Framsókn á tímamótum

FramsóknarkindinValgerður Sverrisdóttir var í dag kosin varaformaður Framsóknarflokksins og ég vil byrja á að óska henni til hamingju með það. Valgerður er kjarnakvendi sem hefur marga fjöruna sopið. Hún hefur sýnt það í tvennum kosningum að hún skilar sínu. Framsóknarflokkurinn hefur fengið sína bestu útkomu í hennar kjördæmi í síðustu tveimur kosningum. Og það segir sitt um stöðu hennar.

 

Formaður flokksins, Guðni Ágústsson, verður seint álitinn týpískur stjórnmálaleiðtogi. Í má raun segja að hans helstu gallar séu um leið hans helstu kostir. Guðni hefur þann eiginleika að virðast í senn íhaldssamur og óútreiknanlegur. Hugmyndafræði hans er hrein og bein og hefur sterka skírskotun til þjóðernistilfinningu margra Íslendinga. Hann þykir sniðugur og orðheppinn en er að sama skapi ekki tekinn alvarlega af öllum. Reynsla mín af Guðna er að hann er heill og kemur eins fram við alla. Guðni er eins hvort sem hann er í ræðustól, í viðtali eða bara í mötuneyti okkar þingmanna. Hann er viðkunnanlegur karl.

 

Framsóknarflokkurinn stendur á tímamótum. Tveir af reyndustu þingmönnum flokksins hafa nú tekið við stjórnvölinn. Engu að síður virðast ýmsir telja að Guðni verði aðeins biðleikur. Og athyglisvert viðtal við Finn Ingólfsson í Viðskiptablaðinu rennir stoðum undir þá kenningu.

 

Margir líta til Sivjar enda hefur hún sýnt að hún hefur metnað til að verða formaður og fékk ágæta kosningu þegar að Jón Sigurðsson var kjörinn formaður. Það er hins vegar spurning hvernig fjögur ár í stjórnarandstöðu fara með hana. Nafn Björns Inga er nefnt en maður heyrir það meðal Framsóknarmanna að hann er umdeildur. Hann geldur þess kannski að hafa verið aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar og í já–armi flokksins þegar að síga fór á ógæfuhliðina. Hann er kannski of tengdur Halldóri til þess að teljast fýsilegur kostur. Hann er hins vegar leiðtogi Framsóknarmanna í borginni og formaður Borgarráðs þrátt fyrir að hafa halað inn heilum 6% í kosningunum. Það má hins vegar ekki að vanmeta Björn Inga sem að sögn kunnugra hefur óslökkvandi löngun til að verða næsti formaður Framsóknarflokksins.

 

Metnaður hans er mikill og því brostu ýmsir þegar að hann lýsti því yfir eftir alþingiskosningarnar að best væri fyrir Framsóknarflokkinn að safna vopnum sínum í stjórnarandstöðu og endurheimta traust kjósenda. Sennilega hefur þessi afstaða hans haft eitthvað með það að gera að leiðin að formannsstólnum varð mun greiðari eftir að Jón Sigurðsson sagði af sér, sem var óhjákvæmilegt að gera fyrst að flokkurinn fór ekki í ríkisstjórn. Í það minnsta hvarflaði það ekki að Birni Inga eftir borgarstjórnarkosningarnar að sitja í minnihluta jafnvel þó að 94% borgarbúa hefðu ekki séð ástæðu til að styðja Framsóknarflokkinn þá.

 

Ég hef hins vegar alltaf haft mikla trú á ritara flokksins, Sæunni Stefánsdóttur. Sæunn var með mér í stjórn Framtíðarinnar í MR þegar ég var forseti nemendafélagsins fyrir hartnær 10 árum en þá taldi ég reyndar að hún væri krati. Þegar Sæunn settist á þing fyrir Halldór Ásgrímsson fannst mér hún strax standa sig afburðavel. Hún hefur varið flokkinn sinn á erfiðum stundum og var alltaf vel undirbúin og málefnaleg. Þrátt fyrir að Sæunn hafi núna dottið af þingi vona ég að við munum sjá meira af Sæunni í pólitíkinni. Og það eru aðrir framtíðarmenn, til dæmis nýr þingmaður Höskuldur Þórhallsson lögfræðingur sem ég býst fastlega við að muni mæta sterkur leiks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Mín skoðun er sú að Framsóknarflokkurinn verði að móta sér pólitíska-stöðu í huga fólks; sérstaklega eftir allt þetta rugl sem virðist hafa einkennt flest í kringum flokkinn á undanförnum árum.

En þar á ég við að Framsókn virðist ekki hafa lengur skírskotun til ein eða neins í huga fólks í sambandi við pólitík - allavega þeim sem ég þekki til.

Gísli Hjálmar , 11.6.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Halldór Ásgrímsson ætlaði að gera flokkinn nútímalegri.  Áður en Halldór tók við flokknum var flokkurinn merkisberi landbúnaðar og landsbyggðar og Samvinnuhreyfingarinnar.

Síðan kemur Dóri og þá lendir flokkurinn í því að vera baráttutæki fyrir kvótakerfið í sjávarútvegi, sem hefur í för með sér byggðaröskun og samþjöppun í greininni, en líka mikla peninga, fyrir þá sem hættu í greininni.  Jafnframt því færist flokkurinn greinilega til hægri.

Til að reyna að snúa við byggðaröskuninni, gripu framsóknarmenn nú til þess ráðs að vinna ötullega að uppbyggingu stóriðju og nýtingu orku landsins.

Nú þegar flestir sjá að ekki verður áfram haldið á þeirri braut, þá er flokkurinn í vanda.  Hann á að mínu mati aðeins einn kost. Að gerast bændaflokkur á ný og snúast gegn kvótakerfinu. Veiðiréttur sjávarjarða ætti að vera baráttumál íslenska bændaflokksins númer 1.  Ennig ætti hann að snúast gegn stóriðjustefnunni. Ferðamennska og markaðssetning landsins sem óspjallaðs og hreins lands þar sem fólk fer um landið og ríður út og fer í veiði. Það ætti að vera draumur framsóknarmanna. 

Jón Halldór Guðmundsson, 11.6.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband