Hugur til atvinnulífsins

Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Ég skrifaði ekki fyrir löngu grein sem ég kallaði ,,Allir vilja vinna í banka" þar sem ég dró fram skoðun mína að bankarnir væru mjög spennandi og eftirsóknarverður starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Þessi könnun sýnir það. Framtíð þessa lands byggist á hugviti og mannauði og á það eigum við stjórnmálamennirnir að veðja.

Tillögur Samfylkingarinnar á Sprotaþinginu um daginn sýndu hug Samfylkingarinnar til þekkingariðnaðarins en á því þingi kusu frumkvöðlar og bissnessmenn á milli tillagna stjórnmálaflokkanna um þekkingariðnaðinn. Skemmst er frá því að segja að tillögur Samfylkingarinnar lentu í þremur efstu sætunum.

Annað sem Samfylkingin leggur áherslu á er jafnvægi í efnahagskerfinu en það hefur ekki verið til staðar í valdatíð Sjálfstæðisflokksins eins og allir vita. Sömuleiðis er Samfylkingin á móti geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna eins og þær birtast þegar fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ákveður að banna ákveðnum fjármálafyrirtækjum að gera upp í erlendri mynt út af andstöðu sinni og Davíðs við Evrópusambandið.


mbl.is Yfir þúsund störf urðu til í fjármálastarfsemi á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ágúst. Þú talar um „þekkingariðnaðinn“ í eintölu. Er það nokkuð skv. einhverri skilgreiningu - sem oft er notuð - sem t.d. dekkar ekki bankana sem verið er að ræða hér, og þá heldur ekki orkufyrirtækin og raunar varla nema handfylli fyrirtækja á Íslandi?

Gústaf Adolf Skúlason (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Þarfagreinir

Sem algjörlega óhlutdrægur bankastarfsmaður get ég tekið undir þetta af heilum hug.

Þarfagreinir, 26.4.2007 kl. 15:47

3 Smámynd: Sigríður Karen Bárudóttir

Sæll Ágúst.

Mér finnst Samfylkingin mætti státa sér meira og hærra af þessum fyrstu þremur sætum.  Dómnefndin vissi ekki hvaðan tillögurnar komu og voru því ,,blindar" eins og það má kallast.  Gott mál!

Sigríður Karen Bárudóttir, 26.4.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband