Syndalisti ríkisstjórnarinnar

Kosningarnar snúast ekki einungis um framtíðina. Þær snúast líka um fortíðina og hvað flokkar hafa gert. Förum yfir 40 atriði sem ríkisstjórnarflokkarnir stóðu að eða komu nálægt.

1. Íraksmálið

2. Fjölmiðlamálið

3. Árni Johnsen og tæknilegu mistökin

4. Falun Gong

5. Byrgismálið

6. Skipun félaga sinna í Hæstarétt

7. Brot á jafnréttislögum við þessar skipanir og fleiri

8. Baugsmálið

9. "Innmúraður og innvígður"

10. "Ónefndi maðurinn"

11. Eftirlaunafrumvarpið

12. "Sætasta stelpan á ballinu og eitthvað sem gerir svipað gagn"

13. "Þær hefðu hvort sem er orðið óléttar"

14. "Jafnréttislögin eru barns síns tíma"

15. Eitt hæsta matvælaverð í heimi

16. Eitt hæsta lyfjaverð í heimi

17. Einu hæstu vextir í heimi

18. Kosið gegn lækkun á skatti á lyfjum

19. Kosið gegn afnámi vörugjalda á matvælum

20. Kosið gegn 75.000 kr. frítekjumarki fyrir eldri borgara og öryrkja

21. Staðið gegn því að láta samkeppnislög gilda um landbúnaðinn

22. Verðbólguskattur

23. Aukin skattbyrði á 90% þjóðarinnar

24. Óbreytt landbúnaðarkerfi

25. Falleinkunn í hagstjórn frá nær öllum innlendum og erlendum sérfræðingum

26. 5000 fátæk börn

27. 400 eldri borgarar á biðlista

28. 170 börn á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar.

29. Aukinn ójöfnuður

30. 8.500 börn sem hafa ekki farið til tannlæknis í 3 ár

31. Frumvarp um að heimila símhleranir án dómsúrskurðar

32. 24 ára reglan í útlendingalögunum

33. Kaup á sendiherrabústað sem kostaði jafnmikið og það kostar að reka meðal framhaldsskóla

34. Skertur réttur almennings til gjafsóknar

35. Launaleynd viðhaldið

36. Trúfélög fengu ekki heimild til að gifta samkynhneigða

37. Ísland í 16. sæti af 30 OECD þjóðum þegar kemur að framlögum til framhaldsskóla

38. Ísland í 21. sæti af 30 OECD þjóðum þegar kemur að framlögum til háskólana

39. Kaup á vændi ekki gerð refsiverð

40. Sami kynbundni launamunurinn í 12 ár

Og svona mætti lengi telja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Líklega með bestu framsetningum á syndalistanum sem sést hefur. Þessi mál eru svo margrædd að það er nóg að minna á þetta með stikkorðum!

Haukur Nikulásson, 3.5.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Presturinn

Alveg ertu merkilegur karakter Ágúst. Einn daginn ertu að staðsetja þig sem einn flottasta hugsuð í íslenskri pólitík með stefnu sem einkennist af mikilli þekkingu á markaði og skilning á frelsi. Þann næsta ertu að kasta skít með mjög ómerkilegum hætti. Viltu velja hvort að þú ætlar að vera flottur pólitíkus eða ómerkilegur pappír því annars á ég erfitt með að kjósa þig. Málið er nefnilega að þú berð höfuð og herðar yfir alla í Samfylkingunni. Ef það er einhver ástæða til að kjósa hana þá ert það þú. Það renna samt á mann tvær grímur þegar Jóhanna Sig og Möddi Árna standa sitt hvoru megin við svona glæsilegan málssvara atvinnulífsins.

p.s. hvar er Mörður annars?? það má ekkert fela hann bara af því að það eru kosningar. . . það er ekki fallega gert :)  

Presturinn, 3.5.2007 kl. 12:37

3 identicon

Sjá menntamál í grein Sigurðar Kára í Fréttablaðinu í dag. Hann afgreiddi þau mál þar.

Hvað varðar háu vextina - er það ekki æskilegt tæki til að draga úr verðbólgu? Verðbólgu sem skapaðist annars vegar á frjálsum markaði með húsnæðislánum og hins vegar Kárahnjúkum sem meginhluti xs samþykkti?

Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:53

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ój ég fæ alveg ógeð að heyra fólk tala um að vextir dragi úr verðbólgu þannig er að ég er námsmaður og hef ekki ráð á að eyða peningum í neitt, en er að greiða svínsháa vexti, annað með þá sem eiga allt til alls og verðbólgan ???? stoppar hún þá af ???? á hverjum er verðbólgan að bitna Andri

Inga Lára Helgadóttir, 3.5.2007 kl. 14:20

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

þetta átti að vera vextirnir í síðustu línunni,en þeir eru að bitna á þeim sem geta engu eytt

Inga Lára Helgadóttir, 3.5.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Auðvitað á maður ekki að leggja sig niður við að svara svona bulli en þar sem mér er afar hlýtt til sumra ættmenna þinna, læt ég slag standa.

En áður en ég hefst handa um það, bið ég allar góðar vættir leiðbeina fótum þínum framvegis og leiða þig af þessari vilu og veit ég vel, að leitir þú í eðli þíonu er þar að finna þá leiðbeiningu.  Svo var í það minnsat með margt af þínu fólki.

2.  Fjölmiðlafrumvarpið hefði betur verið samþykkt.  Það er ekki nægjanlegt að heimta samkeppnislög sumstaðar en ekki bara annarstaðar.

5.  Byrgið.  Man ekki betur en þínir flokksmenn hafi talað sig´hása um gæði og frumkvöðlastarf Byrgismanna þá þeir voru í húsnæðisvandræðum úti á Keflavíkurvelli.  Smánarlegur málatilbúnaður.

6.  Skipað var í þessar stöður að bestu manna yfirsýn og hefur komið á daginn, að annar þeirra sem skipaður var, hefur verið hvað duglegastur dómenda að skila inn sératkvæðum, hvar hann tekur til varnar þeim er minna mega sín og skýrskotar oftar en aðrir til jafnræðis.  Skammarlegur málflutningur ykkar.

8.  Það er búið að dæma í því máli, menn taldir sekir --smir saklausir, sumu vísað frá öðru ekki.

Lítilmótlegur málflutningur og ykkur ekki til sóma.

9.  Spurðu nú vin þinn úr Vestmannaeyjum, hver kvæntur er dótturdóttur Bjarna Jónssonar heitins læknis um samband Styrmis og húmorsins þar á bæ.  lítilsverður og ódýr málflutningur af þinni hálfu

10.  sama og 9.

11.  Eftirlaunafrumvarpið var lagt fram að ÖLLUM FORMÖNNUM FLOKKANA vitorði og að fengnum LOFORÐUM um STUÐNING. Þetta veist þú en kýst að ljúga.  Smánarlegt og skítugt.

 14.  JAfnréttislögin eru allsekki í lagi og það er á vitorði allmargra lögfræðinga.  Þau eru samin við ákveðnar aðstæður en færu EKKI óbreytt í gengum þing, hvar fólk væri sæmilega til höfuðsisn, sakir þess, að í grundvallaratriðum hvetja þau til brota á jafnræðisreglu,--eru andstæð öðru kyninu fremur en hinu.

16.  Réttilega er þetta sett fram og allt gott um það að segja, fákeppni er ekkert berti í lyfjum frekar en fjölmiðlun.

17.  Mannstu ekkert hverjir settu lög um Verðtrygginguna???  Ekki ert þú að afneita Gylfa Þ Gísla?  Ólafslögin voru sett í tíð Vinstri stjórnar.  Löngu tímabært að banna alla verðtryggingu.

20.  Frítekjumark og svoleiðis er afar dýr aðferð til jöfnunar.  Svo má ekkert gera í þeim tilgangi, öðruvísi en þið hrópið þá   JAÐARSKATTAR

21.  þIÐ ÆTTUÐ AÐ VERA EINS FRAMMÁ UM SAMKEPPNISLÖG Á FJÖLMIÐLAMARKAÐINUM

25.  Falleinkun hverra?  Er það ekki synir Gylfa Þ og innmúraðir félagar í hinum ýmsu vinstrisellum úti í bæ, sem skreyta málflutning sinn með kennaratitlum í Háskólanum hér?

Falleinkunin er slík, að smáríkið Ísland er með hvað besta lánstraust allra Evrópuþjóða.  Sér er hver falleinkunin.  Ykkur er stundum ekki sjálfrátt í bullinu, Evrópusinnunum.

