8.5.2007 | 11:19
Hættum að deila um staðreyndir og förum að tala um pólitík
Það er voðalega leiðinlegt í íslenskri stjórnmálaumræðu hvað sumir eru viljugir til að deila um staðreyndir. Ráðherrar gera tölfræði frá virtum aðilum eins og OECD tortryggilega, tölur frá Alþýðusambandinu eru einnig ekki nógu góðar að þeirra mati, sömu sögu má segja um tölfræði frá Landssambandi eldri borgara og ráðherrarnir gera meira að segja tölfræði frá sjálfum sér, s.s. um þróun skattbyrði eða fjölda fátækra barna, einnig tortryggilega eins furðulegt og það hljómar.
Það væri mikið framfaraspor ef stjórnmálamenn gætu komið sér saman um staðreyndirnar en deilt síðan um túlkun þeirra og áhrif. Það þarf því að efla alþjóðlegan samanburð og auka vægi hlutlausra greiningaraðila á sviði hagstjórnar og félagsmála. Það voru t.d. mikil mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að leggja niður Þjóðhagsstofnun.
Benda á villandi tölur stjórnarþingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Er ekki bara málið að kjósa RÉTT!
Og það má velta því upp hvort þessi ríkisstjórn sé ekki einfaldlega "barn síns tíma" ...
Gísli Hjálmar , 8.5.2007 kl. 12:09
Það er skiljanlegt að hinir svokölluðu talsmenn skattalækkana vilji ekki kannast við OECD. Sérstaklega með tilliti til talna eins og þessara sem koma fram í þessari grein. http://di.se/Index/Nyheter/2007/05/08/232383.htm?src=xlink
Í sjöunda sæti yfir þau lönd sem hafa hæstu skattinnheimtuna og hefur aukist um 50 punkta á milli ára. Sýnir bara að tal XD um skattalækkanir er innistæðulaust hjal.
Þá er ekki furða að menn vilji ekki segja neitt, bara brosa og vera sætir. Litlum orðum fylgir lítil ábyrgð.
Bestu kosningakveðjur
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:00
Er hægt að deila um staðreindir....
Þegar staðreyndafælnin verður ofaná þá er gripið til þess þunna ís sem pólitíkin er. Það er þörf á því að viðurkenna það sem vel er gert. Kjósendur finna það á sínu eigin skinni að hlutirnir eru allment í góðu lagi, það að reyna að sannfæra kjósendur um annað er ekki rétt og að mínu mati endar það í færri atkvæðum.
Nú skrifa ég sem Jafnaðarmaður að ég held að kostningarbaráttan hefði verið árangursríkari ef staðreyndir hefðu verið viðurkendar og komið með tillögur að nýjum áherslum. Þá á ég ekki við tannheilsu barna sem verður alltaf á ábyrggð foreldra, ekki stofnanna.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 8.5.2007 kl. 14:43
Það er ekki auðvelt að halda því fram að allt sé á vonarvöl þegar ríkissjóður er skuldlaus, kaupmáttur eykst meira hér en annars staðar, skattar lækka frá ári til árs, atvinnuleysi er ekkert o.s.frv.
Maður gæti haldið að við hefðum það bara þokkalegt. Ef þetta er afleit hagstjórn hvernig er þá úrvals hagstjórn? Hvurs lags ofurmenni bíða okkar eiginlega á bekknum í stjórnarandstöðunni?
Björn Viðarsson, 8.5.2007 kl. 16:12
Björn lifir í daumaveröld Sjálfstæðisflokksins, þar sem það skiptir engu máli að almenningur á Íslandi sé sá skuldugasti í heimi.. og það þykir svaka fínt að að hagvöxtur verði tæplega 1% á þessu ári og 3% árin 2008 og 2009 þegar meðal hagvöxtur í heiminum er 5%. Hvaða svakalegi árangur er það?
Kaupmáttaraukning verður ekki án hagvaxtar, og það er greinilegt að fjárfestingar núverandi ríkistjórnar hafa ekki skilað árangri. Það stefnir í hallarekstur ríkisjóðs á næsta ári, og 5% atvinnuleysi árið eftir það skv. seðlabankanum.. og enn hreykja Sjálfstæðismenn sér af glæstum árangri!
Það þarf enga snillinga til að gera betur, það þarf bara eitthvað annað en dýralækna og íhaldsmenn! því betur þarf ef duga skal, því við erum byrjuð að dragast aftur úr.
X-Samfylkingin fyrir nýrri og ferskari ríkistjórn takk! og Ágúst Ólaf sem fjármálaráðherra :)
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 8.5.2007 kl. 17:52
Jónas þú vilt semsagt hemja þessa skuldasöfnun Íslendinga? Það er þú vilt fá að stjórna því hvort Jón og Sigga í næsta húsi fá að taka lán fyrir nýrri íbúð. Þú vilt hafa hemil á almenningi og hugsa fyrir hann.
5% atvinnuleysi? Kannski ef við gengjum í ESB. Eftir að hafa borgað niður erfðaskuldir vinstristjórna þá talara um hallarekstur. hvurslags vitleysa er þetta. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með fjármálaráðaneytið mun ekki verða 5% atvinnuleysi (undanskilið ef á skilli heimskreppa).
Ef þú fylgdist ekki með fréttum þá var atvinnuleysi í desember síðastliðnum 0.9%. Náttúrulegt atvinnuleysi er 1.5%. Náttúrulegt atvinnuleysi er þeir sem eru á millistarfa, námsmenn að koma úr skóla og þeir sem vilja ekki vinna.
Síðastliðin ár höfum við búið við mestu velsæld í heiminum. Við höfum það svo gott að vandamálinn sem við tölum um eru af þeim toga að um þau er einungis fjallað á tímum góðæris.
Hver talar um tannheilsu barna þegar atvinnuleysi er viðvarandi, verðbólgan sú mesta í allri norður álfu og það er landflótti Íslendinga til útlandi í leit að betri kjörum. eða réttara sagt ástand mála eftir hagstjórnar hamfarir síðustu vinstri stjórnar.
Fannar frá Rifi, 9.5.2007 kl. 00:23
Ágúst Ólafur, ekki í fyrsta sinn sem þú kemur með eitthvað sem ég hef svo mikið hugsað áður. En þetta er svo rétt hjá þér og ég vildi óska að fleiri mundu hugsa eins. Það er svo leiðinlegt að fá sitthvorar tölur úr öllum áttum.
En eins og oft áður hittir þú naglann á höfuðið
Kveðja Inga
Inga Lára Helgadóttir, 9.5.2007 kl. 00:34
Ég er sammála þér Ágúst varðandi þessa umræðu. Mér finnst það óábyrgt af stjórnmálamönnum að taka t.d. ekki virtar stofnanir á sínu sviði alvarlega. Það hefur margoft gerst að ef þeim líkar ekki útkoman byrja þeir að tala niðurstöðurnar með einhverjum hætti niður. Þeir hafa meira að segja látið svona með sjálfa stjórnarskrána.
Ég sakna líka margs í kosningaumræðunni, t.d. umræðunnar um evru-mál og ESB. Hvenær ætla stjórnmálamenn og þá meina ég í ÖLLUM flokkum að þora að taka þá umræðu? Hvað eru þeir hræddir við?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 01:26
Jónas, Jónas. Ef þú hefur áhyggjur af litlum hagvexti kjóstu þá framsókn (eða D). Samfylking er að tala um aðhald og stóriðjuhlé og fleira. Skapar það hagvöxtinn sem þú vilt?
Og hafa fjárfestingarnar ekki skilað sér? Hefur ekki verið kaupmáttaraukning? Hvar býrð þú?
Björn Viðarsson, 9.5.2007 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.