27.4.2007 | 10:40
Bleyjupakki ríkisstjórnarinnar
Auðvitað verður fólk vart við hinn sívaxandi ójöfnuð. Þennan ójöfnuð má að stórum hluta rekja til ákvarðana þessarar ríkisstjórnar. Í valdatíð ríkisstjórnarinnar hefur einungis einn tekjuhópur upplifað minni skattbyrði en áður. Það er sá hópur sem er með allra mestu tekjurnar, fólk með meira en 1,2 milljón kr. á mánuði. Skattbyrði allra hinna, 90% þjóðarinnar, hefur þyngst.
En svar Sjálfstæðismanna vegna sívaxandi skattbyrði hefur ætíð verið á þá lund að tekjur fólks hafi aukist og því aukist skattbyrðin.
Af hverju gerist það sama ekki erlendis?
En hvernig má vera að fólkið í topp 10% tekjuskalanum upplifir minni skattbyrði þrátt fyrir að tekjur þeirra hafi einnig aukist?
Og hvernig má vera að í löndunum í kringum okkur þar sem tekjurnar hafa einnig aukist er fólk ekki að upplifa þyngri skattbyrði?
Við skulum muna hvernig skattlækkanir ríkisstjórnarinnar hafa skipst á milli borgaranna. Þær skattalækkanir sem voru samþykktar 2005 skiptust þannig að 25% tekjuhæstu fengu 2,5 milljarð kr. í sinn snúð en 25% tekjulægstu 300 milljónir kr. eða næstum 10 sinnum lægri upphæð.
Bleyjupakki vs. utanlandsferð
Skattalækkanir þessa sama árs færðu grunnskólakennara með meðallaun um 1.900 kr. í skattalækkun sem nægir rúmlega fyrir einum bleyjupakka á mánuði.
En á meðan fékk maður með milljón á mánuði um 23.000 kr. í skattalækkun mánaðarlega eða ígildi einnar utanlandsferðar í hverjum mánuði.
Þessu til viðbótar hefur ríkisstjórn markvisst haldið skattleysismörkunum niðri.
Ríkisstjórnin hefur flutt æ stærri hlut af byrðinni yfir á venjulega fólkið í landinu og því hefur ójöfnuður aukist.
Fólk telur ójöfnuð meiri nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Væri þá ekki tilvalið að fara eftir tilmælum foringja þíns sem er "Að taka af þeim sem mest hafa tekjurna og láta til þeirra sem minnst hafa tekjurnar" aka Kommúnismi.
FÁLKINN, 27.4.2007 kl. 20:08
Ef maður finnur ólykt úr bleyju þá skiptir maður um, ertu að segja það?
Varðandi jafnaðarstefnuna er grundvallarmálið það í mínum huga að fólk sem er tekjulágt og ósátt við kjör sín hreinlega nýti sér einhvern af þeim fjölmörgu möguleikum til að bæta stöðu sína. Aldrei fyrr hefur verið meira framboð af góðri menntun eftir að einkavæddir háskólar spruttu fram með gríðarlegum metnaði.
Það er voðalega þægilegt að sitja heima og væla yfir því að aðrir hafa "meikað það" með því að mennta sig og staðið sig í viðskiptum.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 23:05
Þessir ránfuglsmenn hér fyrir ofan virðast ekki skilja hvaða forsendur þurfa að ríkja í heilbrigðu samfélagi, þar sem allir geta upplifað sig sem fullgilda og verðuga þátttakendur. Skattkerfið er að þróast í þá veru að létta birgðarnar á þá tekjuhæstu. Fiskverkakona borgar um 40% af tekjum umfram persónuafslátt til ríkisins en sá sem erfði 5 milljóna hlutabréf í Eimskip frá afa sínum borgar ekki nema 10% af fjármagnstekjum af eign sem að hann þurfti ekkert að hafa fyrir. Það eru til margar útgáfur af "fair play" og á hvaða forsendum menn "meika það".
Gunnlaugur B Ólafsson, 28.4.2007 kl. 00:05
Kæri Ágúst. Ef þú og aðrir viljið lesa nánar um áhrif þessa ójafnaðar, heimsækið mína síðu.
Laufey Ólafsdóttir, 28.4.2007 kl. 04:07
Alltaf kemur það mér jafn mikið á óvart hvað menn segja um skatta, en ekki átti ég von á því að þú Ágúst hefðir ekki meiri skilning á skattamálum en þetta.Það var verið að lækka skatta á þá sem greiða skatta á annað borð, ekki var verið að lækka skata á þá sem engan skatt greiddu fyrir, eiga menn í einhverjum vandræðum með að skilja það á vinstrivængnum?.Þær skattalækkanir sem gerðar hafa verið koma þeim til góða sem eru með meðaltekjur, að er barnafjölskyldur og fólk sem er að leggja mikið á sig til að koma yfir sig og sína húsnæði, eins er með það eldra fólk sem lagði fyrir til elliárana það fær að eiga sinn aur nokkurn vegin án refsingar.Ég ætla að vona að ef þú og félagar þínir komist ekki að ef ætlunin er eins og hljómar að fjölga einu sinni en með misvitrum aðgerðum breiðu bökunum, það er að auka álögur á alla sem virðist vera það eina sem þið vinstrimenn hafið til málama að leggja yfirleitt.
Magnús Jónsson, 28.4.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.