Bestu árin

MenntunŢeir eru margir sem halda ţví fram ađ menntaskólaárin séu bestu ár ćvinnar. Á laugardagskvöld hitti ég marga góđa vini og félaga úr Menntaskólanum í Reykjavík ţegar viđ hittumst í tilefni af ţví ađ 10 ár voru liđin frá útskrift úr skólanum. Og ţađ var ótrúlega skemmtilegt ađ hitta aftur bekkjarfélagana úr náttúrufrćđideildarbekknum en suma ţeirra hafđi ég ekki hitt í mörg ár. Ţađ var ekki síđur skemmtilegt ađ heyra hvađ fólk er ađ fást viđ. Eđli málsins samkvćmt eru ţeir nokkrir lćknarnir og verkfrćđingarnir í bekknum og nokkrir sem enn eru erlendis í námi. Bekkurinn hefur líka veriđ nokkuđ iđinn ţegar kemur ađ barneignum.
 
Í upphafi kvöldsins voru höfđ mörg orđ um ţađ hvađ fólk hafđi lítiđ breyst og viđ vorum eiginlega öll á ţví ađ bekkjarfélagarnir vćri eins eftir öll ţessi ár. En eftir ađ myndband var sýnt úr útskriftarferđ árgangsins mátti glögglega sjá ađ sú fullyrđing átti ekki alveg viđ rök ađ styđjast. Ţar mátti sjá fríđan en mjög barnalegan hóp, sem ţó stóđ sennilega í ţeirri trú ađ mannskapurinn vćri ekkert minna en rígfullorđinn. Áratug seinna hafa margir ađeins bćtt á sig, fengiđ velmegunarvömb og einhverjir teknir ađ grána.
 
Baldvin Ţór Bergsson fréttamađur á Ríkissjónvarpinu var rćđumađur kvöldsins og rifjađi upp góđar stundir úr MR. Rćđa hans var góđ og niđurstađa hans var einmitt sú ađ árin í Menntaskólanum vćru líkast til međ ţeim skemmtilegri á ćvinni.
 
Ég kunni alltaf vel viđ mig í MR. Mér finnst skólinn sjarmerandi og ţćr eru skemmtilegar hefđirnar sem ţar lifa góđu lífi. Dćtur okkar Ţorbjargar hafa fengiđ mátulega hlutlaust uppeldi og Elísabet Una eldri dóttir okkar, sem nýlega er orđin 5 ára, sagđi viđ okkur foreldrana um daginn: Áđur en mađur byrjar í Háskólanum, ţá fer mađur í MR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér finnst einhvern veginn alltaf hrćđilega sorglegt ţegar ég heyri fólk segja ađ menntaskólaárin hafi veriđ bestu ár lífs ţeirra- ţó MR hafi ekki veriđ sem verstur.

María Kristjánsdóttir, 4.6.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Óđinn Ţórisson

Takk fyrir ađ samţykkja mig sem bloggvin

Menntaskólaárin voru mjög skemmtilegur tími enda ekkert skelfilega leiđinlegt ađ sitja í 4.ár á skólabekk 90% stúlkur og 10% strákar ţannig voru hlutföllin ţá í Kvennó.

Óđinn Ţórisson, 4.6.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Berglind Hermannsdóttir

Ég var ađ klára 4. bekk Menntaskólans og ég er strax farin ađ hlakka til ađ fara á svona reunion..

MR er frábćr valkostur og ţađ er alltaf gaman í skólanum (misgaman ađ sjálfsögđu, en ávallt gaman)

Mbk

Berglind 

Berglind Hermannsdóttir, 5.6.2007 kl. 20:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband