Sætasta stelpan á ballinu

Í Fréttablaðinu í dag eru varaformann allra stjórnmálaflokkanna beðnir að velja sér einn annan stjórnmálaflokk sem þeir telja að eigi sér samsvörun við sinn eigin flokk. Það er skemmst frá því að segja að allir varaformennirnir velja Samfylkinguna nema varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem virðist eiga erfitt með að taka afstöðu eins og oft er með þann flokk þegar að er gáð. 

Að öðru. Rosalega er afstaða Geirs aum þegar kemur að styrkveitingu að tónleikum Live Earth á Íslandi. Nú er búið að blása þetta einstaka tækifæri af m.a. vegna skorts á skilningi og stuðningi frá Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn sagði nei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Viðarsson

Þetta var lose - lose. Ef sagt væri já þá væri stjórnin óábyrg að henda peningum í tónleika þegar þenslan og vextirnir eru í rugli.

Svo segir hann nei og þá er flokkurinn lame og leiðinlegur. 

Björn Viðarsson, 9.5.2007 kl. 10:03

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Já, hann Geir er alveg magnaður ...

Ég heyrði (eða las) það einhver staðar að vandamál Þorgerðar Katrínar væri það að hún aktaði alltaf einsog hún væri ennþá í "boltanum" ... og koma svoooo!

... en pólitík er ekki það sama og handbolti!

Gísli Hjálmar , 9.5.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: 0

Tónleikar já! Kynntu þér endilega málið á:

http://sognbuinn.blog.is

Ég er nú reyndar búinn að kynna þetta mál hverjum einasta alþingismanni á Íslandi meðm tölvupósti.

Fátt hefur reyndar verið um svör.

Það væri gaman að vita hvað þið þingmenn setjið almennt í forgang, svona.

Kv.

Guðmundur Þórarinsson.

0, 9.5.2007 kl. 11:41

4 Smámynd: Björn Viðarsson

Guðmundur! Á til dæmis frekar að styrkja þessa tónleika heldur en veita fénu til aldraðra?

Er það slakur forgangur?

Björn Viðarsson, 9.5.2007 kl. 12:01

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Það situr ekki á sósíalistum að henda peningum út um gluggann og þá sérstaklega þar sem popúlismann er mest að finna.

Talað er um landkynningu?  Er það ekki t.d. verkefni Ferðamálastofu sem fær fjármagn til þess árlega - og hefur, ef það hefur farið framhjá þér Ágúst, tekist það með ágætum.

Guðmundur Björn, 9.5.2007 kl. 12:34

6 Smámynd: Björn Viðarsson

Slembinn. Minn punktur er sá að það gildir einu hvað peningar fara í. Samfylking túlkar það alltaf sem mistök eða þá að annar tveggja frasa heyrist:

"Of lítið of seint"

"Við vorum búin að leggja grunninn að þessu"

Held að þetta óánægjutal hafi þveröfug áhrif. Neikvæðasti maðurinn á fundum er aldrei sá sem nær mestum árangri. 

Björn Viðarsson, 9.5.2007 kl. 13:27

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég mundi ekki slá höndu á móti þér og fleirum

Inga Lára Helgadóttir, 9.5.2007 kl. 14:38

8 identicon

Þessir tónleikar hefðu skilað hin 15 miljónunum  margföldum til baka. Að segja það að stjórnarandstaðan hefði þá skammast yfir því að verið væri að henda peningunum er ekkert nema ýmindað klór í bakkan.. og lélegt af fólki að halda slíku fram. Þetta er alveg týpiskt með stjórnarsinna (fyrir utan Ingu Láru) að setja fram fullyrðingar um að eitthvað hefði orðið svona eða hinsegin og það er líka eini málflutningurinn sem stjórnarsinnar hafa.. hefði orðið.. Eru Sjálfstæðismenn sjáendur? Alvitrir Spámenn? Þetta er bara rugl og á ekki við nein rök að styðjast.. Það er ekki einu sinni hægt að rökræða hlutina út frá þessum nótum.

Það að ekki skuli hafa orðið af þessum tónleikum er STÓR, SVARTUR og mjög svo SORGLEGUR blettur á formanni Sjálfstæðisflokksins. Geir H Haarde sem er alltaf til í að sjá til nema þegar hann fær tækifæri til að taka af skarið.

Björg F (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 17:21

9 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Ég tók fyrirsögninni þannig að Samfylkingin væri sætasta stelpan á ballinu og nú gæfist Geir loksins færi á að fara heim með sætustu stelpunni af ballinu . Ég segi nú bara ... væri það ekki tilvalið? Þótt Geir sé kannski ekki sætasti strákurinn á ballinu, þá er hann sá eini sem á eitthvað undir sér þegar kemur að alvöru stórtækum breytingum - og þar skiptir mestu að breyta um kúrs í Evrópu- og evrumálum; ef þau Geir og Ingibjörg fara heim af ballinu, þá verður það til að leggja upp í vegferð inn í ESB vegna þess að sætasta stelpan krefst þess og strákarnir sem borguðu miðann á ballið fyrir Geir vilja það líka.

Ágúst Hjörtur , 9.5.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband