Fangelsi í Keflavík?

fangelsiFyrir nokkrum mánuðum lýsti ég skoðun minni í sjónvarpsviðtali að við ættum að skoða hvort hluti af aðstöðu Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli gæti nýst sem fangelsi. Þá á ég við opin fangelsi í anda Kvíabryggju.

Það vita allir að það er heilmikil kreppa í fangelsismálum hér á landi. Fangelsið við Skólavörðustíg er öllum til skammar enda er það á bullandi undantekningum frá hinum ýmsum reglum og viðmiðunum. Ég heimsótti þetta fangelsi fyrir nokkrum vikum og aðstaðan var skelfileg, bæði fyrir fanga og fangaverði.

Litla Hraun er hannað sem öryggisfangelsi sem lítil þörf er fyrir flesta fanga og aðstaða til vinnu og heimsókna þar er ekki fullnægjandi. Kvennafangelsið í Kópavogi og fangelsið á Akureyri eru sömuleiðis fangelsi sem þarf að huga miklu betur að.

Og það er ekki langt síðan að fréttir bárust af biðlistum til að komast inn í fangelsin.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að í staðinn fyrir að hafa stórt öryggisfangelsi þar sem flestir fangar eru ættum við að hafa mörg lítil fangelsi sem væru tiltölulega opin og með talsverðan möguleika á vinnu og námi ásamt almennilegri heimsóknaraðstöðu. Hluti af svæðinu á Keflavíkurflugvelli gæti verið heppilegt í slíkt.


mbl.is Íbúðir á Vellinum aftur til sýnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hvernig væri að leigja íbúðir á vellinum út á hinum frjálsa leigumarkaði?

Skortur á ódýru leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur verið viðvarandi vandamál þar sem leiga á húsnæði í Reykjavík hefur risið nú sem aldrei fyrr og er ofaukið fyrir hinn almenna láglaunamann að greiða. Fangelsismálin má leysa með því að breyta t.d flugskýlum þarna í fangelsi. Ekkert ætti að vera erfitt að sameina mannlífið þarna!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.5.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Já þetta er eina rétta sem á að gera

   KV: Gulli Dóri Akureyri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 30.5.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband