Ragnar Reykás og rósastríðið

Undanfarna daga höfum við frambjóðendur Samfylkingarinnar hér í Reykjavík gengið í hús til þess að spjalla við kjósendur og gefa þeim rósir. Þetta framtak hefur tekist mjög vel upp og þessar göngur hafa reynst mjög skemmtilegar. Þetta er góð leið til þess að spjalla við kjósendur og fólk virðist taka þessu framtaki vel. Ég hef gengið í nokkur hverfi, m.a. í Breiðholtinu, Árbæ, miðbænum og í Laugardalnum. 

Ég tók eftir því að Gummi Steingríms flokksfélagi minn nefndi það um daginn á blogginu að hann væri svo upptekinn að hann hefði lítinn tíma fyrir bloggið. Ég er honum sammála um það. Og það er auðvitað nokkuð fyndið til þess að hugsa að nú þegar að frambjóðendur allra flokka vilja hvað þeir geta koma sínum sjónarmiðum á framfæri að þá eru þeir svo uppteknir í baráttunni að þeir hafa varla tíma til þess að skrifa. En auðvitað gefur það manni mest að hitta kjósendur augliti til auglitis og sá þáttur baráttunnar fer auðvitað í algjöran forgang.

Ég heyri það líka að fólki finnst kosningabaráttan róleg og jafnvel bragðdauf. Það er þó ekki tilfinning okkar sem förum á milli vinnustaða, því fólk er greinilega mikið að velta kosningum fyrir sér, hugsanlegu stjórnarmynstri að loknum kosningum og við fáum margar spurningar – sem mér finnst til marks um það að fólk er svo sannarlega með hugann við kosningarnar.

Ég náði að horfa á kosningaþátt Íslands í dag í gærkvöldi og hafði gaman af. Ég var mjög ánægður með frammistöðu Össurar, enda er með mælskari og skemmtilegri þingmönnum. Ég var hjartanlega sammála nálgun hans á ummælum Ástu Möller. Þar held ég því miður að hafi ekki verið á ferðinni skoðun eins þingmanns, þarna birtist enn á ný tortryggni Sjálfstæðismanna í garð forsetans. Satt að segja furða ég mig á því að Ásta skuli fyrir það fyrsta hafa tekið undir með Reykjavíkurbréfi Moggans (og þar er ég aftur sammála Gumma Steingríms – maður á aldrei að taka undir Reykjavíkurbréf!) en ég er ekki síður hissa á því að hún skuli hafa látið hafa sig út í það að mæta í viðtal og draga algjörlega í land með það sem hún hafði sagt fyrr sama dag. Þetta minnti óneitanlega á þann ágæta mann, Ragnar Reykás.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hins vegar hefur Ragnar Reykás meir sannfæringarkraft en Ásta og kemur sér betur út úr sínum eigin vandræðum

Páll Jóhannesson, 4.5.2007 kl. 08:07

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

En hún sá að sér og bakkaði út úr vitleysunni.

Jens Sigurjónsson, 4.5.2007 kl. 08:35

3 Smámynd: Hilda Jana Gísladóttir

Stundum hagar maður seglum eftir vindi og stundum bara eftir því hvort að það er fyrir eða eftir hádegi :-)

Hilda Jana Gísladóttir, 4.5.2007 kl. 09:37

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég veit, að allmargir mæra Ólaf Ragnar einnig er mér ljós sú staðreynd, að hann verður aldrei neitt sameiningartákn þjóðarinnar.  Til þess á hann sér of langa fortíð og mis bjarta í stjórnmálunum.

Aðra þekki ég, sem ekki líta hann réttu auga sakir framgöngu á sínum yngri árum fyrir Vestan.  Líklega eru þar í hópi frændur þínir allmargir.  Þar var lagt mat á menn eftir dugnaði til verka og ósérhlífni, ekki eftir refskap.

Ég er í þeim hópi sem ber ekkert sérlegt traust til ÓRG.

Ég hygg, ef litið er yfir gjörðir hans, að honum yrði lausari höndin til annars en rita umboð til ,,Borgaralegra flokka".

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.5.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 144652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband