Limlestir bílar og kosningar

samfylkingasólÉg vil hvetja alla til að drífa sig á kjörstað og taka þátt í að skapa betra samfélag næstu 4 árin. Sjaldan hafa kosningarnar verið jafnspennandi og nú en það er ljóst að hvert atkvæði skiptir máli. Ég gleymi því ekki þegar kona mín var oddviti Vöku í Háskólanum en það árið vann Vaka meirihluta með einungis 4 atkvæðum.

Annars hefur verið mikið að gera í dag. Fjölmargir sjálfboðaliðar eru að vinna ómetanlegt starf fyrir flokkinn enda mörg verk sem þarf að vinna á kjördegi. Kosningaskrifstofur flokksins eru fullar af fólki sem vill taka þátt í þessu einstaka tækifæri sem einungis gefst í dag.

En þótt mikið hafi verið að gera í dag þá gat litla fjölskyldan ekki setið á sér og fór því að sjá Risessuna frönsku. Það vakti að sjálfsögðu mikla lukku og enn er ég gáttaður á því hvernig þeir fóru að limlesta alla þessa bíla. 

Sjáumst annars hress í kvöld á Grand hótel á sigurhátíðinni miklu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....það er með ólíkindum hvað gulir blýantar eru áhrifamiklir á þessum degi.

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband