Kona forseti Frakklands?

Það stefnir í spennandi kosningar í Frakklandi. Þessar kosningar verða sögulegar fyrir margar sakir. Ein þeirra er sú staða að forseti Frakklands verður hugsanlega í fyrsta skipti kona. Royal höfðar mjög sterkt til mín og eftir að hafa fylgst lítillega með baráttunni verð ég sannfærðari um þar fari sterkasti frambjóðandinn í þessum kosningum. Ég er að sama skapi mjög hrifinn af þessu franska fyrirkomulagi við forsetakosningar. Tvær umferðir eru af hinu góða þegar velja á forseta landsins.

Annars er mjög fróðlegt að fylgjast með framgangi mjög öflugra kvenna í stjórnmálum samtímans. Við erum ekki bara að tala um Royal í Frakklandi heldur einnig Nancy Pelosi og Hillary í Bandaríkjunum, Monu Sahlin í Svíþjóð og Helle Thorning-Schmidt í Danmörku.

Íslendingar geta einnig tekið þátt í þessari þróun með áþreifanlegum hætti þann 12. maí með því að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að forsætisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég fæ seint skilið hvers vegna velja skuli stjórnmálamann til forystu sérstaklega af því að hún sé kona. Ágúst, ég segi þér í einlægni að þessi ætlaða pólitíska rétthugsun er brátt að verða hlægileg og í sjálfu sér ekki gáfulegri en svo að kjósa eigi einhvern til starfa af því að hann er svartur en ekki hvítur.

Við eigum að kjósa fólk til starfa að því að viðkomandi er hæfur og vel treystandi til verksins en ekki vegna kynferðis. Þetta kynjatal MUN líða undir lok þegar fólk losnar úr viðjum kynjajafnræðispöpulismans.

Haukur Nikulásson, 26.4.2007 kl. 07:09

2 identicon

Eftir að hafa ígrundað málflutning Sf þá sendur ekkert uppúr annað en kynferði formannsins. Allt annað er húmbúkk, fals og kjaftæði. Það er því ekki undrunarefni að áherslan hjá Sf skuli vera á kynferði formannsins, ekki er það væntanlegt til áragnurs að beina athyglinni að málefnunum. Hitt er svo annað mál hvort kjösendur séu jafn grunnhyggnir og forysta Sf augljóslega er.

Þrándur (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband