13.4.2007 | 09:42
Hundur í óskilum
Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar í Egilshöll og verður mikið um að vera. Við fáum þungavigtargesti á landsfundinn. Mona Sahlin, formaður sænska jafnaðarmannaflokksins og Helle Thorning-Schmidt, formaður danska jafnaðarmannaflokksins munu ávarpa fundinn við setningu hans kl. 16 í dag.
Allt áhugafólk um stjórnmál er hvatt til að mæta og hlusta á þessa öflugu stjórnmálaleiðtoga.
Annars hefst málefnastarfið kl. 13 í dag og eru landsfundarfulltrúar hvattir til að taka þátt í því. Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar heldur sinn fund á landsfundinum ásamt 60+ og Kvennahreyfingunni. Ungliðarnir verða sömuleiðis áberandi á fundinum.
Fjölmargir spennandi frummælendur verða á landsfundinum. Má þar nefna Þórólf Árnason forstjóra SKÝRR, Svöfu Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík, Bjarna Ármannsson forstjóra Glitnis, Einar Kárason rithöfund, Dagný Ósk Aradóttur formann Stúdentaráðs, Viðar Hreinsson, forstöðumann ReykjavíkurAkademíunnar og Amal Tamimi, fræðslufulltrúa Alþjóðahúss.
En það verður ekki bara pólitík á landsfundinum heldur einnig skemmtanir og fjör. Hundur í óskilum, Baggalútur og Sprengjuhöllin munu spila. Þá munu Fóstbræður og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja. Síðan verður haldið lokahóf á laugardagskvöldinu á Grand Hótel þar sem Jafnaðarmannabandið Suðsuðvestur mun m.a. troða upp.
Sem fyrr tek ég fram að fólk þarf ekki að vera skráðir landsfundarfulltrúar eða flokksfélagar til að geta mætt á landsfundinn og fylgst með. Hvet því fólk til að kíkja upp í Egilshöll í dag og á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Jú jú, þurfið að skreyta ykkur með aðfengnu. Heimafengnu baggarnir eru nú ekki á pari við það sem við bjóðum uppá í Laugardalshöllinni. he he.
Gott að ita, að gagnheilir Íhaldsmen tali yfir hausamótunum á ykkur. Nafni hefur svosum ekki veri Krati, að því er ég best veit. Grönfeldt er nú frekar á okkar línu, síðast þegar ég vissi.
Góða skemmtun, bið að heilsa karli föður þínum, vorum samtíða í Miðbæjarskólanum og síðar í framhaldinu.
Einnig var Össi minn samverkamaður minn í Fjósinu við MR.
Miðbæjaríhaldið
Verður á öðrum og merkilegri Landsfundi, sko ORGINALNUM altso.
Bjarni Kjartansson, 13.4.2007 kl. 09:53
"Hundur í óskilum" er þvílík skemmtun að jafnvel ég gæti þolað málflutning Samfylkingarinnar í smá stund fyrir þá. Skemmtið ykkur vel!
Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 10:42
Sjálfur er ég spenntastur fyrir Baggalúti. Góð dagskrá.
Þarfagreinir, 13.4.2007 kl. 10:54
Það er nú lélegt að smala á landsfundinn með góðum skemmtiatriðum og hafa allt opið, þetta er eitt dæmið enn um stjórnleysið innan flokksins. Við sjálfstæðismenn höfum annan hátt og og MIKLU færri komast að en vilja, ég kemst reyndar ekki núna vegna veikinda og finnst mér það fúlt, skemmtilegustu samkomun sem ég veit eru landsf. Sjálfstm.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 12:08
Mona Sahlin? Er það ekki þessi með kreditkortið?
Júlíus Valsson, 13.4.2007 kl. 12:44
Úff, misskildi fyrirsögnina - greinin leggur sumsé ekki til að hundar fái kosningarétt .
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:45
Voðalega eru allir eitthvað neikvæðir hérna sem eru að skrifa athugasemdir Eiginlega bara dónalegir. Ég hef verið fylgjandi Samfylkingunni en er ekki ákveðin hvort ég kýs hana næst. Kíktu endilega á pistlana á minni síðu þar sem ég fjalla um ýmis þjóðfélagsmál sem mér og fleirum er hugleikin. Kveðjur með óskum um gott gengi.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 15:08
Það er svo merkilegt með þetta sjálfstæðisfólk hvernig þau reyna að gera lítið úr framtaki Samfylkingarinnar. Það hafa flestir unun að skemmtilegri tónlist og sú staðreynd að Samfylkingin hefur opið landsþing er merki um að flokkurinn er allra. Málflutningur margra hægrimanna og sjálfstæðismanna er svo ómálefnalegur á stundum að það er þeim sjálfum og flokknum til lækkunar, þó það eigi kannski ekki við um þá sem hér setja inn athugasemdir. En ómálefnaleg eru þau þó.
Jón Einar Sverrisson, 14.4.2007 kl. 00:21
Leiðinlegt reyndar að Hundur í óskilum urðu veðurtepptir fyrir norðan! En Diddú teygði bara lopann sem var fínt.
Steindór Grétar Jónsson, 16.4.2007 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.