályktun UJ gegn hvalveiðum á sínum tíma. Ég var mjög stolt af þeirri ályktun enda var ég enn í stjórn þegar hún var samþykkt og barðist fyrir að fá hana í gegn.

Vonandi fær Þórunn einhverju ráðið!

hee (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Stefán Jónsson

Mér finnst það leiðinlegt, Hildur Edda, að UJ skuli vera svo vitlausir að átta sig ekki á að matvælaframleiðsla er einn af hornsteinum hvers þjóðfélags.
Haldið þið í alvöru að maturinn sem þið kaupið og kaffið sem þið drekkið verði til úr engu? Eða drekkið þið kannski ekki kaffi af því að þið eruð á móti því að myrða kaffibaunir?

Stefán Jónsson, 15.6.2007 kl. 18:41

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Það er líklega gott að eltast við svona einstaklinga , og þiggja veitingar , Ókeypis !
Gott að fá frían málsverð .

Halldór Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 23:04

7 identicon

Mér finnst leiðinlegt, Stefán Jónsson, að það sé virkilega til fólk sem heldur því fram að hvalveiðar séu  mikilvægar til þess að hægt sé að framleiða mat.

Þetta komment þitt er heimskulegra en tárum tekur.

hee (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 15:34

8 identicon

Til marks um að hvalkjöt sé ekki nauðsynleg fyrir matarframleiðslu má benda á þessa frétt

 http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1275214

hee (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 15:35

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Verslunarrekstur Baugs er meiri erlendis en hérna heima.  Nú jæja þeir um það. Þá verðum við sem viljum kaupa hvalkjöt bara að leita annað, sem er vandræðalaust: Fiskbúðir, Nóatún, Bónus, Nettó, Samkaup osf.       Nú þá er ekki í kot vísað að fara á góðann veitingastað og panta hvalkjöt. 

Hildur getur svo maulað sínar pítsur, franskar og hamborgara og skolað því niður með kóki eða öðru ropvatni. 

Sigurður Þórðarson, 18.6.2007 kl. 16:28

10 identicon

Vá, ótrúlega sterkt skot eða hitt þó heldur.

*Þeir sem eru á móti hvalkjöti vilja öruggleg ekkert annað en skyndibita*

er þetta þín leið til að beita smjörklípuaðferð?

hee (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 16:02

11 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skemmtilegar og kannski vanþróaðar umræður hér. 

Ég held svei mér þá að almenningur á Íslandi skilji bara ekki hvað hvalveiðar eru mikið kvalræði fyrir meginhluta almennings í Þýskalendi og víðar.

Við stöndum auðvitað mikið nær framleiðslu og veiðum en almenningur í Evrópu, til dæmis. Þannig að þjóðverjar líta hvalveiðar öðrum augum en við og skilja ekki okkar hlið.

Aftur á móti virðast margir íslendingar telja að ef við fúlsum við hvalkjötinu séu hamborgarar og annar skyndibiti eini valkosturinn sem eftir er. Þetta er umhugsunarvert.

Síðan væri mjög gaman að sjá hvernig kaffibaunaveiðar fara fram.

Jón Halldór Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 18:18

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hildur og Jón,  mér þykir leitt ef þið eru sár.  Auðvitað er þetta mikið alvörumál fyrir ykkur.  Mér er aftur á móti alveg slétt sama hvað þið borðið bara ef það er eitthvað hollt. 

Ykkur til fróðleiks langar mig að geta þess að ég hef farið út að borða með útlendinga frá Evrópu t.d. á 3 Frakka  og jafnvel grænfriðungar eru forvitnir  hvernig hvalkjötið smakkast.   Þið ættuð bara að upplifa hvernig vandlætingin breytist í forvitni.  Jafvel þó þið takið ykkur hátíðlega gætuð þið varla varist að þykja það fyndið. 

Sigurður Þórðarson, 19.6.2007 kl. 23:22

13 identicon

Ef eitthvað er pólitískur rétttrúnaður hér á landi þá er það það viðhorf að "við Íslendingar veiðum hval af því að við megum það og viljum sýna öðrum þjóðum að við erum sjálfstæð".

Það er alltaf sorglega stutt í þjóðernisrembuna hér á landi og það er eins og fólk sé ennþá með minnimáttarkennd yfir því að Ísland skuli hafa verið undir valdi Dana fram á miðja síðustu öld.

Minnir dálítið á allt þetta þvaður um "sjálfstæða utanríkisstefnu" sem er vissulega góðra gjalda verð en getur hæglega farið út í öfgar. Það er eins og mörgum sé illa við að taka tillit til afstöðu annarra þjóða eða vilji sérstaklega vera uppi á kant við þær bara til að sýna þeim tvo á heimana. Þær þjóðir sem má segja að séu með hvað "sjálfstæðustu" utanríkisstefnurnar eru Bandaríkin, Íran og Norður-Kórea. Hvernig væri ef við færum bara að auðga úran og/eða framleiða kjarnavopn til þess að fá útrás fyrir okkar rembing? Nei ég bara spyr.

hee (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:30

14 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Hildur: Mér finnst fátt betra en ferskt hrefnukjöt. Á ég bara að halda kjafti útaf því að þjóðverjar hafa ranghugmyndir um hvalveiðar?

Steinn E. Sigurðarson, 20.6.2007 kl. 11:47

15 identicon

Nei mín vegna máttu alveg tjá þig um matarsmekk þinn, það er málfrelsi í landinu. Hins vegar gerir þinn smekkur hvalveiðar ekkert meira (eða minna) réttlætanlegar. Talaðu eins og þú vilt um hvalkjöt. Sama er mér. Ég ætla að halda áfram að vera á móti hvalveiðum þar sem ég tel mig hafa góða ástæðu til.

hee (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:57

16 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já þetta er nefnilega málið, fyrir mér er hvalurinn bara auðlind sem við getum nýtt eins og aðrar auðlindir landsins á skynsamlegan máta, svo lengi sem eftirspurn er eftir þeim.

Fyrir minn smekk yrði ég dapur ef hvalveiðum yrði alfarið hætt, því mér og mínum þykir það afskaplega gott (nú tala ég um hrefnuna, hef ekki prófað aðrar tegundir). Hinsvegar sé ég líka gildi þess að hætta hvalveiðum útaf ferðamannaiðnaðinum, en mér finnst mun eðlilegra að við höldum úti góðum upplýsingaveitum um stöðu þeirra hvalastofna sem við veiðum, svo öll þessi blæðandi hjörtu vegna hvalanna geti farið að gróa.

Steinn E. Sigurðarson, 20.6.2007 kl. 12:07

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrirgefðu Jón Hnefill

Viðskiptarök: 

1. 

Hérna fyrir ofan skrifaði ég að sjávarspendýr borða 20 x meir en við veiðum. Þar af borðar hrefnan 2 milljónir tonna. (við veiðum 1,5)

2. 

Takmarkaðar veiðar eins og Hafró leggur til leiða til umtalsvert betri afrakstri af síld, loðnu og þorsk svo dæmis séu nefnd. Þetta er vísindalega óumdeilt.

3. 

 Þeir sem veiða hval halda því fram að þeir geti selt afurðirnar.

Sigurður Þórðarson, 20.6.2007 kl. 15:07

18 identicon

Hvalirnir eru ekki að taka neitt frá okkur mannfólkinu, ekki frekar en aðrar dýrategundir.

hee (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 16:20

19 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég er í UJ og skrifaði undir þessa ályktun, EN borða samt hval og finnst grilluð Hrefna mjög góð. Ég skrifa nefnilega ekki undir það að vera á móti hvalveiðum við Ísland á þessum tímapunkti vegna þess að ég er á móti því að veiða hvali almennt, heldur út af því að það er ekki gáfulegt við núverandi kringumstæður - því það er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta er bara vond business hugmynd eins og þeir segja.. einhverstaðar.

.

Hér fyrir ofan var sagt að við ættum að nýta þær auðlindir sem eru markaðir fyrir, en það sorglega er að það er næstum enginn markaður fyrir hvalkjöt nema þá það sem er veitt í vísindaskyni. Þetta er því að verða nýr ríkisstyrktur atvinnuvegur á Íslandi, og miðað við ríkisstyrkina í landbúnaðarkerfinu og sjávarútveginum (Sjómannaafslátturinn!) þá sé ég enga ástæðu til að vera bæta óhagkvæmum hvalveiðum á spena ríkisins - betur væri þeim fjármunum eytt í fjárfestingu í menntun.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 21.6.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband