8.5.2007 | 09:04
Falleinkunn í menntamálum
Við Samfylkingarfólk vitum og viðurkennum að hægt er að gera mikið betur í menntamálum hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar vera á öðru máli í grein sinni í Fréttablaðinu 3. maí sl. Þar lýsir hann því hvernig allt sé fínu standi í menntamálum á Íslandi og segir okkur vera þar í fremstu röð.
Sigurður Kári skammast heilmikið út í undirrituð fyrir að styðjast í gagnrýni okkar á frammistöðu Sjálfstæðisflokksins, við gögn frá OECD sem þó sérhæfir sig í að bera saman tölfræði á milli landa.
Við erum afar þakklát Sigurði Kára fyrir að draga athyglina að stöðu framhalds- og háskóla með grein sinni og eigum fúslega við hann samræður hér á síðum blaðanna.
Styðjumst við nýjustu skýrslu OECD
Við höfum leyft okkur að styðjast við nýjustu skýrslu OECD um menntamál sem heitir Education at Glance og er frá árinu 2006. Í þeirri skýrslu stendur svart á hvítu að við stöndum illa í alþjóðlegum samanburði á stöðu framhalds- og háskóla. Þennan samanburð vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki heyra. Flestar samanburðartölur OECD í þessari skýrslu eru frá árinu 2004 og gefa því góða mynd af stöðu menntamála í landinu.
Við höfum í gagnrýni okkar á stöðu menntamála dregið fram upplýsingar um frammistöðu íslenskra stjórnvalda í samanburði við önnur lönd. Vörn Sjálfstæðisflokksins gegn staðreyndum um slælega frammistöðu í menntamálum virðist felast í því að bera saman framlög mismundandi ára milli landa. Það gengur auðvitað ekki upp. Ekki er hægt að bera saman framlögin til framhaldsskóla eins og þau voru á Íslandi árið 2007 við framlög til framhaldsskóla í Svíþjóð árið 2004.
Það er lenska hjá Sjálfstæðisflokknum að véfengja ætíð óhagstæðan samanburð með vægast sagt vafasömum hætti, hvort sem hann kemur frá OECD, Landsambandi eldri borgara, ASÍ eða öðrum aðilum.
Erum víst í 21. sæti
Í töflu B2.1c á bls. 207 í skýrslu OECD um opinber útgjöld til menntastofnana á háskólastigi sést að Ísland er að verja 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir, Norðmenn og Finnar verja 1,8% og Svíar 1,5%. Þetta setur okkur í 21. sæti af 30 þjóðum.
Í sömu töflu má sjá að hvað önnur ríki verja til framhaldsskólana en samkvæmt upplýsingaþjónustu Alþingis varði Ísland 1,3% til þeirra. Sá samanburður sýnir að Ísland er í 16. sæti af 30 OECD þjóðum. Sigurður Kári reynir ekki að hrekja þennan þennan samanburð í grein sinni og minnist ekki á hann.
Sé litið til hlutfalls Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið framhaldsskólanámi í töflu A1 2a á bls. 38 sést að á Íslandi er hlutfallið 68% en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96%. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Við erum hér í 23. sæti af 30 þjóðum. Þetta á við árið 2004 en ekki við þá sem luku námi 1989-1999 eins og Sigurður Kári heldur fram í sinni varnargrein.
Sé litið til hlutfalls Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið háskólanámi í töflu A1.3a. á bls. 39. hafa 31% lokið háskólanámi hér á landi en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 35-42%. Meðaltalið í OECD er 31%. Hér er Ísland í 17. sæti af 30 þjóðum. Sigurður Kári rengir ekki þessa tölu.
Sigurði Kára tekst því ekki að hrekja þann samanburð sem er á milli Íslands og annarra OCED ríkja. Honum er bara illa við samanburðinn sjálfan. Heimild sem hann vitnar sjálfur til í greininni styður mál okkar enn frekar. Sigurður Kári sleppir nefnilega þeirri staðreynd að samkvæmt tölfræðiskýrslu norrænu Hagstofunnar (Nordic Statistical Yearbook 2006) kemur í ljós að hlutfall fólks á aldrinum 15-74 sem hafði lokið námi á háskólastigi árið 2005 var 18,9% á Íslandi en 24,7% í Noregi, 23.3% í Svíþjóð, 22.2% í Danmörku og 26,5% í Finnlandi.
Niðurskurður til framhaldsskólanna árið 2007
Sigurður Kári heldur því fram í sinni grein að á þessu kjörtímabili hafi fjárframlögin aukist svo mikið að samanburðurinn sé úreldur. Gott og vel lítum þá aðeins betur á hvað hefur gerst í þróun útgjalda til framhaldsskólanna frá árinu 2004.
Í fyrsta lagi kemur fram á vef Hagstofunnar að á milli ára 2004 og 2005 hafi framlög til framhaldsskólastigsins lækkað um 123,7 milljónir milli ára og hlutur framhaldsskólans í landsframleiðslunni lækkað úr 1,41% í 1,33%. Á sama tíma fjölgaði skráðum nemendum á framhaldsskólastigi um 873.
Í öðru lagi nemur niðurskurður til framhaldsskólanna á fjárlögum 2007 heilum 650 milljónum króna. Stórir árgangar komu inn nú síðustu tvö árin sem virtist koma mönnum á óvart þó vitað hafi verið þegar þessir einstaklingar fæddust 1989 og 1990 að þeir myndu nú skila sér í menntaskóla að miklu leyti þegar þeir hefðu aldur til. Fjármagn hefur ekki fylgt þessari óvæntu nemendafjölgun.
Í þriðja lagi hefur reiknilíkanið sem nota á til að reikna út raunkostnað á hvern nemanda í framhaldsskóla verið breytt þannig að nú er það notað til að dreifa niðurskurðinum.
Eins og ofangreindar staðreyndir sína hefur staða framhaldsskólanna versnað síðan árið 2003. Sigurður Kári getur því ekki haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið sig saman í andlitinu á kjörtímabilinu nema síður sé.
Jafnaðarmenn hafa sýnt vilja sinn í verki
Við viljum líka draga fram að það hefur margt jákvætt verið gert í menntamálum þjóðarinnar. Í samanburði á heildarútgjöldum til menntamála komum við ágætlega út í skýrslu OECD. Sú staða er þó tilkomin vegna þess að við erum nálægt toppi þegar kemur að útgjöldum til leik- og grunnskóla.
Þau skólastig eru hinsvegar rekin af sveitarfélögunum en ekki ríkisvaldinu. Þarna snýst staðan algerlega við. Ríkisvaldið rekur framhalds- og háskólana þar sem við fáum hina alræmdu falleinkun. En það hafa verið jafnaðarmenn í Reykjavík, Hafnarfirði, Árborg, Akranesi og fleiri stöðum sem hafa rekið flesta grunnskóla og leikskóla landsins undanfarinn áratug og þannig sýnt vilja jafnaðarmanna í verki með því að koma þeim skólastigum í fremstu röð.
Það er fjárfesting sveitarfélaga í grunnskólum og leikskólum sem togar Ísland upp þegar litið er til heildarútgjalda til menntamála. Framlög ríkisvaldsins til framhalds- og háskólanna toga okkur hins vegar niður.
Falleinkun í menntamálum
Ísland er jafnframt eina Norðurlandið sem ekki styrkir sína námsmenn heldur lánar þeim eingöngu. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna menntamálaráðuneytinu í 16 ár. Árangurinn er falleinkun í menntamálum. Við þessi orð stöndum við. Varnarleikur Sigurðar Kára og Sjálfstæðisflokksins er tilraun til sjónarspils eins og ofangreindar staðreyndir sýna glögglega.
Ágúst Ólafur Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir alþingsmenn Samfylkingarinnar
Styttri útgáfa af þessari grein birtist í Fréttablaðinu í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Ekki má svo gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir upptöku skólagjalda í opinberum háskólum, sem ég tel að yrðu mikil óheillaspor fyrir íslenskt samfélag.
Þarfagreinir, 8.5.2007 kl. 09:29
Góð hugmynd með námslánin Ásdís, og þarna kemur þú inn á eina af ástæðunum fyrir því að hugmyndir um skólagjöld í ríkisháskólunum valda mér ótta. Námsmenn skuldsetja sig nefnilega alveg nógu mikið fyrir, þar sem þeir eru sjaldnast í fullri vinnu og þurfa að vera á námlánum til að lifa af. Ef ofan á það bætast síðan skólagjöld er hætt við því að það verði enn erfiðara að vinna sig upp úr skuldunum að námi loknu.
Þetta virkar ágætlega í einkaskólunum, sem kenna eingöngu, eða nánast eingöngu, fög sem veita nemendum aðgang að hálaunastörfum, en ég er nú ansi hræddur um að alls konar nám við HÍ og HA yrði afskaplega óaðlaðandi í augum nemenda ef þau þyrftu að borga skólagjöld fyrir það. Námið myndi þá færast miklu frekar út í það að vera útungunarstöð fyrir atvinnulífið, sem er ekki það sem ég tel að eigi að felast í menntun. Það er alls kyns nám sem er til góða fyrir samfélagið sem ekki endilega skapar þeim sem stunda það miklar tekjur. Þar að auki finnst mér þetta vera sjálfsögð réttindi; að fólk hafi aðgang að ríkisstyrktu námi með fjölbreyttu framboði faga - enda er ég jafnaðarmaður.
Þarfagreinir, 8.5.2007 kl. 09:58
Gaman að svona orrahríð "ég hef rétt fyrir mér" "nei, ég hef rétt fyrir mér", "nei ég".... Þegar báðir aðilar hafa rétt fyrir sér að hluta til. Það er svo þægilegt að geta tekið sérvalin stök úr mengi sannleikans til að búa til sitt eigið undirmengi af sínum eigin sannleika. Þetta er það sem veldur því að sannleikurinn er það fyrsta sem forgörðum í pólitískri umræðu.
Annars er ég feginn að þú ert ekki að kenna Ágúst, ágætis nemandi myndi fá falleinkunn. :) En að öllu gamni slepptu þá langar mig til að hrósa þér fyrir framistöðu þína undanfarið. Hún hefur verið góð og ég vona að Samfylkingin beri þá gæfu að koma í stjórn með okkur Sjálfstæðismönnum í næstu ríkisstjórn. Held að það yrði öflugt samband af öflugu fólki.
Sigurjón Sveinsson, 8.5.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.