12.4.2007 | 16:03
Hið rétta um hagvöxtinn
"Fullyrt er að hvergi í Evrópu sé meiri hagvöxtur en á Íslandi og atvinnuleysi með því minnsta sem þekkist. Í framhaldi af því er dregin sú ályktun að lítill hagvöxtur og mikið atvinnuleysi sé ESB og evrunni að kenna. Gangi Íslendingar í ESB og taki upp evru bíði okkar ekkert annað en lítill hagvöxtur og atvinnuleysi að evrópskri fyrirmynd. Þetta er alrangt.
Það er rétt að hagvöxtur á Íslandi hefur verið þokkalegur síðustu ár. En þegar leiðrétt er fyrir svokölluðu kaupmáttarjafnvægi og hagvöxtur á Íslandi settur í alþjóðlegt samhengi er árangur okkar í besta falli sæmilegur. Þetta kom t.m.a. fram í máli Michaels Porter sem var heimsókn hér landi sl. haust. Ríki eins og Spánn, Írland og flest lönd í Austur-Evrópu standa sig betur en við. Nágrannar okkar annars staðar á Norðurlöndum ná svipuðum árangri og við að meðaltali en hagvöxturinn hér er mun sveiflukenndari en þar. Þetta þýðir að samkeppnishæfni okkar er minni en þeirra."
Þetta segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins m.a. í mjög góðri grein sem birtist á vef samtakanna. Ennfremur segir Bjarni m.a.:
"Við þurfum m.ö.o. að vinna miklu meira en flestir aðrir til að halda uppi landsframleiðslunni og góðum lífskjörum í landinu. Ríki eins og Frakkland, Þýskaland og Ítalía, þar sem efnahagslífið er í rúst að mati andstæðinga ESB hér á landi, ná betri efnahagsárangri á þennan mælikvarða en við. Skyldi þetta hafa eitthvað með aðild þessara landa að ESB að gera? Reyndar eru smáríki, sem nota evru, ofarlega á þessum lista til dæmis Írland, Belgía og Lúxemborg sem trónir á toppnum."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Erlent
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Algjört bull.
Ef horft er á GDP Vestur Evrópu frá 2003 til 2006 þá eru það tvö lönd sama hafa skarað fram úr í hagvexti:
Ísland og Noregur. Bæði utan ESB og evrunar. Bæði samkvæmt hefðbundnum Þjóðarfremleiðsluútreikingum og með kaupmáttarjafnvægisútreikningum. Ísland ber af sem eina landið með yfir 50% hagvöxt yfir tímabilið.
Þegar kemur að atvinnuleysi þá er tölurnar ennþá skemmtilegri:
Þau fjögur lönd sem hafa lægst atvinnuleysi eru öll utan ESB.
[Gögn tekin frá IMF.org (Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn)]
Kalli (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 18:01
Hagvöxtur er ofnotað hugtak og þvælt. Hann er ekkert annað en hlutfallsleg aukning á þjóðarframleiðslu. Ef þjóðarframleiðslan er lítil til að byrja með þá þarf mjög hár hagvöxtur ekki endilega að vera gríðarlegt afrek, þó hann komi vel út í prósentutölum. Ef við lítum á núverandi þjóðarframleiðslu miðað við höfðatölu, þá sést að við erum á mjög svipuðu róli og Írland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, sem öll eru í EB. Hagvöxturinn á Íslandi undanfarið er sannarlega mikið afrek; ég ætla ekki að draga úr því, en það er blekkjandi og barnalegt að nota hann sem eina mælikvarðann. Ef hann heldur áfram á sama hraða og hann hefur gert undanfarin ár munum við skjótast fram úr þessum löndum sem ég nefndi, en það er bara einfaldlega ekki gefið.
Og atvinnuleysið: Samkvæmt þessu eru þau fjögur Evrópulönd sem hafa minnst atvinnuleysi Andorra, Guernsey, Eyjan Mön, og Guernsey. Einhvern veginn finnst mér ég sjá mynstur þarna, og það hefur ekkert með það að gera að þessi lönd eru ekki í EB.
Þarfagreinir, 12.4.2007 kl. 18:47
Ætlun mín var að þessir listar væru nákvæmari, en eitthvað er tæknin að stríða mér. Áhugasamir geta vonandi fundið réttar tölur sjálfir með því að fikta sig áfram. Þessi síða er mjög skemmtileg uppspretta ýmiss konar fróðleiks, og gaman að fikta í henni.
Þarfagreinir, 12.4.2007 kl. 18:49
Smáríkin sem þú nefndir eru ekki fullkomnlega sjálfstæð ríki. Þar fyrir utan er samanlögð íbúatala þeirra færri en Íslendingar.
Þau ríki vestur evrópu sem hafa minnst atvinnuleysi eru í réttri röð (samkvæmt IMF tölum): Ísland, Swiss, Noregur og Luxemborg/Holland (EB lönd).
Það skiptir í raun engu máli hvaða tölur eru skoðaðar. Hagsæld á Íslandi hefur aukist gífurlega á undanförnum árum.
Kalli (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 20:07
þetta hlítur að vera séríslenskt fyrirbæri en hvergi annarsstaðar í heiminum reyna stjórnmálamenn að skammast yfir hagvesti.
Jóhann (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:04
Kæri Kalli.
Í Danmörku er jafn lítið atvinnuleysi og á Íslandi og fer lækkandi, á meðan hér heima spáir Seðlabankinn 5% atvinnuleysi 2008-2009. Hagvöxtur hér, eins og SI er að benda á, er illkynja hagvöxtur fjármagnaður á lánum og fer því hratt lækkandi þegar neyslan minnkar. Sá hagvöxtur sem lönd eins og Finnland og Írland hafa t.d. verið með hefur veirð hærri og stöðugri en okkar. Það er næstum 5% hagvöxtur að meðaltali í heiminum þetta árið, en undir 2% hér..
ESB aðild mun ekki hafa sljóvgandi áhrif á hagvöxt hér á landi - þvert á móti er mjög líklegt að hagkvæmara landbúnaðarkerfi ESB og stærri gjaldmiðill muni ýta mjög undir hagvöxt hér á landi.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 12.4.2007 kl. 22:47
Hvaðan ertu að fá tölurnar Jónas?
Samkvæmt IMF tölum sem gefnar voru út í þessum mánuði þá var atvinnuleysi á Íslandi 1.3% en fyrir Danmörku er spáin 4.5% Þ.e.a.s þrefalt minna á Íslandi.
IMF segir líka að frá 2003 til 2006 hafi hagvöxtur verið meiri á Íslandi en í nokkru öðru ríki Vestur Evrópu.
Árið 2007 eru menn að spá því að hagvöxtur lækki, og búi sig undir flugtak 2008/9 (Glitnir).
Það sem mörgum myndi örugglega finnast áhugavert er að vita hvaða n þú ert að fá þínar tölur?
Kalli (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:44
Ég er einn þeirra sem tel að allar hagtölur á Íslandi séu meira og minna skrumskældar vegna þess að mest af þessu er byggt á stórkostlegasta lánsfjársukki sem íslendingar hafa stundað í Íslandssögunni. Allt í boði einkavinavæðingar bankanna.
Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 11:12
Hvaða lánsfjársukki?
Ríkissjóður er nær skuldlaus.
Ertu þá að tala um fyrirtækin? Það er rétt að t.d. Kaupþing skuldar meira en gamli Búnaðarbankinn en hann er líka margfalt verðmeiri.
Ertu að tala um einstaklinga? Flest heimili skulda meira en á móti kemur að eignir þess og tekjur eru mun meiri en áður.
Það er rétt að meðal íslendingurinn skuldar margfalt meira en t.d. meðal Albani.
Hvar er meiri hagsæld?
Kalli (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:39
Hmm... þannig að ef Samfylkingin veitir fé í eitthvað þá er það fjárfesting en ef D gerir það þá er það lánfjárssukk?
Eða hvað finnst Hauki um stöðu borgarsjóðs eftir tíð R- listans? Væri nær að ríkissjóður stæði þannig? Ég bara spyr.
Björn Viðarsson, 13.4.2007 kl. 14:17
Ég er að tala um það allt það óhemju lánsfé sem bankarnir hafa veitt inn í hagkerfið og á meginsök á t.d. tvöföldun á húsnæðisverði sem á sér bara orsök í offramboði á lánum og öðru.
Ég er með svartsýnispistil á bloggsíðunni minni sem engin hefur viljað/þorað/kært sig um/nennt að tjá sig um. Ég var að vonast til að einhver segði mig rugla og fyllti mig nýrri bjartsýni.
Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.