Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir börnin okkar?

Barn me- hattVið í Samfylkingunni sögðum í kosningabaráttunni að málefni barna yrði sett í forgrunn ef við kæmust til valda. Við tefldum meira að segja fram sérstöku plaggi um það sem bar heitið Unga Ísland.

Í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er tekið á þessu með myndarlegum hætti. Þar segir fyrst að “málefni yngstu og elstu kynslóðanna eru forgangsmál ríkisstjórnarinnar og hún mun leggja áherslu á að auka jöfnuð með því að bæta kjör þeirra hópa sem standa höllum fæti.”

Aðgerðaráætlun í málefnum barna
Svo stendur að ríkisstjórnin muni: ”beita sér fyrir markvissum aðgerðum í þágu barna og barnafjölskyldna á Íslandi. Í því skyni verði mótuð heildstæð aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er byggist meðal annars á rétti þeirra eins og hann er skilgreindur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.”

Tannvernd barna
Í kosningabaráttuni lögðum við mikla áherslu á bætta tannvernd barna og það tókst að setja slíkt í sáttmálann sbr. “tannvernd barna verði bætt með gjaldfrjálsu eftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna.” barbapapa

Námsgögn í framhaldsskólum
Þá börðumst við fyrir ókeypis bókum fyrir framhaldsskólanemendur og í stjórnarsáttmálanum er það sett inn með víðtækari hætti þar sem segir að "nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum" enda eru það ekki bara bækur sem íþyngja nemendum fjárhagslega.

Langveik börn, biðlistar, foreldraráðgjöf og forvarnir
Mörgum efnisatriði í Unga Íslandi sem rötuðu í stjórnarsáttmálann erum við sérstaklega stolt af. Þar segir m.a. að “sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu. Jafnframt verði aukinn stuðningur við langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.

Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum á því sviði. Hugað verði að foreldraráðgjöf og –fræðslu. Forvarnastarf gegn kynferðislegu ofbeldi verði eflt og stuðningur við fjölskyldur ungmenna, sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu, aukinn.”

Að lokum vil ég draga fram tvo mikilvæga punkta til viðbótar út úr stjórnarsáttmálanum. Ein þeir eru að “fæðingarorlofið verði lengt í áföngum” og “barnabætur verði hækkaðar til þeirra sem hafa lágar tekjur”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Ágúst. Miðað við þær efndir sem orðið hafa nú þegar á kosningaloforðum ykkar, er ekki bjart yfir þessum lista sem þú tilgreinir hér. Nýbyrjaður utanríkisráðherra hóf ferilinn með glæsilegum svikum á gefnu kosningaloforði loforði sem hún margítrekaði í baráttunni bæði á fundum og í sjónvarpsviðtölum. Það er ekki mikið gleðiefni fyrir foreldri sem á fjögur börn á faraldsfæti um heiminn hafandi hlustað á nýkrýndan utanríkisráðherra lofað margoft að kæmist hún í aðstöðu til, skyldi hún afmá nafn lands okkar af lista hinna viljugu þjóða. Ég bara spyr sem einn af vinnuveitendum ykkar, er þetta bara byrjunin á sviknum loforðum ykkar í ríkisstjórn? Þarf þjóðin að skrifa uppsagnarbréf ykkar strax í fyrstu viku ykkar í starfi. Hverskonar framferði er þetta eiginlega við kjósendur. Í hvaða tilgangi haldið þið að þið hafið verið kosin? Þið fenguð atkvæði út á kosningaloforð ykkar og málflutning það hljótið þið að skilja, ekki svikin loforð. Á svo kannske að fara eins að með eftirlaunalögin? Á semsagt bara að bulla.

Þórbergur Torfason, 24.5.2007 kl. 10:29

2 identicon

Til hamingju, mikið er það nú hressandi að fá ferska vinda inn í ´nýja ríkisstjórn. Nýjir vendir sópa best.. það hefði verið óskandi ef Geir hefði skoðað sitt val aðeins betur..

En mér líst vel á stefnuskrá ykkar þó það vanti sárlega ákv. mál í sambandi við sjávarútvegsmál, kvótan og þessar fáránlegu hvalveiðar á auðvitað bara að hætta með núna..

Björg F (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Flott blogg Ágúst ...

Gísli Hjálmar , 24.5.2007 kl. 18:31

4 Smámynd: Elías Theódórsson

"Í samræmi við þá grundvallarreglu að fé fylgi barni áréttar landsfundur að engu skipti hvort sá styrkur fari til opinberra aðila, einkaaðila eða til heimilisins sjálfs." (Fá stefnu Sjálfstæðis-manna sem samþykkt var á síðasta landsfundi.)

Nú þarf bara að koma þessu í framkvæmd svo foreldrar hafi raunverulagt val varðandi uppeldi barna sinna og geti aukið samvistir sínar með börnum sínum

Elías Theódórsson, 24.5.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góð skrif og lofandi, til hamingju með stjórnina og árangurinn, þetta lofar góðu...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.5.2007 kl. 21:17

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Nú er okkur námsfólki með börn loksins borgið

Inga Lára Helgadóttir, 24.5.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband