31.5.2007 | 17:06
Fyrsta þing mitt sem stjórnarþingmaður
Sumarþingið var sett í dag við hátíðlega athöfn. Ég er að hefja mitt annað kjörtímabil á Alþingi og ég verð að segja að ég kann bara orðið ágætlega við þessa athöfn. Það er á henni mikill virðugleikablær. En hún virðist hins vegar ekki koma mikið við almenning á Íslandi því þeir eru fáir sem koma til að fylgjast með athöfninni. Lögreglumennirnir eru yfirleitt fleiri á Austurvelli en áhorfendurnir.
En það breytir því ekki að það er alltaf ákveðinn spenna í loftinu á fyrsta degi þings, ekki ósvipað spennunni sem fylgdi fyrsta skóladegi hvers árs á sínum tíma og allir kannast við.
Meðal þess sem gerðist markvert á Alþingi í dag var að 16 nýir þingmenn og 2 varaþingmenn rituðu drengskaparheit við stjórnarskrána, en þetta þarf hver nýr þingmaður að gera. Síðan tók starfsaldursforseti þingsins við stjórn þingfundarins, en það er enginn önnur en stórvinkona mín, Jóhanna Sigurðardóttir. Ég minni hana reglulega á þá staðreynd að ég var bara eins árs gamall þegar hún settist fyrst á þing.
Spennandi verkefni framundan
Í dag var einnig kosið í flestar nefndir þingsins. Ég verð formaður í viðskiptanefnd Alþingis, ásamt því að verða varaformaður í bæði allsherjarnefnd og heilbrigðisnefnd þingsins og auk þess verð eg varamaður í utanríkismálanefnd. Þá tek ég sæti í Alþjóða þingmannasambandinu og verð varamaður í Íslandsdeild NATÓ.
Ég hlakka mikið til að takast á við að stýra viðskiptanefnd þingsins. Verksvið þeirrar nefndar er m.a. fjármálageirinn, bankarnir, kauphöllin, neytendamálin og samkeppnislögin. Þarna liggur útrásin og vonandi innrásin, sem því miður stendur enn á sér.
Spunakerlingar og álitsgjafar
Mér finnst æði sérstök sú umræða sem stundum á sér stað á blogginu og í sumum fjölmiðlum um stöðu manna í pólitíkinni. Ég hef ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Það er fróðlegt sem ég hef tekið eftir að þeir sem hvað oftast tjá áhyggjur af velferð minni í pólitíkinni eru yfirleitt yfirlýstir pólitískir andstæðingar Samfylkingarinnar.
Undanfarið hafa þessir aðilar verið að velta sér upp úr því hver muni setjast í hvaða nefnd á vegum þingsins. Ég get hryggt þá með því að ég fékk nákvæmlega það sem ég bað um. Og til þess að þeir geti hætt að velta sér upp úr uppgerðarsamúð í minn garð þá get ég upplýst þessa áhugasömu einstaklinga um að ég sóttist ekki eftir formennsku í fjárlaganefnd. Formennska í viðskiptanefnd er mun nær áhugasviði mínu og menntun en lokaritgerð mín í lögfræði var einmitt á sviði samkeppnisréttar.
Það má sömuleiðis halda því til haga varðandi formennskuna í þingflokknum að það er gert ráð fyrir því í lögum Samfylkingarinnar að varaformaður flokksins og þingflokksformaður séu sitthvor einstaklingurinn í stjórn flokksins.
Þegar ég varð varaformaður Samfylkingarinnar fyrir tveimur árum gekk ég einmitt úr stjórn þingflokksins en þar hafði ég setið allt frá því að ég settist fyrst á þing. Það hefði því verið vandkvæðum bundið fyrir mig á að takast á hendur þessar skyldur báðar í einu.
Ég vona að bloggarar og álitsgjafar séu einhvers vísari um hvernig þessu háttar öllu saman og geti sofið rólegir á næstunni yfir velferð minni í pólitíkinni. Sjálfur sef ég flestar nætur afar vel og er bara harla sáttur við hlutskipti mitt í heimi hér.
Stjórnarandstaðan á Alþingi byrsti sig á þingsetningarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Ágúst, kærar þakkir fyrir þennan pistil - Best væri ef hægt væri að líma hann sem komment inn í þessar undarlegu bloggfærslur sem nánast tilkynna andlát þitt í pólitík í færslunum sínum af því að þeir sjá þig ekki í embættum sem þessir hinir sömu eru fyrirfram búnir að setja á einhvern kvarða, virðulegast, minna virðulegt, minnst virðulegt. Mér finnst frábært að þú skulir taka að þér formennsku í viðskiptanefnd og hlakka til að fylgjast með framhaldinu. Til hamingju með nýtt þing og spennandi verkefni
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 17:19
Það er engin ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af þér Ágúst. Þú ert trúlega prýðilega lánsamur einstaklingur eftir því sem best verður séð.
Það er hins vegar spurningin sem við sum okkar spyrjum hvort þú sért að fá eðlilegar vegtyllur í samræmi við stöðu þinnar innan flokksins og vilja kjósenda. Kannski erum við einhverjir að óttast að þú sért skaplaus hvað þetta varðar. Auðvitað finnst öllum hálf ljótt að ota sínum tota en þú ert að gefa þig í pólitík til að hafa áhrif og ef þér er treyst verður þú að krefjast þess að þú sért með þau áhrif sem þú ert valinn til. Svo einfalt er það.
Ég get hins vegar skilið að sökum ungs aldurs og einhvers hugsanlegs reynsluskorts liggi þér svo sem ekkert á því þú hafir tímann fyrir þér.
Ég gerði þá undantekningu að kjósa Samfylkinguna að þessu sinni, kannski mest vegna þín, Katrínar, Jóhönnu og Láru og vil að sjálfsögðu sjá veg ykkar sem mestan.
Gangi þér allt í haginn og til hamingju með öll nýju djobbin.
Haukur Nikulásson, 31.5.2007 kl. 17:23
Gott að heyra að ekki er verið að ýta þér til hliðar. Er reyndar stuðningsmaður samfylkingarinnar sjálfur, verð að játa að ég er einn af þeim sem efuðust samt um þig. ;)
Til hamingju með nýja ríkisstjórn og gangi ykkur sem allra best. Það er skemmtileg tilbreyting að vera ekki lengur ósáttur með flestar pólitískar fréttir sem maður rekst á!
B.kv.
Friðrik Jónsson, 31.5.2007 kl. 17:47
Hahaha, mér finnst eiginlega bara fyndið að einhver áhorfandi hafi mætt yfirhöfuð. Gefið þið ykkur síðan tíma til að gefa eiginhandaráritanir? er klappað? eða öskrar fólk eitthvað eins og: "Niður með fjögurra vikna innlausnarfrest óskilapenings" eða hvað fær fólk til að mæta á þessa setningu?
Eva Kamilla Einarsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:45
Ég segi enn og aftur - þú ert bara frábær Ágúst - ég kaus Samfylkinguna í fyrsta skipti þetta vor - hef hingað til látið X-D fá mitt atkvæði því ég vil alls ekki fá evruna hingað sem gjaldmiðið - dró fleiri með mér að kjósa ykkur því ég vil sjá breytingar frá því sem verið hefur undanfarið ár - og þar vil ég meina að unga fólkið komi með ferskar hugmyndir og nýjungar inn og hlakka til að sjá framvindu mála í þínum höndum Ágúst því ég veit þú ert mjög skynsamur ungur maður og trúi innilega að mitt atkvæði eigi samt ekki eftir að kalla yfir mig evruna.
Ása (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 21:24
Flottur pistill Ágúst, ég er sammála þér það er miklu skemmtilegra hlutverk að vera formaður viðskiptanefndar en formaður þingflokks. Í viðskiptanefnd er eitthvað að gerast sem vert er að hafa áhrif á en formaður þingflokks er jú fyrst og fremst skipulagsstjóri. Mikilvægt hlutverk en ekki eins skemmtilegt og formennska í nefnd sem maður hefur áhuga á.
Já og Haukur takk fyrir að kjósa Samfylkinguna vegna mín, það gerir mig stolta þegar einhver sem ég hef þekkt frá því í barnaskóla, verslað við og unnið hjá, sér í mér það mikið að hann kýs flokkinn minn.
Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:41
líst vel á þig, sýndir yfirvegun í þessu ráðherrauppstillingardæmi, einhver verður að stjórna flokknum,Ingibjörg sjálfsagt erlendis næstu 12 árin vonandi
Haukur Kristinsson, 31.5.2007 kl. 22:46
Góður pistill hjá þér Ágúst og til hamingju með nýtt þing..
Páll Jóhannesson, 31.5.2007 kl. 23:14
Ég er jafnaðarmaður. Mér er það því algjörlega óskiljanlegt, að Samfylkingin skuli ganga inn í stjórnarsamstarf, þar sem ekki á að hrófla neitt við fiskveiðistjórnunarkerfinu. Að þjóðareign landsmanna skuli í reynd viðurkennd sem einkaeign fámenns útgerðarauðvalds. Það er enn óskiljanlegra, að frjálslyndir jafnaðarmenn skuli styðja kerfi, sem meinar nýliðun í einhverri atvinnugrein. Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessum afleik! Svo var það náttúrlega þetta með lista hinna viljugu þjóða; þar komu fyrstu ónotin í magann, um vægi Samfylkingarinnar í þessari ríkisstjórn.
Ég er hræddur um örlög Samfylkingarinnar í þessu stjórnarsamstarfi. Ég ætla þó að gefa því séns. Flokkurinn náði nokkrum veigamiklum málum inn í stjórnarsáttmálann. Er ánægður með að fá Jóhönnu í félags- og velferðarmálin en jafnframt eru það vonbrigði að þú skulir ekki hafa orðið ráðherra. Með fullri virðingu fyrir Björgvini, þeim ágæta dreng, þá hefðir þú átt að verða viðskiptaráðherra.
Hvað sem öllu líður, þá vona ég að Guð og gæfan fylgi þér á komandi þingum og gangi þér allt í haginn.
Árni Helgi Gunnlaugsson, 1.6.2007 kl. 01:54
Bömmer að vera hérna fyrir norðan þegar þingið var sett. Hefði bókað mætt með Kamillu og fengið eiginhandaráritanir!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.6.2007 kl. 09:00
Sæll Águst.
Eg er nú ekki einn af þeim sem hafa haft áhyggur af þér undanfarnar vikur hvort þú fá þessa eða aðra vegtilluna, en ég þykist vita að þú náir því sem hugur þinn stendur til hverju sinn eins og þitt kyn.
Það sem ég bið þig að gera er að nota áhrif þin og völd til að leggja niður núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi, og koma á sóknarstýringu fiskveiða, með veiðafæra og svæðaskipingu. Það hlýtur að hafa verið í þínum bókum um samkeppnisréttt, að aðskilnaður milli veiða og vinnsu eigi að vera samk. ESS og til að ná fram atvinnufrelsi og hámarks verðmætasköpun fiskveiðiauðlindarinar. Leggja af fiskvinnlu á bolfiski út á sjó sem ekki nær í dag nema sem nemur 80% af fullvinnsluverðmætum landvinnslu.
Lækka stýrivexti nú þegar, og tengj þá evruvöxtum í framtíðinni. Enginn framleiðsluiðnaður þolir þvílíka vexti og eru í dag, og svo maður tali nú ekki um heimilin í landinu.
Fækka bankastjórum Seðalbanka niður í einn og hann sé ráðinn á faglegum forsendum eins og gerist í öllum siðuðum löndum, en ekki nota hann sem elliheimili fyrir afdankaða pólítikusa, bæði í stjórn og stýringu. Núverandi vextir eru háðung og nútíma þrælahald, við eigum ekki að láta þá viðgangast deginum lengur. Láta okkur hafa það að gengið leiðréttist sem nemur 30 til 40%, það er betra að taka fallið á einu bretti, en lifa við þessa blekkingu sem nánast drepur niður allan útflutingsiðnað og aðra framleiðslu í landinu.
Lækka útgjöld ríkisins niður í 35% af landsframleiðslu, og byrja strax að skera niður í Utanríkisþjónusunni og í Dómsmálaráðuneyti, hætta þessu bulli sem hefur viðgengist á síðusu árum að sjá óvin í hverju horni.
Gangi þér allt í haginn, og nýttu nú kunáttu þína vel.
haraldurhar, 2.6.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.