Ótrúleg fylgisaukning Samfylkingarinnar

RósÞessa stundina er stemmningin meðal okkar frambjóðenda Samfylkingarinnar hreint út sagt frábær. Við höfum lagt mikla vinnu á okkur undanfarnar vikur og mánuði og rekið það sem mér finnst vera mjög góð og sterk kosningabarátta. Við höfum sett fram skýra stefnu um það hverju við viljum koma í verk fáum við umboð til þess frá kjósendum.

Rauðar rósir
Við höfum líka lagt á það ofuráherslu að fara til fólksins og tala við almenning. Öll kvöld eru notuð í það að ganga í hús og heilsa upp á kjósendur og færa þeim rauðar rósir. Þetta framtak hefur gefið ótrúlega góða raun og viðtökurnar sem við höfum fengið hafa undantekningarlaust verið góðar.

Og nú er það að koma í ljós sem við höfum talið okkur skynja. Fylgi Samfylkingarinnar eykst dag frá degi og niðurstöður könnunarinnar hjá Stöð 2 í kvöld eru okkur auðvitað mjög að skapi. Ég horfði á Ísland í dag áðan, þar sem formenn flokkanna voru í viðtölum. Mér fannst þátturinn mjög fínn og settur skemmtilega fram. Og get ekki sagt að mér hafi fundist neinn þeirra standa sig áberandi illa. Hins vegar fannst mér frammistaða Ingibjargar Sólrúnar mjög góð – og um það virtust álitsgjafar þáttarins allir sammála.

Sterk frammistaða Ingibjargar í kvöld
Það er að koma í ljós að það er alls ekki óraunhæft að fella ríkisstjórnina. Það er að koma í ljós að það eru miklir möguleikar til þess að Samfylkingin fái umboð til þess að leiða hér nýja ríkisstjórn eftir 12. maí. Og við munum svo sannarlega spýta í lófana síðustu dagana og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að svo megi verða.

Auðvitað hjálpar það okkur heilmikið að finna meðbyrinn og að skynja það áþreifanlega að málflutningur okkar fellur í góðan jarðveg. Ég er viss um það að frammistaða Ingibjargar Sólrúnar í formannaþætti Íslands í dag  hefur hjálpað heilmikið til.

Skyldi þarna vera kominn næsti forsætisráðherra Íslands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Nú er gaman að vera jafnaðarmaður á hraðferð upp.Ingibjörg Sólrún stóð sig frábærlega vel og hitti mark í hverju skoti.Buxurnar eru komnar niður fyrir rass á íhaldinu og framsókn situr enn í flórnum.

Kristján Pétursson, 9.5.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nú erum við að tala saman - Áfram Samfylkingin.

Páll Jóhannesson, 9.5.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Eftir landsfund hefur stemmingin verið allt önnur og markmiðin beittari. Nú þarf að blanda saman heilmiklu af skynsemi og góðum tilfinningum til að landa sem stærstum hlut. Gangi þér vel, Ágúst.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.5.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Það er margt ágætt við Samfylkinguna og þú Ágúst varst  mjög góður.  Líkar bara ekki þetta endalausa daður við VG hjá ykkur. Það er allt í lagi að skipta um stjórn en að fá VG í stjórn er ógeðfelld tilhugsun um afturhald og forneskjulega sjónarmið árið 2007.  Þeir eru algjör kópía af gömlu Allaballasamsuðunni, það dimmir þegar þeir byrja að bölsótast út í allt og alla. Prozac væri kannski ráðið fyrir meðlimi þessa svartsýna flokks. 

Sorrý X-D heillin  í þetta skiptið. Vona að þú temjir þér í framtíðinni sæmilega frjálslynd viðhorf eins og þú sýndir oft á tíðum.  Því miður fer orðið lítið fyrir því í seinni tíð hjá Samfó og gamlir kratar finna sig ekki. 

Kær  Sjálfstæðiskveðja 

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 10.5.2007 kl. 01:10

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér finnst ekki rétt Sveinn að þeir séu að daðra við VG, en það sem ég get tekið undir með þér er að Ágúst er mjög góður og frábær einstaklingur sem ætti að fá stór tækifæri.

Kveðja Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 10.5.2007 kl. 01:24

6 identicon

Að öðrum ólöstuðum var þessi umræðuþáttur á Stöð 2 í kvöld sá besti hingað til að mínu mati. Ég var algjörlega sammála þeim sem kommentuðu í lokin á frammistöðu formannanna. Ingibjörg Sólrún kom svo vel út úr þessum þætti að það er næsta víst að ákveðinn ritstjóri á ákveðnum prentmiðli mun þurfa að vaka í alla nótt í leit að stratigíu til að til að fást við þessa miklu ógn þessa síðustu daga fyrir kosningar.  Sannið til - það verður ALLT reynt. Eða er einhver búinn að gleyma óvild þessa sama ritstjóra í garð Ólafs Ragnars eftir að hann nýtti 26.gr. í stjórnarskránni?  Man einhver eftir fyrirsögninni í forsetakosningunum 2004 um fjölda kjósenda sem segðist ætla að skila auðu? Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig verður spilað úr góðu gengi Ingibjargar Sólrúnar og fylgisaukningu Samfylkingar í þessum sama miðli á næstu dögum. Hver ætli verði forsíðufyrirsögin á föstudag og laugardag? Það er spurning???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 02:08

7 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ef maður kýs X-D, þá gæti maður alveg eins kosið bara Framsókn miðað við hvað þeir eru hliðhollir hvor öðrum. Það eru margir gamlir Sjálfstæðismenn sem eru að kjósa framsókn til að halda í núverandi ríkistjórn, og svo annar hópur að kjósa Samfylkinguna til að koma í veg fyrir að Framsókn fari í ríkistjórn.. þannig að það verður áhugavert að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.5.2007 kl. 08:12

8 Smámynd: Björn Viðarsson

Jónas. Það sama gildir um X-S er það ekki? Er ég þá ekki að kjósa yfir mig þríflokkaskrímsli, SVF eða SVB?

Vildi ég gjarnan geta skilyrt mitt atkvæði og kosið D + S. 

Björn Viðarsson, 10.5.2007 kl. 10:20

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

... við erum "rósalega" góðir Ágúst.

Hvernig á fólk eiginlega að taka þetta frasa-bull í Framsókn alvarlega? Sem dæmi hvað þýðir þetta: árangur áfram og ekkert stopp!?

Hvaða árangur er verið að tala um? Hvað á ekki að stoppa?

Við viljum einmitt að þetta árangursleysi Framsóknarflokksins stoppi ... hætti ... finító ... kappút ... farvell (- ég man ekki meira)!

Jón Sigurðson kemur fram í hverjum fjölmiðlaþættinum á fætur öðrum og aktar einsog páfagaukur sem hefur fengið virka atferlismeðferð hjá íhaldinu - hvernig er hægt að taka svoleiðis mann trúanlegan?

Ég efa ekki að allir í Framsók séu fólk með vonir og væntingar og vilji gera vel. Það er bara ekki hægt að sætta sig lengur við það að flokkur sem 8% þjóðarinnar vill í ríkisstjórn fari með allt þetta vald sem hann hefur haft í skjóli íhaldsins undanfarin 12 ár.

Við viljum þetta rugl ekki lengur ...

Við viljum breytingar og við viljum aðra ríkisstjórn að loknum kosningum þann 12. maí nk.

Kjósum XS það er helvíti flottur flokkur (verst að Jón Baldvin sé ekki í framboði hjá okkur) ...

Gísli Hjálmar , 10.5.2007 kl. 11:04

10 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

það væri gott að geta kosið tvo flokka í einu já tek undir það með þér Björn Viðarsson

Inga Lára Helgadóttir, 10.5.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband