Það á að vera auðvelt að lýsa yfir vilja sínum til að vera líffæragjafi

SunsetÞað er oft vandratað í heimi hér. Mér hefði ekki komið það í hug en það sem þurfti til að heimsbyggðin áttaði sig á mikilvægi líffæragjafar var greinilega plat-raunveruleikaþáttur. Þátturinn sem sýndur var í hollensku sjónvarpi hefur vakið heimsathygli og firringin sem virðist einkenna nútímann gerði það að verkum að fólk var tilbúið að trúa því að þetta væri raunverulegt.

En það er eins með þennan mikilvæga málstað eins og svo marga aðra að það er ekki auðvelt að vekja athygli á honum. Ég vona að þessi plat-uppákoma í Hollandi verði til þess að líffæragjöf komist almennilega í umræðuna hér á landi. Þó að líffæragjöf sé í sumum tilfellum viðkvæmt mál þá er það einnig sterkur punktur sem fram kom í viðtali við lækni einn í fréttum Sjónvarps að þeir sem eru tilbúnir að taka við líffærum annarra ættu að vera sjálfir tilbúnir að láta sín líffæri þegar svo ber undir.

Ég hef tvívegis lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að upplýsingar um vilja til líffæragjafa komi fram í ökuskírteininu hjá fólki. Fyrir mörgum er þetta einfalt mál og ég er sannfærður um að það yrði mikli aukning á framboði af líffærum sem bjargað gætu óteljandi mannslífum ef þetta yrði gert mögulegt. Það er einfaldlega of hár þröskuldur fyrir fólk að þurfa að sækja um og bera á sér sérstakt skírteini um að þeir séu líffæragjafar.

Þetta er ekki flokkspólitískt mál frekar en fyrningarmálið. Þetta er bara skynsamleg og eðlileg leið til að draga úr þjáningu og gefa fleirum kost á góðu lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þetta er fyrir löngu orðið tímabært málefni.

Að sjálfsögðu ætti að hafa svona upplýsingar á auðsóttum stað hjá viðkomandi og því ekki ökuskírteinið.

... gott mál!

Gísli Hjálmar , 5.6.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Það skrýtnasta var sem kom fram í fréttum um daginn að þó að einhver sé með líffæragjafarkort þá geta ættingjar samt hafnað líffæragjöf...? Ef ég skildi það rétt sem var lesið á rúv.

Anna Runólfsdóttir, 5.6.2007 kl. 16:37

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lífflæragjöf er kannski EKKI eins einfalt mál og látið er í veðri vaka. Afhverju eru aðstandendur svona tregir á að gefa lífflæri úr sínum nánustu? Það er ekki mannvonska. Það eru einhverjar djúpstæðar sálrænar átæður fyrir því sem taka þarf tillit til. Nánast enginn umræða hefur farið fram í landinu um líffæragjafir, einungis þrýstingur læknayfirvalda og svo ert þú með nákvæmlega sams konar þrýsting án nokkurrar raunverulegrar umræðu um hinar ýmsar hliðar málsins . Hér er vísað í annars konar viðhorf og margt fleira þarf að ræða. http://logos.blog.is/blog/logos/entry/228609/

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2007 kl. 16:42

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg hef lesið þessa grein sem þú minnist á Sigurður og ég get ekki séð hvernig glæpamenn ættu að geta hagnast á þessu. Eftir slys fer sjúklingu á sjúkrahús og ef til greina kemur að nota líffærin, eru það læknar sem ákveða það og vefjaflokkar og forgangur sem ræður hver fær líffærin. Auðvitað geta glæpamenn hagnast á líffærafluttningi, en ef ég væri glæpo og ætlaði að myrða til að geta selt líffæri, er ég hrædd um að ég mundi ganga hreinna til verks en að setja á svið bílslys. Ef ég á annað borð væri til í að drepa manneskju til að selja líffærin, mundi mér vera nok sama um viðhorf viðkomandi til líffærafluttnigs.

Ég sé ekkert að því að skrá þetta í ökuskirteini, nema að það takamarkar mögulega líffæragjafa við þá sem hafa bílpróf. Ef við göngum samt út frá því að allir sem vilja þiggja líffæri, séu tilbúnir til að gefa, er þá ekki betra að þeir sem ekki geta hugsað sér að þiggja líffæri skrái sig sem ekki líffæraþyggjendur og gjafar og ef ekkert er skráð, er gert ráð fyrir að viðkomandi vilji bæði þyggja og gefa. Ef fólk verður skyndilega í þörf fyrir líffæri, kannske vegna slyss Þá eru ekki alltaf aðstæður til að ræða við sjúkling hvort hann vilji þyggja eða ekki. Og ef viðkomandi er ekki skráður, er leyfilegt að gefa viðkomandi líffæri eða taka líffærin fyrir aðra sjúklinga ef lífið er búið fyrir viðkomandi.

Ég vona að þetta sé ekki of flókið, en eru einhver lög því til fyrirstöðu að leyft verði að nota líffæri úr öllum sem ekki hafa tekið fram að vilji það ekki? Ég geri þá ráð fyrir að fólki verði gert þetta kunnugt á einhvern hátt svo þeir geti látið skrá sig ef þeir eru á móti líffæragjöfum.

Ásta Kristín Norrman, 5.6.2007 kl. 23:35

5 identicon

Ég er líka alveg sammála því sem hefur verið að koma fram í fréttum undanfarið.  Af hverju ekki að hafa áætlað samþykki í stað áætlaðrar neitunar?  Mig minnir að það hafi verið talað um Belgíu (leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál) þar sem þetta var gert og líffæragjöfum hefur fjölgað heilan helling.

Skráið frekar þá sem vilja ekki gefa (og þá þiggja) líffærin í staðinn fyrir það að það sé eins erfitt og raun ber vitni að vilja gefa líffærin sín, amk að koma því til skila að maður vilji það.

KV

Inga L

Inga Lilý Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:56

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki taka svona bókstaflega þessa vísun mína til Laufeyjar. Það er bara eitt atriði sem HÚN er að benda á en ÉG er að reyna að vekja athygli á því að almenn siðferðleg umræða um þetta mál hefur verið takmörkuð. Það hefur hún verið. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband