5.5.2007 | 21:10
Hvað er búið að gerast undanfarna 10 daga?
Eitthvað er þetta skrýtið, rétt fyrir kosningar, að ganga frá aukinni tannvernd barna. En það er ekki eins og að Framsóknarflokkurinn hafi ekki haft tíma til að ráðast í þetta, búinn að vera í ríkisstjórn stöðugt í 35 ár að 4 árum undanskildum.
Annars er með ólíkindum hvað ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið langt í að lofa útgjöldum inn í framtíðina. Nú er talan yfir kosningavíxla Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks komin yfir 400 milljarðar króna á næstu 2 kjörtímabilum.
Þessa dagana fáum við þingmenn mýmarga tölvupósta frá ráðuneytunum um allt það nýjasta sem ráðherrarnir hafa lofað.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum tölvupóstum sem ég hef einungis fengið síðastliðna 10 daga frá ráðherrunum en þetta er ekki tæmandi upptalning.
1. Heilbrigðisráðherra semur við Tannlæknafélag Íslands um tannlæknaþjónustu þriggja og tólf ára barna.
2. Menntamálaráðherra og samgönguráðherra undirrita samninga um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Suðurlandi og Suðurnesjum um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.
3. Heilbrigðisráðherra semur um geðheilbrigðisþjónustu á Sauðárkróki og Ísafirði.
4. Heilbrigðisráðherra tryggir aðgang að bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu.
5. Fjármálaráðherra undirritar kaupsamning um 15,2% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf.
6. Heilbrigðisráðherra framlengir þjónustusamning við SÁÁ.
7. Heilbrigðisráðherra eykur styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði.
8. Félagsmálaráðherra undirritar þjónustusamning um málefni fatlaðra og samkomulag um ný búsetuúrræði og eflingu dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk í Þingeyjarsýslum.
9. Félagsmálaráðherra undirritar samkomulag um verkefni til að fjölga búsetuúrræðum og efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi.
10. Félagsmálaráðherra undirritar þjónustusamning við Sveitarfélagið Hornafjarð um þjónustu við fatlaða.
11. Menntamálaráðherra úthlutar úr Þróunarsjóði grunnskóla 20 milljónir króna til 35 verkefna.
12. Menntamálaráðherra kynnir stefnu stjórnvalda í byggingarlist.
13. Menntamálaráðherra undirritar samning um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 16 sveitarfélög á Norðurlandi eystra um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.
14. Menntamálaráðherra undirritar samstarfssamning um Orkuháskóla í tengslum við uppbyggingu Háskólans á Akureyri.
15. Heilbrigðisráðherra undirritar reglugerð sem felur í sér að Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að taka aukinn þátt í kostnaði við tannlækningar fatlaðra og langveikra barna sem njóta umönnunargreiðslna og vegna tannlæknismeðferða þroskaheftra sem eru 18 ára og eldri.
16. Félagsmálaráðherra setur á fót skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu.
17. Heilbrigðisráðherra gefur út stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010.
18. Utanríkisráðherra og félagsmálaráðherra tilkynna að ríkisstjórnin hafi markað þá stefnu að tekið verði á móti hópi flóttamanna hér á landi á hverju ári.
19. Ríkisstjórnin samþykkir að veita Þjóðminjasafni Íslands 1,5 milljón króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af kostnaði safnsins við móttöku á íslenskum munum sem Nordiska museet í Stokkhólmi hyggst afhenda Þjóðminjasafni til varðveislu.
20. Heilbrigðisráðherra veitir SAMAN hópnum Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra.
21. Heilbrigðisráðherra skrifar undir samning um stækkun heilsugæslunnar á Siglufirði.
22. Heilbrigðisráðherra ákveður gagngerar endurbætur á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað.
Og munið að þetta er bara það sem ég hef fengið tilkynningu um undanfarna 10 daga frá ráðherrunum.
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Það þarf ekki að bæta miklu við þennan lista og standa við gefin loforð til að gera landið að útópísku alltíhimnaríkislagi landi. Þá þurfum við enga stjórn og hægt verður að selja Alþingishúsið undir hótel.
Pálmi Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 21:44
Góð samantekt. Við erum var við þetta í NV kjördæmi. Svo þeysast ráðherrarnir um á ráðherrabílum, með einkabílstjóra og aðstoðarmann til að vinna í kosningabaráttunni fyrir þá - er þetta eðlilegt?
Eggert Hjelm Herbertsson, 5.5.2007 kl. 22:07
af hverju gerðu þeir þetta ekki í fyrravor, af hverju núna, jú það eru að koma kosningar.
Hallgrímur Óli Helgason, 5.5.2007 kl. 22:17
Ágúst Ólafur.
Þetta er nú hræsni hjá þér sem er neðan þína virðingu sem vel gefinn, vel menntaðs og vel upplýsts manns sem alla tíð hefur fylgst með stjórnmálum.
Hvað varðar Framsóknarflokksinn, þá er það þótt þér finnist erfitt að viðurkenna það, að flokkurinn hefur verið að skrifa undir samninga og vinna að málum allt kjörtímabilið.
Tökum sem dæmi Jón Kristjáns og núna Siv. Þau hafa skrifað reglulega undir mikilvæga samninga allt kjörtímabilið. Þið farið síðan af hjörunum þegar hún heldur áfram sínu striki og heldur áfram að skrifa undir mikilvæga samninga alveg fram að kosningum!
Þú veist það einnig að stærsti hluti þess sem verið er að ganga frá núna hefur verið í undirbúningi - jafnvel allt kjörtímabilið. Hræsni að gera lítið úr því.
Hvað varðar það sem setti pistilinn þinn af stað - tannverndinn - þá er Siv bara að vinna eftir samþykktum flokksþins Framsóknar.
Meira um það hérna:
Siv flott í gervi tannálfsins!Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 22:25
Þetta eru ágæt afköst. En í listann vantar ýmis ráðuneyti. Svona verður þetta hjá þínu ráðuneyti eftir fjögur, átta eða tólf ár! Ekki til peningar nema rétt fyrir kosningar. Öllu eytt fyrirfram af fráfarandi valdhöfum og þetta er sko ekki nýtt fyrirbrigði. BSV-stjórn eftir kosningar takk.
Lýður Pálsson, 5.5.2007 kl. 22:25
Flottur Lýður
Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 22:54
Ég bíð enn eftir útlistingum á þessum fullyrðingum um 400 milljarða kosningavíxil. Það er ótrúverðugt hjá varaformanni stjórnmálaflokks sem vill láta taka sig alvarlega að slá svona fram órökstutt.
Gestur Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 22:55
Listinn er langur og spurning hverjar eru hinar raunverulegu kosningaskrifstofur.
Lára Stefánsdóttir, 5.5.2007 kl. 23:45
Úff, þetta er langur listi. Ég var einmitt að blogga um ókeypis auglýsingar Sjálfstæðisflokksins á minni skíðu. Þú ættir bara að vita hvernig þétta hefur verið hér á Vestfjörðum !!
Baráttukveðjur,
Bryndís Friðgeirs
Ísafirði
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 6.5.2007 kl. 01:11
Þegar ég vafra inn á blogg hinna ýmsu stjórnarandstöðuþingmanna þykist ég sjá eitt: Fjöldi stjórnarliða sem geysist fram í kommentakerfinu er fínn mælikvarði á áreiðanleika upplýsinganna. Eftir að hafa lesið komment Halls, Lýðs og Gests er ég orðin alveg sannfærð um að upplýsingarnar þínar standast nánari skoðun
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 02:32
Framsóknar-mennskan er fyrir mér einsog alkóhólisti sem vaknar af löngu fylleríi og í allri þeirri vanlíðan sem því fylgir (timburmennirnir) þá að sjálfsögðu lofar hann bót og betrun.
En alkóhólistinn dettur alltaf í það aftur og aftur - og hvað þá?
kv. GHs
Gísli Hjálmar , 6.5.2007 kl. 13:21
Gísli ... þegar menn hafa dottið aftur og aftur þá er þeim boðið uppá langtímameðferð ... að því loknu taka menn sér mörg ár í að laga til eftir sig og jafna sig í hausnum.
Pálmi Gunnarsson, 6.5.2007 kl. 13:42
Einmitt málið Pálmi ...
kv. GHs
Gísli Hjálmar , 6.5.2007 kl. 16:13
Það er aðeins lítill hluti alkóhólista sem nær bata frá sjúkdómi sínum, svo ég tek undir hjá Gísla
Inga Lára Helgadóttir, 6.5.2007 kl. 23:50
Samfylkingin býr sér illa í haginn með að láta ekki núverandi stjórn njóta sannmælis. Auðvitað vita allir að hér hefur verið margt jákvætt í gangi þó að sumt megi betur fara.
En að orða þetta þannig að hér sé allt í rjúkandi rúst setur ansi mikla pressu ef Samsfylkingin kemst í stjórn. Þá fáum við vonandi að kynnast hve lífið getur verið gott. Ja annars þarf flokkurinn að svara vel fyrir þær stóryrtu yfirlýsingar sem gengið hafa um hörmungarstandið á þjóðfélaginu sem D og B vilja viðhalda.
Björn Viðarsson, 7.5.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.