19.5.2007 | 23:49
Þingvallastjórn?
Viðræður flokkanna héldu áfram á Þingvöllum í dag eins og komið hefur fram í fréttum í kvöld. Þetta átti upphaflega að vera leynilegur fundur enda erfitt að mynda ríkisstjórn undir kastljósi fjölmiðlanna. Einhverjir fréttamenn voru nú engu að síður mættir á Þingvelli seinnipartinn. Fjölmiðlar voru þó furðu lengi að finna staðsetningu fundarins í ljósi þess að það eru ekki svo margir staðir sem koma til greina fyrir svona fundarhöld.
Dagurinn var tekinn snemma og við Ingibjörg Sólrún, Össur og Skúli Helgason framkvæmdastjóri flokksins vorum samferða í bíl í morgun. Það var margt skemmtilegt spjallað á Þingvallaveginum og líka á heimleiðinni seint í kvöld þó að vissulega hafi verið meiri ró yfir hópnum á heimleið, enda langur dagur að baki.
Ég finn það hvar sem ég kem að það er mikill meðbyr með nýrri stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt eftir viðræður Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í Viðey. Mér þætti Þingvallastjórnin ekki vitlaust nafn á þessari ríkisstjórn ef samningar nást.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 144475
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Góður gangur í þessu....þetta er frábært lið að landa þessu fyrir okkur
Jón Ingi Cæsarsson, 19.5.2007 kl. 23:55
þÚ ERT OKKAR MAÐUR
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 00:00
Sæll félagi.
Gaman að heyra að allt gangi vel.
Keyptu þið ís á leiðinni heim? :)
Baráttukveðjur,
Magnús Már Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 00:15
Væri ekki hægt að tala um þetta sem 'Uppstigningarstjórnina' þar sem boltinn fór að rúlla á þeim merka degi?
Magnús V. Skúlason, 20.5.2007 kl. 09:22
Þú ert frábær Ágúst Ólafur!!!!! Með þig í hóp er 100% velgengni í öllum kringumstæðum!!! Yfir þér hvílir blessun Guðs, leiðsögn og kraftur til sigurs!!!
Ása (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 10:18
Mikið ertu nú þjóðlegur Ágúst ... en það er líka það bezta við pólitíska-hugsjón þína- að mínu viti.
Gott að vita að það gangi vel í stjórnarmyndunar-viðræðunum hjá ykkur.
Gísli Hjálmar , 20.5.2007 kl. 10:56
Hvaða kjaftæði er þetta. Það er búið að gefa þessari upprennandi stjórnarnefnu nafn: Baugsstjórnin.
Ég trúi vel að það hafi verið glatt á hjalla hjá ykkur bílnum á leið til Þingvalla og enginn kalinn á hjarta. Enda ekki á hverjum degi sem Stóra Íhaldið býður Litla Íhaldinu til skrafs og ráðagerða í Þingvallabænum.
Jóhannes Ragnarsson, 20.5.2007 kl. 11:15
...og Þingvallarstjórn skal sú stjórn heita
Inga Lára Helgadóttir, 20.5.2007 kl. 11:28
Megi Þingvallastjórnin vera til heilla fyrir landsmenn alla.
Magnús Paul Korntop, 20.5.2007 kl. 14:02
,,Dag skal að kveldi lofa og mey að morgni". Óskandi að við fáum trausta og réttláta ríkisstjórn á næstu dögum.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.5.2007 kl. 15:06
Mér datt nú í hug að kalla hana Latabæjarstjórnina. Geir Harði, Solla stirða og Þorgerður Þrumulína eru alltaf að koma sér í einhver vandræði. Grímur glæpur er alltaf að plotta á móti þeim, en Baugsálfurinn svífur yfir öllu og stjórnar í raun atburðarrásinni. Og svo sér hann líka til þess að allir íbúarnir borði ferskt og gott grænmeti.
Oddur Ólafsson, 20.5.2007 kl. 21:33
Þetta var reyndar mjög góð samlíking hjá þér Oddur þetta passar alveg nákvæmlega
En ég krosslegg fingurna með ykkur Ágúst Ólafur og þetta MUN fara allt á besta vel trúi því að sem flestir verði ánægðir
Inga Lára Helgadóttir, 20.5.2007 kl. 22:02
Sæll,
eftir þennan "kósý" bíltúr þætti mér vænt um að vita hver er er stefna Samfylkingarinnar þegar kemur að Flateyri og stjórn fiskveiða Íslendinga. Mun það fólk sem þar býr núna sjá þess merki í nýjum stjórnarsáttmála ykkar að eitthvað verði gert í þeirra málum annað en að vísa þeim á mölina.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.5.2007 kl. 00:04
Hún gæti heitið Flateyrarstjórn.
Hvernig væri að leigja rellu, fljúga til Flateyrar og klára dæmið þar? Á milli funda gætuð þið gengið um plássið og rætt við fólkið í landinu, og gefið af ykkur þann þokka að ykkur standi ekki á sama.
En kannski myndi felast í því ákveðin viðurkenning á því að það sé ekki allt í himnalagi alls staðar. Sennilega er auðveldara að halda bara áfram á Þingvöllum, svo þægilega nálægt bænum, en samt pínu úti á landi. Táknmyndin er klassísk og þrungin íhaldssemi, en alls ekki djörf. Hitt myndi vera ferskara. En svo gætuð þið kannski bara hringt frá Þingvöllum í Ómar R hjá Impregilio og pantað hjá honum eins og eina Flateyringablokk í flóttamannabúðir landsbyggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.
En gangi þér vel vinur í því sem þú átt eftir að taka þér fyrir hendur.
Oddur Ólafsson, 21.5.2007 kl. 01:25
Ný ríkisstjórn VERÐUR að leggja í raunhæfar byggðaaðgerðir og leggja sitt af mörkum við að snúa þróuninni við. Ég treysti á þig Ágúst Ólafur að þú leggir okkur landsbyggðarfólkinu lið í að bæta hér búsetuskilyrði og að við þurfum ekki að neyðast til að búa annars staðar en við viljum.
Karl Jónsson, 21.5.2007 kl. 11:47
Sæll aftur,
afstaða ykkar til vandamála landsbyggðarinnar brennur á fólki, eins og þú verður var við. Þegar rætt er um þessi mál þá virðist vera mjög lítil samúð fyrir hendi. Maður heyrir fólk segja "nú þetta fólk......" eða þá "er þetta ekki allt saman útlendingar hvort sem er..."
Samfélagsleg ábyrgð okkar er mikil. Við getum ekki sætt okkur við að heilt byggðarlag sé afgreitt sem annars flokks vara. Við verðum að breyta hugarfarinu því augljóst er að það hefur sýkst að einhverju leiti.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.5.2007 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.