26.  Fátækt miðað við hvað?  Fulltrúar Norðurlandana hafa verið afar hissa á þessu tali um fátækt hér.  Þeir þekkja ekki svona gott ástand og ljúka upp einum munni um, að hér sé allt í mjög góðu lagi, eins goðu og hægt sé.  Jafnvel félagar ykkar úr Jafnaðarmannaflokkunum.

 28  Vísa til greinar sem einn frambjóðandi ykkar, starfsmaður Geðsviðs Landsans sem hún reit í fyrra um síauknar fjárveitingar til málaflokksins og ánægju um, að fyrir endann húsnæðisvandamálum BUGLS með aðgerðum í þeim efnum.  ÞEssi grein kom í Mogganum fyrir svosm einu ári síðan. en nú er sama kona að stunda áróður með öðrum formerkjum.  Svo er hvers og eins, að hafa skoðun á slíkum málflutningi.

29.  Ójöfnuður hefur aukist ef tekið er úrtak af þeim sem mest eiga og hinum sem minnst hafa, slíkt gerist, þegar velsækld eykst og auðmenn verða til á markaðinum.  Þetta er flestum augljóst en með aðferðum Sjálfstæðisstefnunar, Stétt með ÞStétt munu allir hafa af því nokkurn bata.

30.  Tannheilsa barna er áhyggjuefni en verra er, að þið þegið um Skólatannlækningar hverjar eru ókeypis eða nánast svo.  Það er ekki hægt, að gera foreldrum, að sjá svo til, að börn þeirra mæti, þegar skólatannlæknar eru með skoðunartíma.  Þessi málflutningur er engum til skammar öðrum en ykkur og er lýsandi dæmi um hálfsannleik.

33.  Veit ekki betur en að sendiráð okkar í París hafi verið selt með mjög miklum gróða.  Man það vel, þegar það var keypt á slikk af Alberti heitnum Guðmundssyni, að Kratar og Kommar urðu snarvitlausir.  Mesti gróði í utanríkisþjónustu okkar fyrr og síðar.

Ég biðst afsökunar á þessum langhundi en mér rennur blóðið til skyldunnar gagnvart sumum nákomnum ættingjum þínum og bið þig hérmeð, að skoða þá braut sem þú virðist vera búinn að marka þér í málflutningi.

Áar þínir eiga betra skilið.

Að lyktum bið ég þig allrar Guðsblessunar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.5.2007 kl. 14:22

7 Smámynd: Páll Einarsson

Þetta er flott samantekt hjá þér. Var búinn að gleyma sumum málum sem þú nefndir þarna. En er það ekki vandinn með Íslendinga? við virðumst gleyma og fyrirgefa stjórnmálamönnum of fljótt!

kveðja,

Páll Einarsson, 3.5.2007 kl. 17:19

8 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Ágúst. Já það má deila um margt sem þessi ríkisstjórn hefur gert. En eruð þið vinstri menn ekki ánægir með það að hún hefur hækkað skatta sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og aukið framlög til velferðar- og menntamála um tæp 40% á kjörtímabilinu? 
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/194967/

Hefðuð þið náð þessu með ykkar stefnu um að byggja ekki upp stóriðju og lækka ekki skatthlutföll þannig að skatttekjur hefður ekki aukist eins og þær hafa gert?

Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 20:48

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þið samþykktuð þá sjálfsögðu framkvæmd að fara í Kárahnjúkavirkjun til að styrkja byggð á Austurlandi sem var að hruni komin en blómstrar nú sem aldrei fyrr. Til að rýma til í hagkerfinu fyrir henni þurfti að fresta opinberum framkvæmdum og beita aðhaldi í ríkisbúskapnum og greiða niður skuldir, sem eru nú nánast engar, sem gerir það að verkum að mörg af þeim sjálfsögðu verkum sem þið hafið lagt til, en hefði verið óábyrgt að fara í þegar þið lögðuð það til, hafa ekki enn komist til framkvæmda, en vegna stækkunar hagkerfisins vegna þessa og margs annars góðs sem gerst hefur á kjörtímabilinu er efni á að fara í núna. Ég spyr því, hefðir þú ekki viljað styrkja byggð á Austurlandi?

Gestur Guðjónsson, 3.5.2007 kl. 23:03

10 Smámynd: Björn Viðarsson

Á þessi upptalning að gefa okkar rétta mynd af árangri núverandi ríkisstjórnar?  Er þetta upplýsandi fyrir kjósendur? 

Björn Viðarsson, 4.5.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband