Tækifærið er á morgun

Á morgun er kjördagur. Í því felst einstakt og sögulegt tækifæri. Margt jákvætt hefur gerst undanfarinn áratug. En þó er ýmislegt sem kallar á breytingar eftir 12 ára setu núverandi ríkisstjórnar.

  • Helmingi fleiri fátæk börn eru á Íslandi hlutfallslega en á hinum Norðurlöndunum.
  • Þriðji hver eldri borgari þarf að lifa undir fátæktarmörkum á Íslandi.
  • Íslenskur almenningur þarf að greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi, eitt hæsta lyfjaverðið og eina hæstu vexti heims. Það hefur sjaldan verið eins dýrt að vera Íslendingur en einmitt núna.
  • Skattbyrði 90% þjóðarinnar hefur þyngst og vinnuvikan er ein sú lengsta í Evrópu.

Þessu ætlum við í Samfylkingunni að breyta. Þessar kosningar snúast að mínu mati um forgangsröðun. Og þar er grundvallarmunur á ríkisstjórninni og Samfylkingunni.

Ég vona að þú getir átt samleið með Samfylkingunni. Kannanir sýna að tækifærið er til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takið endilega þátt í æsispennandi kosningagetraun:

http://sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson


Vand sig Ágúst, vanda sig.

Bið þig enn huga að hvernig þú ferð með tölur.

Hver dæmi sjálfan sig og láti samviskuna ráða. 

Mundu áa þína og berðu virðingu fyrir þeim.  Óljúgfróðir voru í heiðri hafðir fyrir vestan, svo mun enn.

Kveðjur frá raunvini þíns fólks.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.5.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

"Á morgun er kjördagur" ?????????

Ó, ég hélt hann væri í dag! Vitlaus er ég, var næstum rokinn á kjörstað! Takk að láta mig vita....

Viðar Eggertsson, 12.5.2007 kl. 10:46

4 Smámynd: Björn Viðarsson

"Íslenskur almenningur þarf að greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi, eitt hæsta lyfjaverðið og eina hæstu vexti heims. Það hefur sjaldan verið eins dýrt að vera Íslendingur en einmitt núna."

En er ekki kaupmáttur meiri samt sem áður? Og var ekki nýlega verið að lækka skatta og ná niður verðinu og áætlanir um að halda því áfram á næsta tímabili? Nennirðu ekki að gefa alla myndina svona í nafni upplýsingarinnar. 

Björn Viðarsson, 12.5.2007 kl. 12:34

5 Smámynd: Geir Ágústsson

"Skattbyrði 90% þjóðarinnar hefur þyngst" þýðir auðvitað að þótt persónuafsláttur hafi hækkað mun hraðar en verðlag og orðið sífellt minna hlutfall af heildarlaunum fólks þá hafi laun vaxið það hratt að heildarskattprósentan hefur vaxið. Einnig hafa fleiri aukið neyslu sína á varningi sem ríkið skattleggur hátt og þar með eykst prósentureiknuð skattbyrgði.

Ekki svo galin hagstjórn það!

Hitt er auðvitað ekki ásættanlegt að ríkisvaldið sætti sig við þetta aukna fjárstreymi í ríkissjóð. Skattar eiga að sjálfsögðu að lækka mun hraðar en raunin hefur verið. 

Geir Ágústsson, 17.5.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband