Ekki nauðsynlegt að vera alltaf sammála

VOGIRÉg hélt ræðu í dag á ráðstefnu á vegum Kvenréttindafélags Íslands um vændi, virðingu og jafnrétti. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,A Place for Prostitution? Gender Equality and Respect in Modern Societies” og var því ráðstefnan haldin á ensku. Mér finnst það alltaf svolítið sérstakt að halda ræðu á ensku og svara spurningum á erlendri tungu. Að sjálfsögðu er orðaforðinn takmarkaðri á erlendri tungu jafnvel þó að enskan sé auðvitað mun auðveldari en mörg önnur mál.

Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Rosy Weiss frá Austurríki sem er forseti International Alliance of Women (IAW), Marit Kvemme frá Noregi sem er ráðgjafi menntamála og situr í stjórn Women´s Front of Norway, Network Against Trafficking in Women og FOKUS (Forum for Women and Development) og loks Rachael Lorna Johnstone frá Skotlandi sem er lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Fundarstjóri var Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

Inntakið í ræðu minni var að kynjajafnrétti og vændi fara ekki saman. Þá dró ég fram að í mínum huga er vændi ofbeldi sem okkur ber að fordæma og vinna gegn með öllum tiltækum leiðum. Eitt mikilvægasta skerfið í þeirri baráttu er að gera kaup á vændi refsivert. Með því sendum við þau mikilvægu skilaboð að það sé ekki rétt að kaupa líkama fólks með þeim hætti sem vændi er. Sömuleiðis er ég sannfærður um að það hefði áhrif á eftirspurnina og þar af leiðandi á framboðið. Ég rakti fjölmörg önnur rök fyrir því að gera kaupin refsiverð, enda verð ég sannfærðari um þessa leið því meira sem ég velti henni fyrir mér.

Heilmiklar umræður spunnust um þetta efni og voru ekki allir fyrirlesarar sammála, enda er það auðvitað ekki markmiðið að allir séu sammála um leiðir. Eðli málsins samkvæmt sækja þingmenn ráðstefnur og fundi nokkuð reglulega, ýmist sem áhorfendur eða sem þátttakendur. Og ég verð að segja að fundir þar sem settur er saman einsleitur hópur af ræðumönnum sem allir nálgast viðfangsefnið út frá sama sjónarhorni gefa manni lítið og eru eðlilega lítt til þess fallnir að víkka sjóndeildarhringinn. Að þessu leyti lukkaðist ráðstefnan í dag vel og reyndar var mjög ánægður með efnistök og skipulag á þessari ráðstefnu og ekki síður að vera í hópi með jafnáhugaverðum ræðumönnum og þarna voru staddir í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Halló ...

... ég vil bara benda fólki á að auknar "refsingar" eru ekki alltaf einu lausnirnar sem virka á vandamálin. Hvorki gagnvart þessu umrædda vandamáli, né öðrum samfélagsvanda.

Það má aldrei gleyma því að við erum að fikta við tilfinningarlíf einstaklinga - og það hafa allir tilfinningar.

Hvort sem þú ert þolandi eða gerandi ...

Gísli Hjálmar , 9.6.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Ágúst ég hélt að þú værir með smá vit í kollinum en að þú værir kjáni það vissi ég ekki.  Ef þú ætlar að banna kaup á vændi þá máttu ekki leyfa söluna það er svona svipað og leyfa innflutning og dreifingu á eitulyfjum og banna neysluna.  Eftir að hafa lesið það sem þú ert að skirfa þá efast ég um að þú sért hæfur til að sitja á Alþingi. 

Arngrímur varðandi kynferðisafbrotamál þá eru þau alltof oft þannig að þar eru bara tveir til frásagnar og ef þú ætlar að veita "þolandanum" meira vægi en í dag óttast ég að það verði til þess að "réttarmorðum" fjölgi sérstaklega þegar ekki má sýkna í þessum málum án þess að fjölmiðlar óg almenningur hafi í hótunum við dómstólana.

Ágúst þú ert til dæmis í stjórnmálum og ert því hugsanlegt skotmark fyrir falska svona kæru.

Einar Þór Strand, 9.6.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Mig langar að þakka þér fyrir það Ágúst Ólafur að vera karlmaður sem þorir að vera málsvari feminískra málefna. Ég þakka fyrir hverja þá karlmannsrödd sem bætist í hóp okkar sem erum málsvarar jafnréttis kynjanna.

Langar að benda hér á smá grein sem ég linkaði inn á á mínu bloggi fyrir nokkru síðan.

Árangur Svía með vændið 

Reyndar eru til efasemdarmenn bæði í hópi karla og kvenna um sænsku leiðina og sjálfri finnst mér allt í lagi að bæði kaup og sala á vændi væri bönnuð - en finnst þó illskárra að sænska leiðin sé farin en að allt sé þetta bara leyfilegt.

Ég vona svo sannarlega að þú og fleiri sem nýlega voruð í stjórnarandstöðu sem eruð fylgjandi sænsku og austurísku leiðinni munið beita ykkur fyrir því að nýju kynferðisafbrotalögunum verði breytt til betri vegar. Það var algerlega fáránlegt hvernig sjálfstæðisflokkurinn beitti sér í því máli rétt fyrir lok síðasta þings.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 9.6.2007 kl. 14:51

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Voðalega finnst mér leiðinlegar svona athugasemdir eins og Einar Þór Stand kom með. Það voru engin rök, bara blammeringar sem lýsa honum sjálfum meira en manneskjunni sem hann var að reyna að lýsa. Einmitt þegar maður gerir kaupandann að lögbrjóti, en ekki seljandann, verður það til þess að sá sem selur vændið er frjáls að leita sér hjálpar, sérstaklega vegna ofbeldis sem oft fylgir þessari iðju. Mér finnst nauðsynlegt að gera kúnnann aðlögbrjóti, því það verður að koma einhversstaðar fram að þetta er ekki allt í lagi. Sá sem selur líkaman sinn er fórnarlamb, en sá sem kaupir vændið er glæpamaður.

Síðan má gera eitthvað í nauðgunarmálunum. Um daginn kom upp mál þar sem 14 ára gömul stelpa lenti í hópnauðgun, þar sem allir voru sýknaðir. Hvernig er það, er leyfilegt samkvæmt lögum að hafa samfarir við 14 ára gamalt barn? Mér finnst að þetta eigi að dæmast sem nauðgun þar sem fórnarllambið er undir lögaldri og getur því ekki tekið ábyrga ákvörðun um svona hluti. Í Svíþjóð telst það nauðgun að hafa samfarir við barn undir lögaldri, hvort sem barnið er neytt til þess eða ekki. Þar er það líka í ábyrgð þess sem er eldir að fullvissa sig um að viðkomandi hafi náð lögaldri. Mig minnir líka að það sé komið í lög að sé annar aðilinn svo drukkinn eða lyfjaður að viðkomandi geti ekki hindrað samræðið vegna þessa, þá telst það líka nauðgun.

Ásta Kristín Norrman, 9.6.2007 kl. 18:41

5 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Sorry ég hélt það væri 15 ára.

Ásta Kristín Norrman, 10.6.2007 kl. 10:54

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég hef aldrei haft trú að boðum og bönnum.
Er rétt að banna vændi, myndi það leysa vandann - framboð og eftirspurn - það er næg eftirspurn eftir þessu og hún mun ekki breytast við það að banna vændi - það verður bara lokaðra.

Annars góð grein hjá þér Ágúst.

Óðinn Þórisson, 10.6.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband